HVAR ERU FJÖLMIÐLAR ÍSLANDS?

Skoðað: 3563

Þetta á bæði við um stjórnmálin og því miður, fjölmiðla. MYND: Gys.is
Þetta á bæði við um stjórnmálin og því miður, fjölmiðla.
MYND: Gys.is

Það er æpandi þögn sem öskrar á mann frá fjölmiðlum á Íslandi þegar þeim er send tilkynning þess efnis að það er boðað til mótmæla á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið fimmtudaginn 12. nóvember næstkomandi klukkan 18.00, þar sem þess verður krafist að alþingi og sér í lagi ríkisstjórn Íslands hætti þeim níðingsskap og mannréttindabrotum sem þeir fremja á fólkinu sem byggði upp þetta land með blóðugum höndum og það velferðarkerfi sem núverandi stjórnvöld keppast við að eyðileggja.

Davíð Bergmann Davíðsson segir að hann hafi haft samband við þá helstu en þeir sem eru jákvæðir og ætla sinna þessu eru Frosti og Máni á X-inu.  Andri Freyr á Rás 2 og Markús á Sögu en engar sjónvarpsstöðvar.  Þær hafa þó allar fengið tilkynningar um að þetta sé á döfinni.

Davíð varð landsfrægur á einum degi þegar hann stefndi saman fjölda bifhjólafólks til að ljá heyrnar og mállausum rödd undir umræðum á alþingi þegar rædd voru málefni varðandi túlkunnarsjóð sem orðinn var fjárvana.

Myndbandið má sá hér að neðan og mættu yfir 100 bifhjól í þessa mótmælakeyrslu.

Hverra hagsmuna eru fjölmiðlar á Íslandi að gæta þegar upp er staðið og hvers vegna þegja þeir um ákveðin málefni sem eiga fullann rétt á að fjallað sé um af hörku og stjórnendur landsins beittir mun harðari meðferð heldur þessir sem er kölluð siklihaskinn þar sem fréttamenn liggur við biðjast afsökunnar á að spyrja spurninga sem varða almannahagsmuni?

Fréttamenn sem vilja halda einhverri virðingu meðal almennings og láta taka mark á sér, verða að leggja frá sér silkihanskana og taka upp járnhnefana og láta þá dynja á pólitíkusum og þá aðalega ráðherrum og krefja þá svara fyrir hönd almennings í landinu.
Það gengur ekki lengur að bleyður og rassasleikjur séu berandi lygaþvættinginn frá ráðherrum og þingmönnum á borð fyrir almenning í landinu því fólk sér í gegnum slík vinnubrögð og er löngu hætt að þola þau.

Við hér á Skandall.is gerum þá einföldu kröfu til fjölmiðla og þá sérstaklega fréttastofu RÚV, sem á jú að vera fréttastofa okkar sem greiðum fyrir rekstur hennar, að hún fari að taka sig saman í andlitinu og hætti að láta formann fjárlaganefndar kúga sig til hlýðni og fari að flytja raunverulegar fréttir af því ástandi sem orðið er í þessu landi og því sem er að gerast í málefnum aldraðara og þjónustu við þá svo dæmi sé tekið.

Fyrir fréttamenn og fréttastofur landsins og þeim til glöggvunar um hvað málið snýst, þá er hér myndband sem við hvetjum alla til að horfa á og deila á allar fréttastofur landsins með þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa þessu að viðgangast með þögn sinni.

Hér að neðan er síðan ástæða þess að Davíð kallar saman fólk saman að nýju því all flestir eiga jú aldraða ættingja sem margir hverjir þurfa á umönnun að halda vegna elli og veikinda og sjálf munum við enda gömul og lasin, endist okkur aldur til og þá viljum við að sjálfsögðu fá mannsæmandi þjónustu.
Þjónustu sem því miður er ekki til staðar í dag vegna þeirrar stefnu sem stjórnvöld berjast fyrir, en það er að einka(vina)væða allt sem hið opinbera á lögum og stjórnarskrá samkvæmt að sjá um.

Horfið, hlustið og deilið þessu myndbandi sem og viðburðinum til vina ykkar og ættingja og hvetjið þá til að mæta og munið og minnist á það, að þið verðið líka gömul og lasin og þurfið þjónustu á elliárunum svo þetta er ykkar hagur og ykkar framtíð sem liggur undir.

Hér er um hagsmuni alls almennings að ræða.

Skoðað: 3563

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir