Skólabókardæmi um siðblindu og spillingu

Skoðað: 3719

Seldi æru sína fyrir meira en 30 silfurpeninga.
Seldi æru sína fyrir meira en 30 silfurpeninga.

„Nei, nei, nei. Biddu fyrir þér það var ekkert slíkt þarna á ferðinni,“ segir Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri Norðurþings, aðspurður hvort honum hafi verið lofað starfi hjá þýska fyrirtækinu PCC þegar hann var bæjarstjóri og barðist fyrir því að kísilver fyrirtækisins yrði reist á Bakka.

Bergur Elías Ágústsson, fyrrum sveitarstjóri Norðurþings, fékk fína vinnu að launum fyrir að svíkja náttúruna í hendur mengandi stóriðju. Hann hefur verið ráðinn til þýska fyrirtækisins PCC sem ætlar að reisa kísilver á Bakka rétt fyrir utan Húsavík.

Málið er hreint skólabókardæmi um spillingu, sem er svo sem ekkert einsdæmi hér á landi en fer sjaldan fram fyrir allra augum eins og nú. Bergur vann baki brotnu við að greiða götu fyrirtækisins til að reisa hérna verksmiðju sem stórskaða mun náttúruna þarna í kring og valda tjóni á svæðinu um ókomna tíð, allt fyrir örfá ömurleg störf og örstutta innspýtingu á svæðið sem verður fljótlega að engu aftur.

Aðspurður segir hann að ekkert samkomulag hafi verið á milli hans og PCC um að hann myndi fá vinnu hjá PCC í kjölfar þess að hann hætti hjá Norðurþingi. Hann segir það sjálfsagt að ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu, þrátt fyrir stöðu sína.

Bergur mun sinna ýmsum verkefnum á meðan kísilverið er í byggingu en framhaldið er óljóst.

ráðningin verið sett í samhengi við atriði úr heimildarmyndinni Draumalandið og bent á að staða Bergs minni um margt á stöðu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðarbyggðar, sem vann að því að fá álver austur á firði á sínum tíma. Hann lét síðan af störfum sem bæjarstjóri árið 2006 og var ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Alcoa. Sú atburðarás var dregin upp í Draumalandinu og rímaði ágætlega við kenningar Johns Perkins, rithöfundar og fyrrverandi efnahagsböðuls að eigin sögn.

„Það verður ekki ætlast til að þeir geri mikið, líklega verður þeirra helsta verkefni að fara inn í önnur samfélög í nágrenninu og sannfæra þau um að samþykkja næsta verkefni,“ sagði Perkins í Draumalandinu. Myndskeiðið, sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti saman úr myndinni, hefur farið sem eldur í sinu um Facebook í dag og má sjá hér fyrir neðan.

Það er aumur maður sem selur sál sína og rústar æru sinni með slíkum hætti sem Bergur hefur gert og svona einstaklingar eiga ekkert erindi í stjórnsýsluna þegar þeir sitja báðu megin borðsins þannig að sveitarfélögin og almenningu stórtapar á aðgerðum þeirra.

Bergur er því búinn að afhjúpa sig sem algjörlega siðblindur og gjörspilltur einstaklingur, ærulaus með öllu.

Skoðað: 3719

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir