Myndbönd

Myndbönd eru hluti af daglegri flóru og hér eru myndböndin sem sanna og staðfesta skandalana.
Lára Hanna Einarsdóttir hefur verið gífurlega öflug að klippa saman myndbönd sem sýna og sanna hvað eftir annað tvöfeldni, þrefeldni og margfeldnina hjá ráðamönnum þjóðarinar og hvernig þeir skipta um skoðanir eftir því hvernig vindurinn blæs eða hvernig þeim hentar í það og það sinnið.
Mörg eru þau tilvikin sem fólk hefur jafnan þrætt fyrir eigin orð en sannanirnar gegn þeim eru þeirra eigin orð þegar á reynir og þá er gagnabanki Láru ómissandi.