Óskrifandi blaðamenn
Skoðað: 5479
Margir þeir sem rita fréttir á “stóru” fréttamiðlana á netinu eru með öllu óskrifandi á íslensku.
Þekkja ekki orð, orðasambönd og hvað þau þýða né heldur í hvaða samhengi þau eiga að vera.
Vont er síðan þegar fyrirtæki birta auglýsingar og þær eru vaðandi í mál og stafsetningarvillum.
Á facebook er hópur þar sem oftar en ekki birtast skjáskot af, bæði skemmtilegum málvillum og eins því sem mætti kalla hreina og klára misþyrmingu á íslensku máli.
Þýðingar sem rekja má beint til þýðingavéla á netinu og svo þeirrar einstaklega pirrandi áráttu sem margir ritarar, pistlahöfundar og greinaskrifarar hafa því miður tamið sér þann ósið að þýða beint upp úr ensku ýmsar málsgreinar sem verður til þess að viðkomandi “frétt” verður afkáraleg, stundum hlægileg en oftast grátlega heimskuleg og með öllu óskiljanleg.
Dæmin eru svo fjölmörg að það væri meira en mánaðarvinna, 12 tíma á dag að taka saman aulaskap, málvillur og þýðingar blaðamannabarnana óskrifandi.
Hér að neðan koma nokkur dæmi og hafa einstaka auglýsingar slæðst með.
Þeir sem eru sæmilega að sér í íslensku verða fljótir að rekast á villurnar.
Ef þið viljið meira af svona, þá gangið þið í þennan hóp á Facebook.
Skoðað: 5479