Bjarni Ben hefur ekki svarað tölvupóstum Öyrkjabandalagsins í þrjú ár

Skoðað: 2168

Stundum biður Bjarni Ben um meira en hann ræður við og sé þetta rétt, að hann svari ekki tölvupóstum af því honum hentar það ekki þá er illa komið fyrir þjóðinni að hafa slíkan ræfil í þjónustu fólksins í landinu, hvort heldur það er þingmaður og enn verra að ráðherra svari ekki einstökum félagssamtökum eða hagsmunasamtökum sem þurf að ræða við hann.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir sagði í stöðufærslu þar sem hún svaraði Bjarna Ben og er vitnað til hér í öðrum pistli, að hún sé ánægð að fá að ræða við hann þó það sé á vettvangi samfélagsmiðla og sé það hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um.

Ráðherra sem svarar ekki tölvupóstum í mörg ár, jafnvel heilt kjörtímabil er búinn að fyrirgera rétti sínum til að starfa í þjónustu almennings í landinu því það er jú það sem þingmaður og ráðherra er, þjónn almennings en ekki yfirvald eða höfðingi heldur réttur og sléttur þjónn.

Skoðað: 2168

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir