Opið bréf frá öryrkja til stjórnarþingmanna. Það er ljótt að ljúga og blekkja eins og þið gerið

Skoðað: 7674

Þetta fólk og gjörðir þeirra mega aldrei gleymast.
Þetta fólk og gjörðir þeirra mega aldrei gleymast.

Þegar þingmenn og ráðherrar í ríkisstjórnarflokkunum stíga fram og fara ítrekað með rangt mál, hvort heldur það er viljandi eða vegna þess að þeir hafa verið blekktir til þess af foristumönnum viðkomandi flokka, hlýtur fólk að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeim sé treystandi til að fara með fjármál og velferð heillar þjóðar?

Þeir 29 þingmenn sem sögðu nei við afturvirkum hækkunum til handa öryrkjum og öldruðum á dögunum, hafa hver af öðrum sent svar við fyrirspurnum til fólks sem hefur skrifað þeim og það svar er með slíkum ólíkindum að skömm og smán er af því.
Staðlað svar til eins sem sendi póst á þingmann, en þrjú önnur svör sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum, eða við hjá Skandall.is höfum fengið send frá fólki, eru öll nákvæmlega eins og vísa aðeins í blekkingu og ósanndi fjármálaráðherra, Bjarna Ben.

Svar frá alþingismanni sem ég sendi erindi til:

Takk fyrir skynsamlega nálgun [nafn móttakand]. Þetta er líka flókið mál sem er ekki auðvelt fyrir alla að setja sig inn í. Þeir sem þurfa á bótum að halda eiga rétt á að lifa góðu og sanngjörnu lífi. Hvort tillaga minnihlutans hafi tryggt það efast ég um. En með markvissum aðgerðum í að bæta hag þjóðarinnar og ríkissjóðs mun verða auðveldara að gera betur fyrir þann hóp fólks. Hér að neðan set ég smá samantekt um málið.

Allir eru sammála um að hægt sé og að það þurfi að gera betur fyrir aldraða og öryrkja. Það eru allir og hafa verið að vinna að því á fjölbreyttan hátt því get ég lofað. Ég ber mikla virðingu fyrir öldruðu og öryrkjum og mun gera áfram hvort sem þau treysta mér eða ekki.
Það sem er á ferðinni núna er hins vegar það að stjórnarandstaðan er að nýta sér umræðu dagsins um mjög svo flókið og viðkvæmt mál til að klekkja á stjórnarflokkunum og bjarga eigin lífi. Þetta finnst mér vera ósvífið, að vekja upp reiði og sundrungu á aðventunni, með svona vinnubrögðum sem kemur engum til góðs.
Allar staðreyndir í þessu máli styðja við þá ákvörðun að segja ekki já við fals tillögu minni hlutans. Margir hafa kosið að horfa framhjá þessum staðreyndum í umræðunni.
Ég ætla að nefna nokkrar þeirra:
Laun og bætur eru ekki sami hluturinn og margt þar sem ekki er hægt að bera saman.
Bætur hækkuðu um 3% s.l. janúar en ekki laun á vinnumarkaði. Þess vegna fær vinnumarkaðurinn afturvirkni núna. Til að koma til móts við það sem upp á vantar í afturvirkninni munu bætur hækka um 9,7% núna 1. janúar en ekki 6,9%.
1. janúar n.k. munu bætur almannatrygginga hækka um 9,7% og þá munu þær vera hærri en lámarkslaun. Þar ofan á eru í sumum tilfellum þeir sem treysta á bætur almannatrygginga einnig með heimilisuppbót, barnalífeyri og fleira ofan á sínar lámarks bætur sem sá á lámarks laununum hefur ekki.
Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar er tryggt að bætur hækki 1. janúar hvers árs „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ – Þarna er öldruðum og öryrkjum tryggður stöðuleiki í kjarabótum samkvæmt launaþróun. Einnig er þeim tryggt að bætur hækki aldrei minna en verðlag.
Þetta gerir það að verkum að þeir sem eru á bótum almannatrygginga þurfa ekki að taka þátt í niðursveiflu í þjóðfélaginu. Nema þá með sérstakri ákvörðun eins og síðasta ríkisstjórn gerði.
Vegna þessarar tryggingar í 69. gr. almannatryggingalaganna er uppsöfnuð hækkun bóta frá árinu 2014 17,1% en verðlag hefur hækkað um 7,1% á sama tíma.
Það var fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar að afnema þær skerðingar sem síðasta ríkisstjórn setti á. Með því hefur öldruðum og öryrkjum verið skilað 22,4 milljörðum króna frá því um sumarið 2013.

Þá má einnig minnast á fullt af öðrum verkefnum sem eru í gangi til að bæta hag þessa góða hóps fólks.
T.d. forgangsröðun heilbrigðisráðherra í eflingu heimahjúkrunar og fjölgun hjúkrunarrýma.
Úrvinnsla úr tillögum nefndar um greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu.
Heildar endurskoðun á almannatryggingakerfinu með aðkomu allra hagsmunaaðila.

Þarna er hver rangfærslan á fætur annari og ótrúlegt að þingmenn skuli ekki þora að tala um þessar smánarbætur sem öryrkjar og aldraðir fá öðruvísi en í prósentum, en þegar það er rætt um þá upphæð sem ríkisstjórnin á að hafa bætt í málaflokkinn, þá er hægt að tala um það í krónum.  Þannig vinnubrögð og svoleiðis svör eru engum til sóma en því meir til skammar þeim sem það gerir því það sýnir og sannar hvað viðkomandi þingmenn eru hræddir við að upp komist um lygarnar og blekkingarnar ef þeir fara að tala um kjör þessara hópa í krónum og aurum.

Þegar þingmenn stjórnarflokkana fara að ráðast á stjórnarandstöðuna og saka hana um að vekja upp reiði og sundrung á aðventunni, þá er það eitthvað það aumasta yfirklór sem hægt er að hugsa sér því staðreyndin er sú að það eru stjórnarflokkarnir, formenn þeirra, ráðherrar og almennir þingmenn sem hafa gert almenning í landinu öskureiðan með aðgerðum sínum.  Aðgerðum sem halda lífeyrisþegum í klóm fátæktar og gerir þeim ókleyft með öllu að halda jólin hátíðleg því þetta er eini hópurin í landinu sem hefur ekki fengið þær kjarabætur sem skilgreindar eru í lögum um almannatryggingar þar sem skýrt er kveðið á um að bætur almannatryggina skuli taka mið af launaþróun.  Það hafa þær ekki gert og í því tilfelli á ekki að miða við prósentuútreikninga heldur hvað laun hafa hækkað á almennum launamarkaði í krónum talið.
Bætur eru ekki laun er sagt í svarinu en það er rangt.  Þetta eru oftar en ekki einu “laun” lífeyrisþega og alveg hægt að skilgreina bæturnar sem laun eða tekjur því það er í raun full vinna að vera öryrki eða aldraður með öllu því sem fylgir, 24 tíma sólarhringsins, alla daga ársins.
Allt annað er blekking og komum aðeins nánar inn á það seinna og útskýrum það þannig að meira að segja fimm ára barn gæti ekki misskilið það.

3% fengu öryrkjar um síðust áramót og ekkert síðan þó svo lögbundið sé að bætur skuli fylgja launaþróun.
3% fengu öryrkjar um síðust áramót og ekkert síðan þó svo lögbundið sé að bætur skuli fylgja launaþróun.

Á meðfylgjandi mynd hér til hliðar má sjá útreikninga frá Öryrkjarbandalagi Íslands þar sem kemur nákvæmlega fram hvernig bætur öryrkja, (og aldraðra) hafa þróast frá 1. jan 2009 fram til í jan á þessu ári.  Þeir sem halda að prósenturnar hafi eitthvað að segja í þessu tilfelli skal bent á þá staðreynd að það er verið að tala um svo lágar upphæðir að skömm er að þeim.  Sérstaklega þeim sem talað er um að lífeyrisþegar skuli fá þann 1. jan 2016 því það nær ekki einu sinni 20 þúsund krónum í heildina.
Takið sérstaklega eftir stjörnumerkingunni árið 2011 og útskýringum við hana því þar kemur skýrt fram að síðasta ríkisstjórn hækkaði bætur 1. júní það ár í samræmi við KRÓNUTÖLUHÆKKUN KJARASAMNINGA ASÍ OG SA.  Eitthvað sem núverandi ríkisstjórn er að svíkja öyrkja og aldraða um á sjálfri aðventunni.

Síðan eru það hreinar og klárar lygar að bætur almannatrygginga hafi hækkað um 17,1% frá árinu 2014, því það kemur alveg skýrt fram í útreikningum ÖBÍ að í jan. 2013 hækkuðu bætur um 3,9%, (vinstri stjórnin var þá enn við völd).
1. jan 2014 hækkuðu þær um 3,6% og í jan 2015 um 3%.
Þetta gera þá í tíð núverandi ríkisstjórnar aðeins 6,6% hækkunn en ef við tökum frá 2013 þá er hækkunin 10,5%.

Þetta eru grjótharðar staðreyndir sem þingmenn stjórnarflokkana ættu að vita ef þeir kynntu sér staðreyndir í stað þess að láta fjármálaráðherra íslands ljúga sig blindfulla af blekkingum og lygum.

Þá skulum við aðeins fara að snúa þessu upp í krónur og aura fyrir þá sem neita að horfast í augu við staðreyndir og sannleikann í þessu öllu saman en kjósa að láta blekkja sig þar með blekkja aðra með innantómum prósentutölum sem aðeins illa innrættir einstaklingar nota til fegra sig og svik sín gagnvart lífeyrisþegum og almenningi í landinu.

Hér fyrir neðan eru útreikningar í krónum frá ÖBÍ þar sem sést nákvæmlega hver hækkunin hefur orðið hjá öryrkjum og öldruðum frá árinu 2011 til dagsins í dag.
Það væri ágætt að þinmenn stjórnarflokkana kynntu sér þetta skjal frá ÖBÍ með því að smella hérna.

Samanburður á hækkunum lífeyris almannatrygginga og þjóðkjörinna fulltrúa (forsætisráðherra, ráðherrar og þingmenn).
Hækkanir á mánuði á árunum 2010-2015 sbr. grein:
Ár 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Samtals
Forsætisráðherra 0 217,020 40,321 38,751 41,857 118,384 456,333
Ráðherrar 0 186,144 36,440 35,022 37,828 106,991 402,425
Þingmenn 0 69,559 20,634 19,831 21,421 96,585 228,030
Lífeyrir almannatrygginga (án heimilisuppbótar) 0 15,530 5,916 6,823 6,544 5,649 40,462
Lífeyrir almannatrygginga (með heimilisuppbót) 0 16,140 6,865 7,917 7,593 6,555 45,070
Staðreyndirnar ljúga ekki.
Staðreyndirnar ljúga ekki.

Meðfylgjandi graf sýnir þetta enn betur og útskýra það sjónrænt hvernig lífeyrisþegar hafa stöðugt dregist aftur úr í þróun tekna í þjóðfélaginu og með því að miða við myndina að ofan sem sýnir þetta í prósentum ætti að vera auðvelt að sjá hversu smánarupphæðir þetta eru í raun og veru.

Það væri því ákaflega gott ef þingmann stjórnarflokkana kynntu sér hver sannleikurinn er í máli aldraðra og öryrkja í stað þess að koma eins illa og óheiðarlega fram og raun ber vitni þar sem þeir eru greinilega mjög illa inni í staðreyndum mála hvað varðar kjör öryrkja og aldraðra viðkemur en láta þess í stað illa innrætta foristu flokkana mata sig á upplognum tölum og fölsuðum gögnum þar sem stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þeirra.

Til ykkar, þingmenn stjórnarflokkana, opnið augun.
Staðreyndirnar blasa við ykkur ef þið hafið bara fyrir því að kynna ykkur þær og enn og aftur er vert að minna ykkur á það að alla tíð hafa lífeyrisþegar fengið bæturnar hækkaðar afturvirkt í samræmið við samninga á almennum vinnumarkaði, í krónutölu en ekki prósentum, þangað til núna.

Þetta verður til þess að þúsundir fjölskyldna koma ekki til með að geta haldið jól og það er á ykkar ábyrgð, ekki þingmanna stjórnarandstöðunar heldur ykkar að börn þessa fólks fær ekki að halda gleðileg jól ef þið látið ekki af þessari heimskulegu þrjósku ykkar að afneita staðreyndum.

Skoðað: 7674

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir