Kjararáð var skipað af núverandi ríkisstjórn

Kjararáð var skipað af núverandi ríkisstjórn

Skoðað: 6725

3% fengu öryrkjar um síðust áramót og ekkert síðan þó svo lögbundið sé að bætur skuli fylgja launaþróun.
3% fengu öryrkjar um síðust áramót og ekkert síðan þó svo lögbundið sé að bætur skuli fylgja launaþróun.

Það er ótrúlega kaldhæðnislegt þegar maður fer að skoða skipan Kjararáðs sem nú situr og hækkaði laun æðstu embættismanna landsins níu mánuði aftur í tíman um 60 til 200 þúsund á mánuði, að það var núverandi ríkisstjórn og alþingi sem skipaði meðlimi þess frá árinu 2014 til ársins 2018.

Það er kaldhæðni í þessu því eins og kemur fram í pistli hjá Jack Daniels, þá hraunaði Bjarni Ben yfir þetta sama Kjararáð í viðtali á Vísir.is 16. sept síðastliðin.
Þar sagði hann meðal annars:

Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það.

Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því.

Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð.

Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.

Það er oftar en ekki með hreinum ólíkindum að hlusta að þvættinginn sem fjármálaráðherra lætur frá sér í fjölmiðlum og lítið ef ekkert mark á því takandi, enda eru staðreyndir og sannleikur eitthvað sem hentar honum illa og þá er betra að grípa til ósanninda eða snúa út úr og svara engu.

Skoðum Kjararáð aðeins betur, hverjir þar sitja og í hvers umboði.

Skipan kjararáðs frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018:

Aðalmenn:

  • Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi
  • Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi
  • Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi
  • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti
  • Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra

Varamenn:

  • Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi
  • Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi
  • Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi
  • Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti
  • Þórlindur Kjartansson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra

Hér má síðan skoða hverjir það eru sem heyra undir Kjararáð sem ákvaraðr laun þeirra og kjör.

Skoðað: 6725

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka