Viðreisn ER hækja Sjálfstæðisflokksins

Skoðað: 2638

Viðreisn er Sjálfstæðisflokkurinn í raun.
Viðreisn er Sjálfstæðisflokkurinn í raun.

Snemma í september gengu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Pálsson á fund Bjarna Benediktssonar og tilkynntu honum þá ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn í komandi kosningum.  Þau segja bæði að þetta sé ekki áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum eða klofning frá honum heldur sé þetta gert til að finna nýjan farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrist aðeins hærra en hefur verið á umliðnum misserum.

En hvað þýðir þetta í raun og veru þegar lesið er á milli línana?
Þetta þýðir í raun að Viðreisn er ekkert annað en frjálslyndari armur Sjálfstæðisflokksins og er tilbúinn að vinna með honum eftir kosningar.
Þess vegna vill Viðreisn ekki leggja spilin á borðið fyrir kosningar og tala við Pírata eða aðra flokka um þau áherslumál sem unnið verður að eftir kosningar eins og heiðarlegast væri fyrir kjósendur í landinu að gera svo þeir geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvar þeir setja exið á kjörseðilinn.

Það er óbilandi skoðun okkar hér á Skandall.is að Viðreisn mun mjög fljótlega eftir kosningar renna saman við Sjálfstæðisflokkinn og því er hvert atkvæði sem gefið er Viðreisn ekkert annað en að gefa Sjálfstæðisflokknum atkvæðið.
Hlustið vel á það sem þau segja í myndbandinu sem fylgir með hér að neðan.

Látið ekki glepjast af fagurgala Sjálfstæðisflokksins því Þorgerður og Þorsteinn eru harðlínusjallar þegar allt kemur til alls og munu ekki starfa fyrir fólkið í landinu frekar heldur en Sjálfstæðisflokkurinn.

Ykkar valið og ykkar er ábyrðgin kjósendur góðir.

Skoðað: 2638

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir