Jólunum stolið af fátækasta fólkinu á Íslandi

Skoðað: 2475

Fyrir nokkru síðan var ákveðið á Alþingi að greiða skyldi öllum öryrkjum á íslandi 50 þúsund krónur skatta og skerðingarlaust svo þeir gætu í það minnsta haldið jólahátíðina upp að einhverju marki og skyldi sú upphæð greiðast út ekki seinna en 18. desember næstkomandi.

Í dag birtir síðan Öryrkjabandalag Íslands stutta tilkynningu á fésbókarsíðu sinni sem lesa má á meðfylgjandi mynd með pistlinum þar sem kemur fram að TR hefur ákveðið EINHLIÐA að fresta greiðslunni til 31. desember og með því hreinlega stela jólunum af fátækasta fólkinu á íslandi.
Með gramsi á heimasíðu TR ásamt því að fara í gegnum heimasíður þeirra ráðaneyta sem hafa með þessi mál að gera hefur ekki fundist stafkrókur um þessa frestun og verður því að áætla sem svo að þetta sé ekkert annað en geðþóttaákvörðun forstjóra og stjórnar Tryggingarstofnunar Ríkisins.

Nú þarf ráðherra félagsmála sem og ráðherra fjármála ásamt forsætisráðherra að stíga inn og stoppa þetta mannhatandi batterí sem Tryggingastofnun er, því þetta flokkast ekki undir neitt annað en mannvonsku, níðingshátt og pyntingar að koma svona fram við fátækt fólk.

Skoðað: 2475

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir