Öryrkjar fá jólabónus en aldraðir ekki
Skoðað: 4449
Marigir eldri borgarar eru æfir yfir þeim fréttum að öryrkjar skuli fá viðbætur á jólabónus við desemberuppbótina meðan þeir sem komnir eru á ellilaun eru skildir eftir og fá ekki neitt. Þeir óska þó öryrkjum til hamingju með að hafa fengið brot af réttlæti á sinn disk fyrir jólin þó sneiðin hafi ekki verið stór, því það gefur þó mörgum sem lítið fá alla jafna og jafnvel minna, möguleika á því að halda jól þetta árið.
Raddir eru uppi um að þetta sé brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinar.
Hulda Björnsdóttir eldri borgari sem búsett er í Portúgal vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar og spyr á sama tíma hvar stjórnarmenn í FEB og LEB séu þessa dagana, hvort þeir séu lagstir í COVID eða bara hreinlega í dvala.
Ég er argandi ill.
Ég gæti skrifað marga pistla í dag um það sem mér er efst í huga en ætla að láta þetta duga allavega í bili.Ég hlustaði á BB í opnu streymi og varð æf.
Er búin að sitja á mér núna í heilan sólarhring en fréttir frá ríkisstjórn sem ég sá áðan fylltu mælinn.
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum að öryrkjar fengju 50 þúsund króna jólauppbót, skatta og skerðingafrjálst.Ég gleðst fyrir hönd öryrkja og þeir eiga þetta svo sannarlega skilið.
Ríkisstjórnin ákvað líka að eftir áramót eigi að þokast í rétta átt með að fylgja 69. grein almannatryggingalaganna varðandi lögbundnar hækkanir.Öryrkjar eiga öfluga baráttusveit sem er nú að uppskera aðeins eins og hún sáði.Eldri borgarar fá ekkert auka og ekkert loforð um lögbundnar hækkanir ellilífeyrirs á næsta ári.
RÍKISSTJÓRNIN HATAR VENJULEGA ELDRI BORGARA. Ég hef reyndar vitað það lengi, um þennan haturshug til eldri borgara hjá BB og fleirum sem hafa mokað að eigin köku fyrir sig og sína ættingja þegar þeir verða eldri borgarar.
Það sem ærði mig er hvernig forysta eldri borgara steinheldur kj!Hvar er forysta eldri borgara?
Finnur Birgisson segir á sinni Fésbókarsíðu að ríkisstjórnin ætli að gera allskonar fyrir „atvinnuleitendur, lífeyrisþega, barnafjölskyldur og félagslega viðkvæma hópa,“ – þ.e.a.s. alla nema tekjulágu ellilífeyrisþegana.
Færslu Finns má lesa hér að neðan.
En svona eru vinnubrögðin hjá “bestu og mestu réttlætis og jafnaðarstjórn”, (eins og forráðamenn hennar, Bjarni, Katrín og Sigurður telja hana vera), sem ríkt hefur á íslandi til þessa.
Skoðað: 4449