Ætti að rukka útsvar af fjármagnstekjum einstaklinga?

Skoðað: 3529

Þú last rétt, ríkt fólk greiðir oft ekkert til sveitarfélaga þó það noti þjónustuna!

Það hefur ekki farið neitt sérstaklega hátt sú umræða á samfélagsmiðlum undanfarið um hvort sanngjarnt væri að rukka útsvar af fjármagnstekjum einstaklinga og þá líka hvort ætti að hækka skatta af þeim tekjum til samræmis við það sem gerist í nágranalöndunum.

Við höfum sett tvær kannanir hérna neðst  í pistlinn og biðjum fólk að taka þátt í þeim til að sjá afstöðu þess til þessara hugmynda um að, annarsvegar að það verði rukkað útsvar af fjármagnstekjum einstaklinga og hinsvegar að skattleggja fjármagnstekjur til samræmis við það sem gerist í nágranalöndunum.

Miðjan hefur birt nokkrar greinar um þessi mál og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista er eiginlega sú sem startaði þessari hugmynd þegar hún talaði um að sveitarfélögin í landinu yrðu af rúmlega 17 þúsund milljónum króna tekjum vegna þess fyrirkomulags sem er í þessum málum, þar af yrði Reykjavíkurborg ein og sér af 6,8 milljörðum.

Spurð um mögu­leg­ar tekj­ur af álagn­ingu út­svars á fjár­magn­s­tekj­ur seg­ir Sanna að ef skoðaðar séu töl­ur frá í fyrra sé áætlað að borg­in hefði getað fengið tæpa 6,8 millj­arða í borg­ar­sjóð og að öll sveit­ar­fé­lög­in í heild hefðu fengið rúm­lega 17 milljarða ef út­svar hefði verið lagt á fjár­magn­s­tekj­ur.

„Sjálf­stæðis­menn tala um þetta sem skatta­hækk­un sem er ekki rétt, þarna er ekki um neina hækk­un að ræða, held­ur að all­ar tekj­ur beri sömu skatta, hvort sem það eru fjár­magn­s­tekj­ur eða launa­tekj­ur. Ég get því ekki séð þetta sem hækk­un, held­ur að það sama gildi yfir alla,“ seg­ir hún.

Sitt sýnist svo sem hverjum eftir því hvar í flokki þeir standa en í raun væri þetta eitthvað sem hefði átt að vera löngu búið að gera því það er vitað að mjög margir af þeim sem hafa tugi milljóna, jafnvel hundruð milljónir á mánuði í fjármagnstekjur reikna sér aðeins lúsarlaun á mánuði sem flokkast sem laun og greiða þar af leiðandi nánast ekkert útsvar til síns sveitarfélags en þiggja þó alla þjónustu af þeim.

Jæja hópurinn á facebook hefur verið að taka saman upplýsingar um einstaklinga sem hafa greitt sér stórar upphæðir í fjármagnstekjur, allt frá 164 milljónum á mánuði upp í 321 milljón en telja svo fram á bilinu 60 til 90 þúsund sem laun á mánuði sem greitt er útsvar af.

Þarf eitthvað að ræða siðferði slíkra einstaklinga sem eru hér á myndunum að neðan?

Það má alveg deila þessu sem víðast og sem mest og fólk má alveg spá aðeins í því af hverju auðmenn sem þéna hundruði milljóna á mánuði en greiða nánast ekkert til samfélagsins.

Ætti að rukka útsvar af fjármagnstekjum einstaklinga?

Sjá niðurstöðurs

Loading ... Loading ...
  

Á að hækka skatt á fjármagnstekjur einstaklinga til samræmis við það sem gerist í nágranalöndum íslands?

  • (87%, 72 Atkvæði)
  • Nei (11%, 9 Atkvæði)
  • Hlutlaus (2%, 2 Atkvæði)

Heildarfjöldi atkvæða: 83

Loading ... Loading ...

Þeir sem vilja styrkja vefinn er bent á að upplýsingar þess efnis er að finna hérna.

Skoðað: 3529

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir