Tekjulægsta fólkið í landinu á sök á verðbólgunni og vaxtahækkunum

Skoðað: 1523

Hinn takmarkaði heimur Bjarna Benediktssonar.
MYND: Gunnar Karlsson.

Það er alveg með ólíkindum að hlusta á fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra sem og áhangendur þeirra að saka tekjulægsta fólkið í landinu, fólkið sem er vandræðum með að ná endum saman í hverjum mánuði, að það eigi sök á vaxtahækkunum Seðlabankans og hækkun verðbólgu.  Svona málflutning stunda aðeins einstaklingar sem eru í engum tengslum við raunveruleika þess fólks sem þeir bera sakir á því flestir með greind yfir stofuhita vita og skilja að ástæðan er allt önnur og Stefán Ólafsson hagfræðingur hjá Eflingu Stéttarfélagi kemur vel inn á í pistli sínum sem lesa má hérna.
Þar segir meðal annars:

Er það fólk úr lægri tekjuhópunum sem er að þjaka þjóðarbúskapinn með ofneyslu? Fólkið sem á í basli við að ná endum saman?

Auðvitað ekki. Það er fólkið sem er með hærri tekjurnar og á meiri eignir sem skapar vandann. Það eru þau sem fara fimm sinnum til Tenerife á ári. Síðan tekur Seðlabankinn að sér að leggja verulega auknar vaxtabyrðar á skuldugt fólk í lægri tekjuhópunum – til að draga úr neyslu þeirra. Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk.

Auknar byrðar almenns launafólks, sem glímir þegar við óhóflegan húsnæðiskostnað og stórlega minnkandi húsnæðisstuðning af vaxtabótum, mun ekki draga úr ofneyslu efnaðri hluta þjóðarinnar.

En víkjum aftur að þeim rökum sem bæði Bjarni og Ásgeir hafa haldið á lofti varðandi vaxtahækkanirnar.
Bjarni sagði í gær á fundi með viðskiptaráði að vinnumarkaðurinn væri raunverulega vandamálið vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Krafist væri bæði krónutöluhækkana og að miðað yrði við stöðu verðbólgunnar núna.
Skömmu síðar sleit VR samningafundi sínum við Samtök Atvinnulífsins og þar á Bjarni Benediktsson mesta sök með þessum heimskulegu ummælum sínum.

Fyrr í gærmorgun hafði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kallað aðila vinnumarkaðarins á fund í stjórnrráðinu til að ítreka það að stjórnvöld væru tilbúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga.  Þetta eyðilagði Bjarni Ben aðeins nokkurm klukkutímum seinna með ummælum sínum á fundi Viðskiptaráðs og var viðræðunum þá slitið í kjölfarið enda bar of mikið í milli að sögn Ragnars Ingólfssonar formanns VR.

Útspil Seðlabankans á miðvikudaginn hafði mikil áhrif. Við vorum að ræða hugmyndir sem áttu að tala inn í stöðuna, það er að segja mjög háa verðbólgu og gríðarlega hátt vaxtastig og þessa erfiða stöðu sem blasir við heimilinum, bæði út af hækkun á nauðsynjavörum, eins og allir þekkja; matvöru, og gjaldskrárhækkunum sveitarfélagana, verðbólgan, húsnæðislánin og sömuleiðis leigan og allt þetta. Seðlabankastjóri, hann í rauninni ruddi þessu öllu út af borðinu

Stuðningur Bjarna við aðgerðir Seðlabanka hafði þarna úrslitaáhrif.

MYND: Gunnar Karlsson.

Fræg eru svo orð Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra um að veiking krónunar og hækkun vaxta sé tásumyndum frá Tenerife að kenna og vitnum við þá aftur í pistil Stefáns Ólafssonar hér að ofan þar sem öllum ætti að vera ljóst að það eru ekki tekjulægstu hópar þjóðfélagsins sem eiga sök á vaxtahækunum eða táslumyndum frá Tene því þangað fara þeir ekki þegar efnin á slíkum ferðalögum er ekki til staðar.

Það þarf alveg sérstaka tegund af heimskingjum til að koma með svona staðhæfingar og enn sérstakari heimskingja til að trúa svona fullyrðingum.

Skoðað: 1523

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir