Þingmenn, ráðherrar og almenningur níðast endalaust á lífeyrisþegum í orði og í gerðum

Skoðað: 3448

Velferðarráðherra þessarar stjórnar sveik allt sem hún svikið gat.

Þegar þingmenn og ráðherrar á íslandi taka einn þjóðfélagshóp fyrir og úthrópa þá sem honum tilheyra sem þjófa og bótasvikara og þess vegna þurfi að refsa þeim með þeim hætti að gera þeim ókleyft að komast af á þeim tekjum sem þeir fá skammtaðar af ríkisvaldinu, þá hlýtur það að setja stórt spurningarmerki þess efnis hvort sá þingmaður eða ráðherra er hæfur til þess starfs að eiga að vinna að þjóðarhag.  Svarið hlýtur að vera nei.  Sá aðili í opinberu starfi sem þannig hagar sér og í raun smitar út í allt þjóðfélagið því hatri og þeim fordómum sem hann er haldin á ekki að starfa sem slíkur.

Á síðasta ári komst þáverandi “velferðarráðherra”, Eygló Harðardóttir að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa unnið út frá “skýrslu” Ríkisendurskoðunar sem byggð var á Danskri skoðanakönnun meðal ríkisstjórnarmeðlima Danska þingsins, sveitarstjórnafólks í Danmörku og síðast en ekki síst, Dansks almennings um bótasvik aldraðra og öryrkja, (ekki er vitað hvort atvinnulausir voru með í þessari könnun en mjög líklegt að svo sé,) og voru niðurstöður þeirrar könnunar notaðar sem grunnur að skýrslu Ríkisendurskoðunar um bótasvik á Íslandi.  Vinnubrögð sem flokkast undir leti og algjört fúsk af verstu sort og ættu að vera brottrekstrarsök allra þeirra sem komu að gerð þessarar “skýrslu”, á staðnum enda hefur þessi skýrsla orðið til þess að fjöldi fólks sem flokkast sem lífeyrisþegar, hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu stjórnvalda, opinberum stofnunum sem starfa fyrir ríkið og fá enga fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum vegna þess orðspors sem Ríkisendurskoðun, þingmenn og ráðherrar hafa viðhaft um lífeyrisþega, öryrkja og aldraða, þjófkennt þá og dæmt til ævarandi fátæktar með gerðum sínum og orðum.

Lög sem tóku gildi í febrúar 2014 afnámu alla persónuvernd hjá öryrkjum og öldruðum og þingheimur allur húrrahrópaði og samþykkti ólögin.  Lög sem eru leyfar svartasta tímabils Austur Evrópu þar sem engin var óhultur fyrir leyniþjónustunni STAZI sem hleraði öll samskipti fólks, ekki bara í gegnum síma, heldur var hlerunartækjum komið fyrir á heimli fólks.  Venjulegt fólk sem gerði ekki annað en stunda sína vinnu, sinn skóla og gera almennt eins og stjórnvöld sögðu því að gera átti ekkert frelsi.  Ekkert persónulegt líf því ef það vogaði sér að bölva í hálfum hljóðum fyrir skortinn á matvælum, lágum launum eða hverju einu sem því datt í hug, þá leið ekki langur tími þar til útsendarar STAZI voru mættir á svæðið og viðkomandi hvarf um aldur og ævi og sást aldrei meir.

Þannig var lífið austan járntjaldsins fyrir fall Sovétríkjana en það er ekki verið að segja að þetta sé komið á þetta stig hér á landi þó vissulega sé ekki langt í það ef stjórnvöld fá að haga sér með þeim hætti sem þau hafa gert það sem af er þessu kjörtímabili og öllu því síðasta, enda þolir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að talað sé niður til hans, hann einn og meðlimir hans mega tala niður til almennings og í enn meiri niðrandi tón til öryrkja og aldraðra enda hata þeir alla sem geta ekki séð fyrir sér vegna öldrunar og fötlunar, veikinda eða sjúkdóma.  Það fólk á bara að halda kjafti, leggjast niður og drepast sem fyrst svo aumingja ríka íhaldsfólkið þurfi ekki að horfa upp á það verslast upp í biðröðum hjálparstofnana.  Þeir ætla meira að segja að vera svo góðir að koma í veg fyrir að gamlingjarnir og sjúklingarnir, sem þó geta unnið einhver hlutastörf, fái ekki nema 25% af þeim launum sem þeir vinna sér inn með því að skerða lífeyrinn hjá þeim.  Þá, (hugsar íhaldið með sér) hafa þeir ekki efni á mat eða lyfjum og drepast bara fyrr.  Íslenska Gúlagið í hnotskurn því ekki er hægt að setja upp þrælabúðir fyrir óvinnufæra og drepa þá eins og gert var í Gúlaginu austan járntjaldsins.

Á vefnum “Lifðu núna” er pistlill í gangi þar sem tíundað er hvernig skerðingarnar um síðustu áramót fara með eldri borgara eftir að frítekjumarkið hjá þeim var lækkað úr 109 þúsund krónum á mánuði sem þeir máttu vinna sér inn áður en bætur fóru að skerðast, niður í 25 þúsund krónur.
Þar segir meðal annars:

Í fyrri reglum var frítekjumarkið miðað við launatekjur í viðbót við lífeyristekjur. Einnig var frítekjumark á vaxtagreiðslum. Í nýju reglunum er frítekjumarkið miðað við allar tekjur samanlagðar hvort heldur það eru lífeyristekjur, launatekjur eða vaxtatekjur. Þetta þýðir í raun að þeir lífeyrisþegar sem hafa meira en 25.000 kr. á máuði í lífeyristekjur fá skerðingu strax á fyrstu kr. sem þeir vinna sér inn aukalega.

Lítum á nokkur dæmi um hvernig atvinnutekjur skerða greiðslur frá Tryggingastofnun eins og staðan er núna. En jaðarskattar einstaklinga sem búa einir eru á bilinu 46 til 73%. Það var Sigurður Þórðarson verkfræðingur sem reiknaði þetta út fyrir Lifðu núna og þessar tölur birtust fyrst í þættinum Fimmtíu plús á Hringbraut. Fyrir neðan þessa færslu er nákvæmari tafla um jaðarskatt eldra fólks.

Ástæða þess að þetta var gert var vegna “skýrslu” Ríkisendurskoðunar og vegna þess að Eygló “velferðarráðherra” trúði þessari skýrslu þó hún vilji í dag ekki einu sinni hugsa um það að biðja alla þá afsökunar sem hún þjófkenndi í pistli sem hún skrifaði um þessi mál.

En áfram með  tilvísunina ó að sjálfsögðu megi lesa allann pistilinn í tenglinum sem fylgir hér neðst í pistlinum.
Jaðarskattur einstaklinga á bilinu 46-73%

Tökum dæmi af einstaklingi sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur en þær sem Tryggingarstofnun ríkisins greiðir honum, sem eru rétt rúmar 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Ef hann vinnur sér inn 100 þúsund krónur til viðbótar í launuðu starfi, lækkar greiðslan sem hann fær frá Tryggingastofnun. Heildarútkoman er sú að 100 þúsund króna viðbótartekjurnar skila honum einungis 36.000 króna launahækkun. Jaðarskattur þessa einstaklings er því tæp 64%.

Ef þessi sami einstaklingur er með 150 þúsund krónur í lífeyrissjóð á mánuði, fær hann greiðslu frá Tryggingastofnun á móti og er með um 280 þúsund krónur í tekjur eftir skatt. Setjum svo að hann sé svo heppinn að geta unnið fyrir 100 þúsund krónum í viðbótartekjur á mánuði. Þá lækkar greiðsla Tryggingastofnunar til hans, um rétt tæplega 57.000 krónur. Hann fær í raun einungis 27 þúsund krónur af 100 þúsund króna viðbótartekjunum. Þarna er jaðarskatturinn orðinn nær 73%.

Ef einstaklingur sem býr einn er með 500 þúsund krónur úr lífeyrissjóði, fær hann einungis um 15.000 krónur frá Tryggingastofnun og tekjur hans eftir skatt eru rúmar 377 þúsund krónur. Vinni hann sér inn 100.000 krónur, fellur 15.000 króna greiðslan frá Tryggingastofnun niður. En hann heldur hins vegar eftir tæplega 54 þúsund krónum af 100.000 króna viðbótartekjunum. Hans jaðarskattur er því rúmlega 46%.

Hvað er þetta annað en hreinn og klár þjófnaður, níðingsskapur og algjör vanvirðing þeirra sem stjórna landinu.  Þess þá heldur sýnir þetta líka hvað uppeldið á þeim sem stjórna landinu, fyrirtækjum og fjármálastofnunum í landinu hefur tekist hörmulega illa þegar þetta fólk hatar ömmur sínar og afa og jafnvel foreldra sína, með svo sýnilegum hætti eins og við sjáum í framkomu alþingis og ráherra þjóðarninar gagnvart þeim.

En hvað með almenning og viðhorf fólks í landinu gagnvart lífeyrisþegum?  Er viðhorfið eitthvað skárra þar eða eru íslendingar umburðarlyndari gagnvart öldruðum og öryrkjum en þingmenn?  Svarið við því er því miður nei.  Hatrið og fordómarnir smita nefnilega út frá sér, þökk sé þeirri umræðu sem Vigdís Hauksdóttir kom af stað á síðasta kjörtímabili gagnvart öryrkjum sérstaklega því hún vílaði ekki fyrir sér að ljúga alveg blákalt upp á þá að þeir stælu 9 til 10 milljörðum á ári úr bótasjóðum Almannatrygginga.  Það sagði hún vitandi að í Skýrslunni frægu frá Ríkisendurskoðanda var aldrei talað um hærri upphæðir en 3 til 4 milljarða en stareyndin var samt sú að við eftirlit Tryggingastofnunar kom í ljós að bótasvikin svokölluðu reyndust í flestum tilfellum mistök í áætluðum tekjum eldri borgara og öryrkja svo ofgreiðslurnar urðu aðeins frá 100 til 165 milljónir króna á ári en ekki milljarðar.  Samt laug Vigdís til um upphæðirnar í hverju viðtalinu á fætur öðru, úr ræðustóli alþingis og hvar sem hún gat útlistað hvað öryrkjar væru vont fólk og miklir þjófar sem svikju út 9 til 10 milljarða á ári.  Það væri því þeim að kenna að ekki væri hægt að hækka bætur almannatrygginga.

Vigdís Hauksdóttir ól á hatrinu, umfaðmaði það og gerði það að listgrein að tala niður til öryrkja með þeim hætti að fylgismenn Framsóknarflokksins sem og hennar samflokksmenn gerðu í því að dreifa hatrinu og fordómunum án þess að gera sér grein fyrir því hvað þeir voru að gera veikasta fólkinu í landinu.  Fólki sem hafði ekkert sér til saka unnið annað en að missa heilsuna og gat því ekki séð fyrir sér.  Það er víst háttur hins heimska að níðast alltaf á þeim sem verst og ekki geta varið sig og á það vel við um þá ríkisstjórn sem nú situr sem og þá síðustu.  Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra er einhver sá mesti óþveri sem setið hefur á alþingi íslendinga og sá þingmaður og ráðherra sem hefu dregið virðingu alþingis niður í svaðið með slíkum hætti að annað eins hefur aldrei sést fyrr.  KJósendur hans og íhaldsins eiga alla sök á því hvernig komið er í þessu landi og þó sífellt sé talað um vænkandi þjóðarhag, þá er það staðreynd að hér á landi er bullandi fátækt í gangi og meira að segja vinnandi fólk hefur varla efni á því að leyfa sér nokkurn skapaðan hlut.

Það er að bresta á talsvert mikill fólksflótti frá íslandi.  Innfæddir íslendingar eru að forða sér til betra lífs þar sem lífið er ekki bara þrlældómur og dauði, heldur vill fólk fá að koma sér upp fjölskyldu, eignast húsnæði og sinnt sinni fjölskyldu.  Það er ekki hægt á íslandi í dag þegar fólk þarf að þræla sér út fyrir fertugt og nær ekki að kynnast börnum sínum fyrr en á dauðastundinni.  Um það vitna nýjar skýrslur um fækkun fæðinga á íslandi síðustu árin.  Fólk vill ekki gera börnum sínum það að fæðast í það ástand sem hér ríkir.  Innflutningur á ódýru erlendu vinnuafli er staðreyndn og alltaf að aukast.  Það er talað um að íslendingum sé að fjölga en það eru falskar fréttir því í flestum tilfellum eru þetta útlendingar sem hingað eru komnir til að vinna.  Þeir fá íslenska kennitölu, íslenskt lögheimili og í einstaka tilfellum íslenskan ríkisborgararétt og þetta nota stjórnvöld sér til að tala um fjölgun íslendinga.  Allt er þetta samt blekking þegar upp er staðið því eftir hrunið 2008 fækkaði íslendingum á einu ári um rúmlega 35 þúsund.  Þegar farið var að skoða þessar tölur betur kom í ljós að meiri hlutinn af þessum fjölda voru erlendir verkamenn sem flúðu heim til sín eftir hrunið þegar ekkert var að hafa lengur á Íslandi.

Nú er staðna þannig að það eru námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar sem flýja land því þeir hafa ekki efni á að búa hérna.  Öryrki með tæplega 200 þúsund útborgað á mánuði hefur illa efni á að leigja sér húsnæði, enda er smá herbergiskitra með sameiginlegu baði og eldunaraðstöðu komin yfir 80 þúsund krónur á mánuði eða meira.  Námsmaðurinn á námslánunum hefur ekki efni á að leigja lengur því námslánin eru svo lág.

Ástandið hér á íslandi er mjög einfalega hægt að skilgreina í einni stuttri setningu.

Ísland er ónýtt og að breytast í þrælanýlendu íhaldsins.

Skoðað: 3448

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir