UPPFÆRT! Að niðurlægja þjóð sína á alþjóðavettvangi
Skoðað: 5307
Aldrei hefur nokkur einasti þjóðhöfðingi sýnt af sér eins mikinn dónaskap gagnvart alþjóðasamfélaginu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra íslands að þekkjast ekki boð Franskra stjórnvalda vegna hryðjuverkana í París í síðustu viku.
Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna voru viðstaddir athöfnina og hefur Sigmundur Davíð verið gagnrýndur fyrir fjarveruna.
Skopmyndir eru þegar farnar að birtast sem eiga að sýna innræti hans vegna þessarar hegðunar.
Engar upplýsingar hafa enn fengist hvaða ástæður lágu að baki því að hann mætti ekki og enn meiri er skömmin að enginn annar ráðherra skyldi mæta á viðburðinn í Frakklandi, ekki einu sinni sendiherraíslands í París, heldur sendi hann staðgengil sinn til að vera við athöfnina.
Hér að neðan má sjá skopmynd sem nú gengur um netið en hún á að lýsa innræti “hæstvirts” forsætisráðherra íslands.
UPPFÆRT KLUKKAN 22.40.
Tilkynning frá Forsætisráðaneytinu!
Síðdegis á föstudag barst forsætisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og skrifstofu forseta Íslands orðsending frá sendiráði Frakklands á Íslandi þar sem segir að erlendum gestum standi til boða að taka þátt í samstöðugöngunni sem efnt var til í París í dag. Í bréfinu voru einnig þakkaðar orðsendingar og auðsýnd samúð og samstaða íslenskra stjórnvalda vegna málsins (sjá meðfylgjandi viðhengi).
Rétt er að taka fram, að ekki var um að ræða boð Frakklandsforseta til forsætisráðherra Íslands eins og haldið var fram í nokkrum fréttum í dag. Vísað er í meðfylgjandi viðhengi því til staðfestingar.
Vegna ýmissa samverkandi þátta, m.a. skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var forsætisráðherra ekki fært að taka þátt í göngunni. Fulltrúi Íslands í henni var Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi.
Varlega trúandi svona tilkynningum, því miður í ljósi reynslunar.
Skoðað: 5307