Hjólastólarallý niður Kambana í kvöld

Hjólastólarallý niður Kambana í kvöld

Skoðað: 2088

Hjólastólarally niður Kambana.

Fyrsta janúar árið 2018 fékk hún svo heiftarlegt kast af sínum sjúkdómi að hún missti sjón, heyrn og mál í nærri 28 vikur auk þess að lamast nánast algjörlega í andliti.
Í dag, 5. ágúst 2019 ætlar þessi hörkuduglega kona að hefja ferðalag til að vekja athygli á því ástandi sem orðið er í heilbrigðismálum á íslandi og þeim ömurlegu aðstæðum sem fatlaðir þurfa að berjast við á hverjum einsta degi allan ársins hring.

Klukkan 17:00 í dag byrjar æfintýrið við Olís hjá Rauðavatni þar sem fólk kemur saman og skiplagningin verður kláruð en meiningin er að ralýið niður Kambana hefjist á slaginu klukka sex í kvöld á Kambabrún og rúllað verður niður í Hveragerði í þessum fyrsta hluta ferðar sem kemur til með að spanna 111 kílómetra á handaflinu einu saman en þann 7. ágúst ætlar þessi hörkukona, sem bundin er í hjólastól, að leggja af stað aftur frá Sunnumörk í Hveragerði og enda ferðina við Skógarfoss.

Konan heitir Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir og færsluna í heild sinni má lesa hér að neðan.

 

Skoðað: 2088

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka