Er fjármálaráðaneytið að ljúga vísvitandi að almenningi í landinu?

Skoðað: 1103

Stefán Ólafsson Hagfræðingur.

Það hefur ekki verið til siðs að ráðuneyti á íslandi hreinlega ljúgi upp í opið geðið á almenningi á íslandi þó það hafi oftar en tölu verði á komið að fjármálaráðherrann núverandi, Bjarni Benediktsson hafi orðið uppvís að ósannindum oftar en tölu verður á komið.
Nú ber svo hins vegar við að á vef fjármálaráðuneytisins er “frétt” sem slær öllu við sem úr þeim ranni hefur komið því þar hreinlega er farið með bullandi ósannindi um aukinn kaupmátt heimilana í landinu á komandi ári.

Stefán Ólafsson hagfræðingur við HÍ segir í stöðufærslu á Facebook síðu sinni að þetta sé; “KOSTULEG FRÉTTATILKYNNING FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIS” og útskýrir hvernig ráðuneytið blekkir almenning með framsetningu sinni.

Hann segir meðal annars, og vísar í “frétt” fjármálaráðuneytisins:

Útlit er fyrir að kaupmáttur heimila aukist að nýju á árinu, sé tekið mið af nýundirrituðum kjarasamningum á almennum markaði. Áætla má að ráðstöfunartekjur meðaleinstaklings á almennum vinnumarkaði verði um það bil 50 þúsund krónum meiri í hverjum mánuði í ár en í fyrra, bæði vegna hækkunar með nýjum kjarasamningum og breytinga í tekjuskattskerfinu þar sem persónuafsláttur og þrepamörk hækka um 10,7%.

Síðar í “fréttinni” segir svo eftirfarandi:

Áætla má, miðað við niðurstöður launarannsóknar Hagstofunnar og með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninga, að ráðstöfunartekjur meðaleinstaklings á almennum vinnumarkaði verði u.þ.b. 50 þús. kr. meiri í hverjum mánuði í ár en í fyrra, þar af 8 þús. kr. meiri vegna uppfærðra viðmiða tekjuskatts.

Stefán segir að þarna sé dregin upp mjög villandi mynd af raunveruleikanum.  Staðreyndin sé nefnilega sú að ráðstöfunartekjur eru þær tekjur sem fólk hefur úr að spila þegar búið er að greiða skatta og gjöld af laununum og rekur þetta nánar:

Meðalhækkun launataxta í nýgerðum kjarasamningi Starfsgreinasambandsins (SGS) eru um 42.000 kr. á mánuði. Þetta er tekið sem aukning “ráðstöfunartekna” í fréttatilkynningunni (en þá á eftir að draga skattinn frá). Við þessar 42.000 kr. er síðan bætt 6.000 króna hækkun persónuafsláttar og 2.000 krónum vegna uppfærslu viðmiða fyrir álagningarþrep í tekjuskattinum, alls 8 þús. krónum. Þannig fær ráðuneytið það út að “ráðstöfunartekjur muni aukast um 50.000 kr. á mánuði” á árinu 2023.

Ef þessi rök eiga að standast skoðun þá þarf þessi launahækkun að vera skattfrjáls, en öll vitum við að svo er ekki þó svo ráðaneytið haldi því fram.
Þarna er því strax komin staðfesting á því að um ósannindi er að ræða eða öllu heldur blekkingar og lygar ef við eigum að vera hreinskilin og segja hlutina á mannamáli.

Auðvitað þarf að greiða fullan tekjuskatt af launahækkuninni (um þriðjung fyrir láglaunafólk), enda kemur hún ofaná laun sem eru að fullnýta persónuafsláttinn nú þegar.

Hækkun viðmiðanna í tekjuskattinum er til að tryggja að skattbyrðin verði svipuð á milli áranna 2022 og 2023, enda er um að ræða uppfærslu vegna verðbólgu og framleiðniaukningar (9,6% verðbólga+1,1% framleiðniaukning=10,7%). Þetta er því ekki skattalækkun, eins og sumir hafa þegar talið, enda má skilja fréttatilkynningu ráðuneytisins þannig. Það er kostulegt að ráðuneyti skattamála láti slíkt frá sér fara.

Augljóslega verið að blekkja fólk og ljúga að því með svona framsetningu og mikil þörf á því að fjölmiðlar fari að axla þá ábyrgð sem þeim ber með því að upplýsa fólk um svona vinnubrögð ráðaneytana þegar þau koma upp og merkja þær “tilkynningar” eða “fréttir” frá þeim sem falsfréttir, því þetta er ekkert annað þegar upp er staðið.

Raunar er einnig ýjað að því í fréttatilkynningunni að “kaupmáttur” ráðstöfunartekna meðaleinstaklings á vinnumarkaði muni hækka um sem nemur þessum 50.000 krónum, enda hafa fjölmiðar og aðrir þegar talað um þetta þannig. En til að það gæti staðist þyrfti verðbólgan líka að vera horfin út úr myndinni. En hún er enn tæplega 10%.

Það er alveg með ólíkindum að fjölmiðlar á íslandi skuli láta fjármálaráðuneytið komast upp með svona lygar og blekkingar án þess að afla sér nánari upplýsinga um málið.

Hér má lesa færslu Stefáns Ólafssonar um þessar ótrúlega ósvífnu falsfréttir og lygar fjármálaráðuneytisins, en þið getið lesið þetta með því að smella hérna.

Skoðað: 1103

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir