Fjórði hluti ferðar, taka tvö

Fjórði hluti ferðar, taka tvö

Skoðað: 1424

Fjórði áfangi hjólastólarallýsins til Skóga.

Þá er komið að því að reyna aftur við fjórða hluta leiðarinar en hætta varð við í gær vegna veðurs.

Lagt verður af stað frá vegamótunum við Skeiðarafleggjara við Suðurlandsveg austan við Selfoss einhverntíma á milli 18:00 og 19:00 en tímasetningar eru ekki komnar á hreint enn enda er þetta sjálfboðaverkefni og sumt af fylgdarfólkinu er í vinnu eða hefur öðrum skyldum að gegna yfir daginn og á því ekki auðvelt með að komast frá. Haldið verður til Vegamóta þar sem Landvegur mætir Suðurlandsvegi í þessum áfanga.
Sennilega verður þetta einn af erfiðari köflum ferðarinar þar sem talsvert er um hæðir sem þarf að klífa en á móti kemur að aðeins léttir á eftir klifrið þegar hægt verður að rúlla sér niður brekkur eftir puðið. Ljóst er þó að þessi áfangi ferðarinar tekur talsvet meira á en hingað til hefur gert og kaflinn sem farinn verður í dag er svipaður þeim þriðja í kílómetrum talið eða 13,5 km og má reikna með að ferðin taki um þrjá tíma.

Styrktareikningur Ferðabæklingana, fer til kaupa á hjálpartækjum fyrir þá sem fá ýtrekaðar hafnanir hjá Sjúkratryggingum Íslands, sem eiga að tryggja réttindi sjúklinga. Rnr. 515 -14 -2323 Kt. 220272-5409 Reiknigurinn er á nafni Lísebet Unnar Jónsdóttur.

Maríanna er hér með smá tilkynningu til ykkar.
Sýnið því þolinmæði og skilning að hún á erfitt með að tjá sig.

Skoðað: 1424

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka