Eftir tveggja ára stjórn Katrínar Jakobs bíður fátækasta fólkið enn eftir réttlætinu

Skoðað: 2863

Krýning svikadrotningarinar.

Fyrir réttum tveimur árum talaði Katrín Jakobsdóttir formaður VG mikið um það óréttlæti sem fátækasta fólkið á íslandi þyrfti að búa við undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem ríkt hefðu yfir landinu fjögur árin á undan og hrópaði það hástöfum hvað eftir annað í ræðum sínum að þetta fólk gæti ekki beðið lengur eftir réttlæti frá ríkjandi valdhöfum og að það væri nauðsynlegt að gera stórar breytingar eftir kosningarnar 2017 kæmist VG og hún í oddastöðu.

Orð hennar hrifu fólk með sér og fylgið jókst svo annað eins hafði ekki sést um langa hríð og VG og Kata komust í oddastöðu eftir að niðurstöður kosningana lágu fyrir. Bjóst fólk nú við því að fá umbótastjórn sem tæki á spillingu og svikum fyrri stjórna þar sem þeir verst settu í þjóðfélaginu yrðu settir í forgang fyrir bættum kjörum og að auðmenn landsins færu nú loksins að greiða sinn skerf til reksturs þjóðfélagsins eins og þeim ber í raun.

En nei.  Því var svo sannarlega ekki fyrir að fara hjá Katrínu því þegar hún var búin að látast í nokkrar vikur með viðræðum við vinstri og miðjuflokka felldi hún grímuna og myndaði stjórn með Sjálfstæðis og Framsóknarflokknum, flokkum sem hún hafði hvað eftir annað lýst yfir að væru algjörlegla óstjórntækir og yrði að halda með öllum ráðum frá ríkisstjórnum í fyrirsjáanlegri framtíð.

Fólki var illa brugðið og sumir sögðu það eins og éta skít næstu fjögur árin að fá þessa niðurstöðu og gengu úr flokkinum.  Almennir flokksfélagar sátu agndofa eftir þessa niðurstöðu og litu á þetta stjórnarsamstarf sem svik af hálfu Katrínar við þá sem höfðu kosið flokkinn, sérstaklega þeir sem höfðu kosið hann út á þau orð hennar að fátækasta fólkið ætti ekki að þurfa að bíða eftir réttlæti enda kom á daginn í stefnuræðu hennar það árið að það voru orðin tóm.
Allt saman lýgi og skrum því í stefnuræðu sinni stóð hún keik í pontu alþingis og lýsti því fjálglega yfir að fátækasta fólkið yrði að bíða eftir réttlætinu eins lengi og henni þóknaðist að það biði, þó það þýddi ekkert annað en dauðan fyrir margt af því fólki.

Í dag er fátækasta fólkið enn að bíða eftir réttlætinu sem Katrín talaði um en ekkert bólar á því enn sem komið er og ekkert talaði hún um það í stefnuræðu sinni í gærkvöldi.

Talandi um svik og hræsni hjá Katrínu er vægt til orða tekið.

Skoðað: 2863

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir