Þreföld lygi Hagdeildar Landsbankans. Lygi, hvít lygi og tölfræði
23. nóvember, 202015:44
Skoðað: 2962
Ása Lóa Þórsdóttir, skrifar formálsorð að stöðufærslu sem hún birtir við færslu Marínós G. Njálssonar og við gefum okkur góðfúslega leyfi til að birta hér að neðan.
Að einn maður, Marinó G. Njálsson, geti tekið heila hagdeild í ríkisbanka, og pakkað henni saman eins og ekkert sé, er alveg bráðfyndið og skemmtilegt.
En um leið og fólk getur hlegið og skemmt sér yfir þessu þá er þetta í raun bæði alvarlegt og skelfilega sorglegt, því þetta segir allt sem segja þarf um bullið sem er í gangi hjá bönkunum og hvernig logið er að almenningi á Íslandi.
Hagdeild Landsbankans sannar að til er þrenns konar lygi, þ.e. lygi, hvít lygi og tölfræði.Deildin hefur gert greiningu á launaþróun á Íslandi og löndum innan ESB og slær upp eftirfarandi fyrirsögn:“Laun á Íslandi hafa hækkað mikið gagnvart öðrum Evrópulöndum á síðustu árum”Samanburðurinn er gerður í evrum og viðmiðunarárin eru 2008 og 2019. Niðurstaðan er heldur betur umdeilanleg, sérstaklega fyrir þær sakir að detta í hug að nota árið 2008 sem viðmiðunarár.Greiningin byrjar á orðunum:“Frá 2008 til 2019 hækkuðu laun á Íslandi mæld í evrum um 84,4% á meðan þau hækkuðu að meðaltali um 28,7% innan ESB.”Ekki er skilgreint hvað er átt við með “frá 2008” né “til 2019”. Ekki er heldur gert grein fyrir því hvers vegna þessi tilteknu viðmiðunarár eru valin og hvers vegna er ekki gert grein fyrir hve þessi ár eru frábrugðin árinu á undan, þ.e. 2007, og eftir, þ.e. 2020. Þá kemur allt í einu í ljós, að “Evrópulönd” eru lönd innan ESB, þó er vissulega vísað í Noreg í greiningunni.Stuttu síðar segir: “Frá árinu 2007 til og með 2019 hækkaði launavísitalan hér á landi um 99,6%, eða um 6% á ári að jafnaði. Kaupmáttur jókst um 30% á þessu tímabili og er aukningin öll tilkomin frá og með árinu 2014 þar sem kaupmáttur lækkaði töluvertárin á undan í kjölfar hrunsins.”(Átta mig ekki á því hvernig útreikningurinn á kaupmættinum er framkvæmdur, en læt það liggja á milli hluta. Hinu skal haldið til haga að hækkun vísitölu neysluverðs var um 68% og hefði haldið að hækkun kaupmáttar væri 199,6/168=18,8%.)Af þessu mætti halda, að verið væri að skoða launabreytingar frá upphafi árs 2008, en síðan er miðað við miðgengi evru árið 2008 (samkvæmt myndriti), sem gefur til kynna að miðað sé við meðallaun ársins. Sé hins vegar miðað við miðgengi evru í lok árs 2007, þá varð nokkur önnur þróun á íslenskum launum.Það vill nefnilega svo til að miðgengi evru í árslok 2007 var 91,2 kr. en meðalgengi ársins 2008 var 127,46 kr. (samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabankans). Laun á Íslandi voru því í árslok 2007 39,7% hærri í evrum talið, en meðalgengi evru árið 2008 gefur, þó allar hækkanir á launavísutölu ársins 2008 væru þurrkaðar út.Þetta þýðir að launahækkanir frá ársbyrjun 2008 til ársloka 2019 eru á bilinu 40-44% í evrum talið, en ekki 84,4%, eins og hagdeildin reiknar út. Séu þessi 40-44% borin saman við 28,7% meðalhækkunina innan ESB, þá er munurinn ekkert svo svakalegur og þegar síðan er tekið tillit til þess að verðbólga innan ESB var um 20,7% (þ.e. samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs) en 68,0% (þ.e. samkvæmt vísitala neysluverðs) á Íslandi, þá er munurinn í reynd meira en horfinn.Nú hagdeild Landsbankans er síðan einstaklega heppin, að greiningin náði ekki frá miðju ári 2007 fram á mitt ár 2020. Á þeim þrettán árum fór nefnilega miðgengi evru úr 84,02 kr. árið 2007 (miðað við gengi 29. júní, þar sem 30. júní var laugardagur) í 155,4 kr. sem nemur 85,0% hækkun evrunnar. Ef við reiknum núna hækkun launa í evru með því að nota breytinguna á launavísitölunni og evrunni, þá fæst út að hækkun launanna var ekki 84,4% í evrum talið, heldur 24,7% samanborið við 28,7% innan ESB yfir tímabil sem var 12 mánuðum styttra. (Reiknað er út frá launavísitölu í júní 2007 og júní 2020.)Það er sem sagt bæði rétt og rangt að laun á Íslandi hafi hækkað (mikið) gagnvart öðrum Evrópulöndum/ESB-löndum hin síðari ár. Það fer allt eftir því hvaða viðmiðunarár eru valin. Eins og ég sýni fram á, þá var ekki erfitt að finna tímabil, þar sem hækkunin hafði orðið minni á Íslandi, en að meðaltali í ESB-löndunum.
Smellið á tengilinn til að lesa alla klausuna og umsagnirnar þar fyrir neðan.
Skoðað: 2962