Willum Þór formaður fjárlaganefndar Alþingis

Willum Þór formaður fjárlaganefndar Alþingis

Skoðað: 1982

Willum Þór, formaður fjárlaganefndar.

Þetta andlit og þennan mann skuluð þér þekkja því þetta er andlit manns sem situr á alþingi íslendinga og er formaður fjárlaganefndar.
Þetta er maður sem lagði það til að lækka framlög til málefna öryrkja um 1,1 milljarð króna.
Sjálfur talar Willum um að þetta sé ekki lækkun heldur að framlög til öryrkja verði “hækkuð” um 2,9 milljarða í stað fjögurra milljaraða eins og áætlað hafi verið í upphafi.
Orðhengilsháttur, útúrsnúningur og bullandi vörn hins siðblinda manns kemur best fram í svarinu frá honum og það sem verra er, að MBL, málpípa Sjálfstæðisflokksins lepur þetta upp eftir honum meðan aðrir fjölmiðlar hafa þó manndóm í sér til að segja hlutina eins og þeir eru, þetta er lækkun, niðurskurður og Willum má segja hvað sem honum sýnist en hann lýgur nú samt.

„Þó að til­lög­urn­ar yrðu til­bún­ar í janú­ar eða fe­brú­ar sjá menn að það yrði ekki hægt að nýta alla heim­ild­ina á ár­inu, svo að við hliðrum til. Í staðinn fyr­ir að auka fram­lög um fjóra millj­arða eru þau auk­in um 2,9 millj­arða. Það er ekki verið að taka neitt af, því af­gang­ur­inn hliðrast til 2020. Þetta er nagl­fast í rík­is­fjár­mála­áætl­un og þetta fjár­magn er eyrna­merkt þessu verk­efni,“ seg­ir Will­um.

Þessar aðgerðir sem Willum boðar til og sem fjárlaganefnd mun að öllum líkindum samþykkja sýnir og sannar enn einu sinni hvernig illa innrættir þingmenn ráðast alltaf á veikasta fólkið í landinu.  Fólk sem getur ekki varið sig gagnvart svona siðblindum sérhagsmunaseggjum auðvaldsins.

Við skulum muna desember 2015 þegar þingmenn og ráðherrar fengu afturvirkar hækkannir í 10 mánuði á sín launakjör en á sama tíma var verið að ræða aukafjárlög þar sem öryrkjar og aldraðir báðu um leiðréttingu á sínum kjörum til samræmis við lög um almannatryggingar en ráðamenn þjóðarinnar neituðu þeim um örfáa þúsundkalla til að geta haldið jól meðan þeir sjálfir fengu hundruði þúsunda á silfurfati á einu bretti.

Willum var einn af þeim sem sagði nei við því að örykjar fengu þá hækkunn og nú kemur hann með þetta, þremur árum seinna þegar fólk er að fara undirbúa jólin.
Willum er ekki þingmaður almennings heldur auðvaldsins.

Skoðað: 1982

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka