Að bera ábyrgð á mannslífum

Skoðað: 2292

Meirihluti velferðarnefndar.

Þó ótrúlegt megi virðast þá fylgir því gífurleg ábyrgð að sitja á Alþingi íslendinga því þeir sem veljast þangað sem kjörnir fulltrúar almennings bera ábyrgð á gerðum sínum gagnvart öllum þegnum landsins.  Sumir taka þessa ábyrgð alvarlega og reyna að vinna í þágu almennings í landinu meðan því miður aðrir fara þangað inn til að sinna sérhagsmunum auðmanna, útgerða og þó sér í lagi til að púkka sem mest undir eigið rassgat.

Það er gömul speki og ný að hægt sé að dæma störf stjórnmálamanna eftir því hvernig þeir hlú að öldruðum, sjúkum og börnum í samfélaginu og því miður fá flestir íslenskir stjórnmálamenn algjöra falleinkunn þegar kemur að þeim þætti.

Í dag, 14. desember fór alþingi í jólafrí og kemur ekki aftur saman fyrr en 21. janúar 2019 en hávær krafa hefur verið meðal aldraðra og öryrkja að skerðingar sem þessir tekjulægstu hópar verði afnumdar og í haust var lagt fram frumvarp þess efnis af Pírötum og Flokki Fólksins en tvær umræður hafa farið fram og frumvarpið í lokaafgreiðslu hjá Velferðarnefnd Alþingis þegar meirihluti nefndarinnar, sem ríkisstjórnarflokkarnir skipa, var neitað um afgreiðslu úr nefndinni til annarar umræðu.  Það þýðir sem sé áframhaldandi skerðingar á fátækasta fólkið í landinu.

Halldóra Mogensen sem er formaður Velferðarnefndar hefur haldið þessu máli gangandi innan nefndarinar en hún má sín lítils, nánast ein á báti með Guðmundi Inga í flokki fólksins og því miður, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur en Anna er ein af þeim sem komst upp um þegar hún stakk af úr vinnunni til að sitja að sumbli á Klausturbar með þingflokki MIðflokksins og tveim þingmönnum Flokks fólksins.
Aðrir nefndarmenn eru í ríkisstjórnarflokkunum og þeir stöðvuðu málið og sviku þar með öryrkja og aldraða eina ferðina enn en þau eru eftirfarandi:

Þetta fólk ber mikla ábyrgð eins og áður er sagt og þegar þær fréttir bárust að meirihlutinn hefði svæft málið kom formaður nefndarinar, Halldóra Mogensen fram í ræðu á alþingi þar sem hún gagnrýndi harðlega þessa ákvörðun nefndarinar og las ríkisstjórninni pistilinn.

Þegar það varð ljóst að enn einu sinni yrðu öryrkjar og aldraðir sviknir af ríkisstjórn sem hafði lofað að bæta kjör þessara hópa og þá sérstaklega að Katrín Jakobsdóttir sem fyrir síðustu kosningar barði á því aftur og aftur að þessir hópar gætu ekki beðið eftir réttlæti hafa viðbrögð fólks og samtaka verið bæði hörð og einkennst af miklum vonbrigðum en mörg bera merki vonleysis og uppgjafar.

Enn skal minnt á að þingmenn og ráðherrar bera mikla ábyrgð í störfum sínum því þeir bera líka ábyrgð á velferð almennings, þegna landsins og þeir bera ábyrgð á því að fólk geti lifað mannsæmandi lífi þó það geti ekki unnið fyrir sér vegna sjúkdóma eða fötlunar.
Stjórnarskráin kveður á um það og brot á stjórnarskrárbundnum réttindum þegnana er grafalvarlegt mál því sé það gert, vísivitandi eða óviljandi þá bera ráðherrar sem semja og leggja fram lög sem brjóta stjórnarskrárbundinn rétt þegnana ábyrgð á því sem og þeir þingmenn sem samþykkja slík ólög.

Hér að neðan er myndband sem lýsir vel því vonleysi og þeirri sorg sem býr í hjarta og huga þeirra sem vonuðust eftir að hlutur þeirra yrði réttur strax á næsta ári og það er hreinlega átakanlegt að horfa og hlusta á hvernig allri von og öllum lífsvilja þessa manns var sópað út á hafshauga í einum vettvangi af meirihluta velferðarnefndar með því að svæfa málið og þau verða gerð ábyrgð ef eitthvað kemur fyrir þennan mann og hvern þann sem kann að taka líf sitt vegna ákvörðunar þeirra.

Er meirihluti velferðarnefndar virkilega að bíða eftir að fá á sig morðákæru?
Það mætti halda það.

Skoðað: 2292

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir