TR svarar með skætingi og útúrsnúningum

Skoðað: 2575

Alltaf er allt við það sama hjá Tryggingastofnun Ríkisins þegar kemur að “þjónustu” þessa fyrirbæris við “skjólstæðinga” þess.  Lífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis eru krafðir um heimilisfang þar sem þeir búa erlendis og þeir upplýstir um að hægt sé að setja það inn eða breyta því á “Mínar síður” hjá TR en þegar fólk skráir sig inn og ætlar að setja inn þær upplýsingar þá bregður svo við að enginn er hnappurinn til að vista þær upplýsingar.

Meðfylgjandi mynd hér ofan við við pistilinn sýnir greinilega að það eru hnappar til að vista upplýsingar bæði við símanúmer og netfang en ekki í neðsta rammanum þar sem heimilisfangið á að vera.

Þegar hringt er í þjónustuver TR og reynt að fá einhver svör á þeim bænum er sá sem það gerir vændur um að ljúga; “Þetta virkar bara víst” er viðkvæðið hjá þjónustufulltrúum TR.

Vefurinn virkar síðan aðeins að hálfu leyti að auki þar sem aldrei er sendur staðfestingapóstur til viðtakanda þó svo tilkynning þess efnis birtist á skjánum við lok þeirra breytinga sem gerðar eru og því miður er það oftast þannig að breytingarnar haldast ekki inni þegar reynt er að skipta um símanúmer eða netfang.

Það er með hreinum ólíkindum að þessi stofnun skuli aldrei geta hlustað á sína skjólstæðinga án þess að það þurfi að kvarta í gegnum ráðaneyti eða hreinlega klaga þessa stofnun til Umboðsmanns Alþingis svo hlutirnir séu lagaðir.

 

Skoðað: 2575

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir