Umboðsmaður lífeyrisþega á Íslandi

Skoðað: 4890

Bréf sem Bjarni Ben sendi öldruðum fyrir síðustu kosningar. Hverjar eru efndirnar?
Bréf sem Bjarni Ben sendi öldruðum fyrir síðustu kosningar.
Hverjar eru efndirnar?

Þegar kemur að launakjörum starfsmanna hin opinbera, þingmönnum, ráðherrum og Forseta Íslands, þá er það kjararáð sem ákvarðar launahækkannir þessara hópa í þjóðfelaginu.  Þegar kemur að launum aldraðra og öryrkja, hér eftir verður bara talað um lífeyrisþega, þá er það ríkisstjórnin sem ákvarðar laun þeirra og þeirra kjararáð og henni ber, alveg eins og kjararáði því sem ákvarðar þeirra laun, að fara að lögum og reglum um hækkunn bóta almannatrygginga til handa lífeyrisþegum.

Því miður er það staðreynd í dag að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur algjörlega ákveðið að sniðganga lög um almannatryggingar þar sem segir skýrt að bætur almannatrygginga skuli hækka í samræmi við launaþróun í landinu og snúa út úr þessu lagaákvæði eins og þeim hentar hverju sinni til að komast hjá því að hækka bætur til handa lífeyrisþegum.  Svik núverandi ríkisstjórnar gagnvart lífeyrisþegum á sér engin fordæmi í íslandssögunni og það er ekki nóg með að lög séu brotin heldur er lika brotin stjórnarskrárbundinn réttur á lífeyrisþegum sem og mannréttindi.

Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi viðskiptafræðingur og nú eldri borgari hefur skrifað mikið um málefni eldri borgara og það óréttlæti sem þeir þurfa að líða af hendi stjórnvalda, hefur kallað eftir því að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra.  Við hér á Skandall.is og þá sérstaklega sá sem þetta skrifar leggur frekar til að aldraðir og öryrkjar taki höndum saman og krefjumst þess að stofnað verði embætti umboðsmanns lífeyrisþega því kjör aldraðra og öryrkja og barátta þeirra er öll byggð á sama grunninum, að fá að lifa með reisn og geta veitt sér eitthvað smáræði til dægrastyttinga og gleði í stað þess að eyða lunganum úr mánuðinum í að hafa áhyggjur hvort það sé til aur fyrir matarlús meiri hlutann úr mánuðinum.

Hér má sjá nokkur brot úr bloggfærslum Björgvins um málefni aldraðra og hvernig stjórnvöld hafa ítrekað svikið lífeyrisþega og stungið þá í bakið með svikum og lygum í ræðum og riti frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum.
Athugið að þetta eru aðeins brot úr hverri færslu en upphafssetningin vísar í allann pistilinn hjá honum.

Ef einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði hún leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja strax frá áramótum með því að hækka lífeyrinn um 8% til viðbótar þessum 9,7% og gert upp við lífeyrisþega uppbót fyrir tímabilið 1.mai-31.desember 2015.En ríkisstjórnin ætlar áfram að níðast á lífeyrisþegum og velur þann kost að berja sér á brjóst og tala um að hún hafi unnið mikil afrek í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja.Lífeyrisþegar geta ekki látið valta yfir sig endalaust.Það er nóg komið.

Einhleypur ellilifeyrisþegi greiðir í dag 40 þúsund kr. í  i skatta í  hverjum mánuði. Honum eru reiknaðar tæpar 92 þúsund kr. í skatta en til frádráttar koma tæpar 52 þúsund kr í persónuafslátt.Hvaða vit er í þessu? Auðvitað á lífeyririnn að vera skattfrjáls.Þannig er það i Noregi. Þar er aðeins lagt 5% gjald á lífeyrinn en enginn tekjuskattur eins og hér.

Framlögin eru minni í tíð núverandi stjórnar en á kreppuárunum þegar vinstri stjórnin fór með völd. Og þó framlög hafi aukist eitthvað í krónutölu sl. ár stóðu þau í stað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Það er virkilega leiðinlegt,að forsætisráðherra landsins skuli ekki geta farið með rétt mál.

Ráðherrarnir stinga ályktunum eldri borgara undir stól og yppta öxlunm. Það virðist ekki skipta þá neinu máli þó ekki sé unnt að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem öldruðum og öryrkjum er skammtaður, rúmar 200 þús eftir skatt til einheypinga, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.

321 þúsund krónur á mánuði er algert lágmark til framfærslu. Eins og húsnæðiskostnaður er í dag er engin leið að framfleyta sér sómasamlegan á lægri upphæð. Sú upphæð,sem eldri borgarar og öryrkjar hafa í dag frá almannatryggingum dugar engan veginn.

Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl áramót er alltof lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr.21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. mai, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun eða frá 1.mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu,sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.

Þetta var kostulegt viðtal. Eftir að fjárlaganefnd og meirihluti alþingis er nýbúinn að fella allar tillögur um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja eins og aðrir hafa fengið og felldar hafa verið allar tillögur um, að lífeyrisþegar fengju sambærilegar hækkanir og verkafólk segir Vigdís að hún vilji bæta kjör þeirra lífeyrisþega,sem verst hafa kjörin!

Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og kvaðst ætla að afnema tekjutengingu eldri borgara í almannatryggingum. Hann hefur svikið það loforð. Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð lofuðu einnig fyrir kosningar að leiðrétta kjaragliðnun tímabilsins 2009-2013 strax.

Björgvin hefur skrifað marga góða pistla og vísað í tölulegar staðreyndir máli sínu til stuðnings og kemur það allt heim og saman við þær tölur sem birtar hafa verið hér á þessum vef margoft áður þegar umræðan um kjör lífeyrisþega stóð sem hæst fyrir jólaleyfi Alþingis á síðasta ári, þegar ríkisstjórnin og allir þingmenn ríkisstjórnarflokkana sviku lífeyrisþega í landinu um lögbundnar afturvirkar hækkanir launa sinna, þó þeir sjálfir hefðu fengið eingreiðslur vegna hækkunnar sinna launa um mörg hundruð þúsund.

Þetta er náttúrulega ekkert annað en siðferðisbrenglun sem hrjáir þinmenn stjórnarflokkana.

Skoðað: 4890

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir