Enn skítur TR upp á bak
Skoðað: 3852
Árið byrjar vel hjá öryrkjum og eldri borgurum á íslandi því enn er margt fólk ekki farið að fá greiddar bætur frá almannatryggingum þennan fyrsta dag ársins og þó liðið vel fram á daginn þó einhverjir séu búnir að fá greitt.
Mikið hefur verið rætt um þetta í lokuðum hópum á samfélagsmiðlum það sem af er degi og er fólk bæði reitt og sárt enda eru þetta oftar en ekki einu tekjurnar sem fólk hefur og hátíðirnar hafa reynt mikið á þessa hópa því von hjá þeim að geta verslað eitthvað ætilegt á þessum fyrsta degi ársins.
Engar skýringar hafa verið birtar á vef TR hvað veldur þessum töfum á greiðslu bótana og allt útlit fyrir að fólk þurfi því áfram að svelta inn í annan dag nýs árs.
Skömm að þessari framkomu við fátækasta og verst setta fólkið í landinu.
Skoðað: 3852