Sjúkratryggingar synja fötluðum um hjálpartæki
Skoðað: 4039
Hvað eftir annað kemur fólk sem þarf á hjálpartækjum daglegs lífs að lokuðum dyrum hjá Sjúkratryggingum Íslands að því leitinu að því er synjað um nauðsynleg hjálpartæki sem eiga að auðvelda þeim daglegt líf sitt.
Þetta fékk Marianna Vilbergs Hafsteinsdottir að reyna núna nýlega þegar hún sótti um spelkur til að halda niðri spasma og fótunum beinum. Þetta er eitthvað sem hún þarf nauðsynlega á að halda en gamlar spelkur sem hún hefur notast við í nokkur ár, meiða hana og særa og veita henni ekki það öryggi sem hún þarf á að halda.
Orðrétt segir Maríanna:
Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er svo yfirþyrmandi reið og sár. Ég er farin að skilja fólk sem virkilega gefst upp á kerfinu okkar. Hverjum á þetta að hjálpa? Fyrir hverja er þetta kerfi byggt upp fyrir?
Ég fékk fyrstu spelkurnar, loksins eftir puð, mælingar og pappírsvesen og heimsóknir niðri stoð og fl. fékk ég þær samþykktar, það eru u.m.þ. tveimur árum síðan. En þær eru að meiða mig og merja mig, ég fæ sár og er öll marin eftir spelkurnar, ég svitna og fæ blöðrur undan þeim. Ég er mjög virk og æfi mikið, tilgangur spelknanna að mér skylst á að vera öryggi, til að halda löppunum beinum og halda spasmanum niðri sem mikill, til að styðja við fæturnar þegar ég geri æfingar og fleira. Þessar spelkur á ég að vera með frá morgni til kvöld. Mig virkilega vantar almennilegar spelkur. Það var búið að gefa mér von um að fá nýjar spelkur sem væru mýkri og léttari og mun hentugri fyrir það sem ég er að gera, veita mun meiri stuðning fyrir spasmann og veita mér öryggi. Ég fékk höfnun, vegna skorts á mælingum og skort á nánari uppl. varðandi göngugetu. Þá fór ég upp í Stoð og fór í skoðun og viðtal hjá Guðmundi. Fékk útprentun um hvernig spelkurnar myndu líta út. Ég hef beðið mjög spennt eftir samþykki frá Sjúkratryggingum Íslands í nokkra langa mánuði, í dag gat ég ekki setið á mér lengur og beðið aðgerðalaus svo ég hringdi niðureftir og fékk þær fréttir að beiðninni fyrir nýju spelkunum væri hafnað, í annað sinn. Ég er miður mín. Næst liggur boltinn hjá sjúkraþjálfaranum, því bæði heimilislæknirinn og Guðmundur í Stoð eru búnir að senda beiðnir til sjúkratrygginga, þar sem það reyndist ekki duga. Mun það virka? Ég þekki því miður nokkra sem hafa lent í þvílíkum ógöngum og eiga ekki rétt á hjálpartækjum þrátt fyrir að vera 75 % öryrkjar og ógöngufærir, eða með aðra kvilla eða fötlun. Eigum við ekki sama rétt á að lifa og hreyfa okkur eins og allir hinir. Mér finnst kerfið okkar sem á að vera til staðar fyrir okkur og aðstoða okkur er að setja okkur sem erum ekki fullfær í sérflokk. Ég elska að fara út og umgangast fólk og gera æfingar alls staðar sem ég sé völ á, en fólk sem á ekki rétt á nauðsynlegum hjálpartækjum á mun erfiðara með að þrjóskast í gegnum þetta alls saman, en guði sé lof fyrir mína þrjósku því ég held alltaf áfram. Mér finnst bara virkilega óréttlátt að fólk þurfi að eyða mestu okrunni í að sækja margoft um þau hjálpartæki sem ættu að vera sjálfsögð mannréttindi.
Kv. Ein virkilega pirruð!
Þetta er ekkert einsdæmi því hvað eftir annað sjáum við á samfélagsmiðlum frá vandræðum fólks við þessa stofnun þar sem því er synjað um hjálpartæki daglegs lífs.
Meira að segja hafa þeir gengið svo langt að neita sjúklingum um lyf þegar það hefur verið komið í vanskil við stofnunina. Lyf sem eru fólki jafnvel lífsnauðsynleg.
Það fór ekkert hljótt þegar Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga var í viðtali vegna málefna sjúkrahótels Sinnum fyrr í sumar en þá vakti það athygli fólks hvað hann varði rekstur hótelsins grimmt. Síðar kom í ljós að hann og Ásta Þórarinsdóttir eru samherjar í pólitík en þau störfuðu bæði innan sjálfstæðisflokksins á sama tíma og Stundin fjallaði um eftir Kastljósþátt fyrr í vor.
Steingrímur Ari var í nærri áratug aðstoðarmaður Friðriks Sófussonar, þáverandi fjármálaráðherra. Hann var ráðinn aðstoðarmaður Friðriks árið 1991 en áður hafði hann starfað sem hagfræðingur hjá Verslunarráði Íslands og meðal annars verið formaður skattamálanefndar Sjálfstæðisflokksins. Hann var svo varaformaður stjórnar LÍN um tíma áður en hann fékk starf sem framkvæmdastjóri LÍN um svipað leyti og Friðrik hætti sem ráðherra og tók til starfa sem framkvæmdastjóri Landsvirkjunar. Árið 2008 tók Ásta tímabundið við af Steingrími Ara sem framkvæmdastjóri LÍN.
Það er hverjum manni ljóst sem vill sjá það, að Steingrímur Ari er hagsmunapotari og stjórnar illa þeim stofnunum sem honum hefur verið trúað fyrir og sést það best á því að marga mánuði og jafnvel ár getur tekið fyrir fólk með fötlun að fá lögbundna aðstoð þessarar stofnunar.
Skoðað: 4039