Sárafátæktarsjóður í einu ríkasta landi veraldar
Skoðað: 2494
Ísland er eitt af ríkustu löndum heims þegar kemur að auðlindum á landi og í sjónum umhverfis þessa eyju norður í ballarhafi þar sem því er haldið á lofti að fólkið sé afkomendur víkinga og mikið gert úr þeirri ímynd landans.
Það skýtur því verulega skökku við þegar horft er á útskýringar stjórnvalda landsins að afkoma fólks einhver sú mesta í heimi og jöfnuður mestur og að þar drjúpi smjör af hverju strái enda segja meðaltöl það og því trúa líka mjög margir.
En þetta er áróður. Áróður og lygar þar sem notast er við meðaltalstölur þar sem reiknað er út frá minnstu mögulegu innkomu einstaklinga, sem sé fátæklinga á nánasarlegum bótum tryggingastofnunar og framfærslu sveitarfélaga eru upp til þeirra ríkustu sem greiða sér hundruði eða jafnvel þúsundir milljóna í arð á hverju ári og síðan er tekin lægsta talan og hæðsta talan og fengið út meðaltalið og því haldið á lofti að þetta meðaltal segi allt sem segja þar um hvað allir, já, það skal endurtekið ALLIR hafi það gott á íslandi.
Samt er búið að setja á fót sárafátæktarsjóð af Rauða krossi Íslands og sá hefur verið starfræktur síðan í mars á þessu ári.
Þegar hann var stofnaður voru skilyrði fyrir því að fá úthlutað úr honum höfð viljandi mjög ströng enda var von þeirra sem að honum stóðu að aldrei þyrfti að úthluta úr honum, það gæti hreinlega ekki verið að til væri fólk sem uppfyllti skilyrðin.
Annað kom á daginn því um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón.
Stjórnvöld bera ábyrgð og til fjölda ára hefur það verið reglan fyrir hverjar einustu kosningar að allir flokkar í framboði lofa upp á æru og trú að bæta hag aldraðra og öryrkja, segja það til skammar hvernig stjórnvöld höggva alltaf að þessum þjóðfélgashópum, haldi þeim í fátækt og geri ekkert fyrir þá nema níðast á þeim. Frægt er þegar Katrín Jakobsdóttir sagði fyrir síðustu kosningar að fátækt fólk gæti ekki beðið eftir réttlæti og það yrði að laga kjör þessara hópa ekki seinna en strax.
Ekki var blessuð konan fyrr búin að hljóta kosningu en hún sjálf sté í ræðustól alþingis og sagði að fátækasta fólkið yrði að bíða enn um sinn, hún hefði ekki tíma til að laga kjör þess, það væri meira áríðandi að lækka veiðigjöld á sígrátnandi útgerðargreifana sem moka milljörðum á hverju ári í eigin vasa og aflandsreikninga úr sameiginlegri auðlind íslendinga meðan almúginn sveltur heilu hungri og nær ekki endum saman á þeim kjörum sem honum býðst.
Ekki einu sinni fólk í fullri vinnu nær endum saman og dæmi eru þess að fólk þurfi að vinna allt að 200 til 250% vinnu til að ná inn fyrir öllum nauðsynjum.
Síðan furða stjórnvöld sig á því að öryrkjum fjölgi á íslandi?
Sýnir bara og sannar hvað stjórnmálamenn á íslandi eru í litlu sambandi við fólkið sem það á heita að vera í vinnu fyrir.
Nú eru rétt rúmar þrjár vikur til jóla og kvíði og áhyggjur hellast yfir láglaunafólk, aldraða og öryrkja. Launaþrællinn fékk sinn tæplega 100 þúsund kall í jólabónus, eða desemberuppbót eins og hún heitir á fagmáli, atvinnuleitendur fengu rúmlega 80 þúsund en öryrkjar og aldraðir mega enn einu sinni sætta sig við að þeim er af nánasar og nýskuhætti skammtaðar 20 til 40 þúsund krónur í desemberuppbót sem sæta svo skerðingum vegna skatta og annara tekna meðan skríllinn á alþingi fær sameinaða orlofs og desemberuppbót upp á 190 þúsund krónur til viðbótar við 1,1 milljón króna þingfararkaup sitt og ráðherrar fá líka 190 þúsund sem bætist við tæplega tveggja milljón króna laun þeirra.
Þegar svo félagsmálaráðherra er spurður hvers vegna fátækasta fólkið þurfi að beygja sig undir að fá aðeins helming þess sem vinnandi fólk fær og skert að auki er ekkert um svör, bara tafsað út og suður og snúið út úr eins og ráðherranum er eðlislægt þegar hann veit upp á sig sökina, skömmina og skíthælsháttinn því hann gat þó með einu pennastriki lagað kjör atvinnuleitenda, athugasemdalaust.
Spilling, leyndarhyggja, meðvirkni, ábyrðgarleysi og aumingjaskapur eru þau lýsingarorð sem best eiga við þá þingmenn sem sitja á alþingi íslendinga þó svo örfáar undantekningar séu þar á en þá eiga allir þingmenn núverandi stjórnarflokkana skilið þessar lýsingar á sér og margar verri að auki vegna svika sinna, lyga og sjálfhyggni.
Ef íslendingar væru komnir af viḱingum þá væru þeir í þessum skrifuðu orðum að moka ruslinu út úr alþingisihúsinu en af því þeir eru í raun og veru afkomendur þræla þá er ekkert að gerast annað en staðið á laugardögum á Austurvelli og gólað yfir tómum þingkofanum, spillingarliðinu sem þar situr inni á virkum dögum til mikillar kátinu.
Það er skömm að þessum aumingjaskap þings, forseta og þjóðar.
Skoðað: 2494