Svona á að tæta rusl í fáum orðum

Skoðað: 3022

Bjarna Ben er lítið skemmt yfir niðurtætingu Björns á fjármálaáætlun hans.

Það er því miður ekki oft sem fólk verður vitni að því í umræðum á alþingi að þingmenn séu beinskeyttir og segi hlutina hreint út eins og þeir eru en það gerðist í gær þriðjudaginn 26. marz þegar Björn Leví Gunnarsson tók sig til og tætti í sig fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem hann gaf út á föstudaginn í síðustu viku og sýndi og sannaði að það eru til þingmenn sem hafa kjark og þor til að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru.

Björn tók skýrsluna og hreinlega tætti hana í sig og sannaði hverslag rusl hún er þegar upp er staðið.
Ræðuna má horfa á í spilaranum hér að neðan og við mælum með því að fólk fylgist vel með Bjarna Ben þegar líður að lokum ræðu Björns því ljóst er að honum er ekki skemmt undir ákúrum Píratans og þeim staðreyndum sem hann dregur fram um þau handarbaksvinnubrögð sem notuð voru við gerð þessarar skýrslu.

Þær rúmlega 10 mínútum sem fara í að hlusta og horfa eru svo sannarlega þess virði því það er ekki hægt að flokka þessa ræðu öðru vísi en algjöra ruslatætingu hjá Birni.

Ótrúlegt að hlusta á Wium Þór reyna að svara Birni því hann hefur nákvæmlega ekkert að segja heldur stamar og tafsar því hann veit að hann getur ekki hrakið það sem Björn sagði.

Björn útskýrir af hverju skýrslan er úrelt áður en hún er gefin út því hún er ekki unnin samkvæmt lögum.

Hægt er að horfa á alla umræðuna á vef alþingis og byrjar Björn Leví með sína ræðu klukkan 15:53 í listanum sem er undir spilaranum.

Skoðað: 3022

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir