Óþroskaður fjármálaráðherra lifir í heimi blekkinga og lyga út frá fölsuðum tölum exelskjala

Skoðað: 5338

Þannig vinnur Bjarni Ben. MYND: Gunnar Karlsson.
Þannig vinnur Bjarni Ben.
MYND: Gunnar Karlsson.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður.

Af hverju tala um útgjöld ríkisins í milljörðum en hækkun á bótum almannatryggina til handa einstaklingum í prósentum?
Svarið við því er mjög einfalt, hann veit eins vel og hver annar með smá vitglóru í höfðinu að ef hann færi að nota krónutölur í umræðum um hækkun örorku og ellilífeyrisbóta þá sæu enn fleiri í gegnum þessar blekkingar sem hann og þingmenn stjórnarflokkana eru að nota með þessum aðferðum.  Tala um útgjöldin í milljörðum en hækkun bóta í prósentum.

LESA EINNIG: Opið bréf frá öryrkja til stjórnarþingmanna. Það er ljótt að ljúga og blekkja eins og þið gerið

Bjarni Benedikttson var hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgunn í þættinum Sprengisandur og þegar maður hlustar á þáttinn og hvernig Bjarni talar um þessa hluti þá fer fólk ósjálfrátt að hugsa um í hvaða heimi þessi maður býr.  Hann býr í það minnsta ekki í sömu veröld og lang flestir íslendingar því hugsunargangur hans er svo algjörlega á skjön við allt sem hægt er að miða við sem eðlilegt í þjóðfélaginu í dag.

Bjarni fær afturvirka hækkunn upp á 106.991 krónu á mánuði í 10 mánuði.
Bjarni fær afturvirka hækkunn upp á 106.991 krónu á mánuði í 10 mánuði.

Ein af þeim grundvallar villum sem Bjarni fer með í viðtalinu er sú, að bætur lífeyrisþega hafi hækkað um 3% á árinu 2015, (sirka 5.500 krónur brúttó) en staðreyndin er að sú hækkunn var til að leiðrétta kjör þeirra fyrir árið 2014 þó ekki hafi það verið afturvirkt.
Sjálfur hefur Bjarni fengið afturvirka hækkun á sín laun til fyrsta mars á þessu ári um 9,3% sem gerir í krónum talið 106.991,- krónu á mánuði eða í heildina í sem svarar 10 mánuði, 1.069.910,- krónur, en lífeyrisþegar eiga ekki að fá neitt þó svo lög kveði skýrt á um að svo skuli vera.

Stóru svikin við lífeyrisþega eru þau að reyna að halda því fram að 9,7% hækkun eftir áramótin 2015 – 2016, (um 20. þúsund krónur brúttó) séu mesta kjarabót fyrir öryrkja og aldraða sem stjórnvöld hafi framkvæmt og kaupmáttaraukningin verði aldrei meiri hjá þessum hópum en eftir þá hækkun sem er náttúrulega einhver sú versta lygi sem lífeyrisþegar hafa orðið vitni að enda var matarskattur hækkaður með tilheyrandi kostnaði fyrir þá verst settu í þjóðfélaginu því auðvita juku kaupmenn álagningu sína ofan á það svo lífeyrisþegar hafa úr enn minna að spila en áður því sú kaupmáttarskerðing sem þeir hafa orðið fyrir frá því núverandi stjórn tók við er á milli 25 og 30% í heildina.

Staðreyndin er samt sem áður sú að lífeyrisþegar eru áfram undir 200 þúsund krónum í útborguðum tekjum sem er langt, langt undir því viðmiði sem gefið hefur verið út af Velferðarráðuneytinu um framfærslu til handa einstaklingum svo þarna fer Bjarni enn einu sinni með staðreyndavillu sem mjög auðvelt er að hrekja og senda heim til föðurhúsana.

LESA EINNIG: Blekkingar stjórnarþingmanna um hækkun lífeyris

Ráðherra sem bæði brýtur lög á einstökum hópum í samfélaginu og þar að auki brýtur á stjórnarskrárbundnum rétti einstaklinga til að lifa mannsæmandi lífi á að segja af sér embætti enda er útséð um það að hann sé hæfur til að gegna þeirri ábyrgðarstöðu sem hann er í og meðan hann heldur áfram þessum fordæmalausa málflutningi sínum í garð öryrkja og aldraðra og hlustar ekki á einföld rök sem haf margsinnis verið talin upp fyrir honum og þingmönnum stjórnarflokkana þar sem borðleggjandi staðreyndir eru settar fram, þá er það umhugsunarefni hvernig siðferði hans er háttað sem og þroska.

Í viðtalinu varar Bjarni einnig við því að fólk hafi væntingar til að samningar náist um afturvirkni bóta því ríkissjórnin ætli ekki að verða við þeirri kröfu af hendi stjórnarandstöðnar eða almennings í landinu því þeir sem hafa verið skildir eftir án kjarabóta á þessu ári fái ekkert.

LESA EINNIG: Útskýringar fyrir treggáfaða þingmenn ríkisstjórnarflokkana

3% fengu öryrkjar um síðust áramót og ekkert síðan þó svo lögbundið sé að bætur skuli fylgja launaþróun.
3% fengu öryrkjar um síðust áramót og ekkert síðan þó svo lögbundið sé að bætur skuli fylgja launaþróun.

Það er því aldrei meiri þörf á því en núna að almenningur taki sig saman og mæti á þá samstöðufundi sem hafa verið boðaðir meðan á fjárlagaumræðunum stendur því aðeins þannig getum við fengið fleiri í lið með lífeyrisþegum, öldruðum og öryrkjum, til að snúa þessu óréttlæti, sem Bjarni boðar í viðtalinu, við með háværri kröfu um að öryrkjar og aldraðir fái afturvirkar hækkannir í samræmi við 69. grein laga um almannatryggingar.

Á morgunn, mánudaginn 14. des verður komið saman framan við Alþingi og því mótmælt kröftuglega að lífeyrisþegar skuli sitja eftir og ekki fá neinar kjarabætur afturvirkt eins og lög gera ráð fyrir og við hjá Skandall.is hvetjum alla sem hafa tök á því að mæta, því í krafti fjöldans getum við breytt þessu ef vilji er fyrir hendi.  Það eina sem þarf er samstaða og mæta þar sem við segjum frá staðreyndum um hvernig staðan er í raun og veru þegar kemur að bótum almannatrygginga og hættum að láta illa innrætta þingmenn og ráðherra blekkja okkur með prósentum.

LESA EINNIG:  Þjóðníðingar sem þiggja milljónir fyrir jólin en samþykkja að svelta öryrkja og aldraða rétt fyrir jól. Rétttrúnaður við flokksforistuna gengur fyrir

Sýnum samstöðu, mætum og tökum á þessari svívirðu í garð öryrkja og aldraðra.

Viðtalið við Bjarna í Sprengisandi í morgunn.

Skoðað: 5338

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir