Vill stemma stigu við fjölgun öryrkja á íslandi. Hvernig þá? Gasa þá eða skjóta?

Vill stemma stigu við fjölgun öryrkja á íslandi.  Hvernig þá?  Gasa þá eða skjóta?

Skoðað: 7468

Ríkisstjórn hinna ríku ræðst alltaf á þá verst settu og rænir þá lífinu.
MYND: Gunnar Karlsson.

Það er furðulegt hvað fólk getur leyft sér að koma með niðurlægjandi og ærumeiðandi umsagnir um öryrkja í þessu þjóðfélagi.  Ein af þeim sem þar lætur frá sér furðuleg ummæli er Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, “sérfræðingur” hjá VIRK starfsendurhæfingu þegar hún segir í viðtali við Viðskiptablaðið að Svíar, og Hollendingar hafi náð að stemma stigu við fjölgun öryrkja.

Það hlýtur að velta upp þeirri spurningu hvernig farið er að því, hvort það fólk sem missir heilsuna sé einfaldlega slegið af með því að gasa það, hengja eða skjóta?  Það er líka reyndar möguleiki á að svelta þá til bana með því að borga þeim skammarlega lágar bætur því þá hafa þeir hvorki efni á að borga lyfin sem eru þeim lífsnauðsinleg né heldur að éta almennilegan mat en sú lausn hefur nú verið reynd í nokkur ár með þeim ágæta árangri að fjöldi lífeyrisþega hefur kosið að yfirgefa þessa jarðvist með því að taka sitt eigið líf.  Einstaka lífeyrisþegar hafa kosið að yfirgefa landið og flutt erlendis þar sem þeim hefur uppgvötast að ísland er okurbúlla frá helvíti þegar kemur að mat og húsnæði svo maður tali nú ekki um heilbrigðisþjónustu og lyfjaverð.

Gallinn við svona “sérfræðinga” er sá að þeir kynna sér ekki hvers vegna fólk missir heilsuna langt fyrir aldur fram hér á landi en gera má að því skóna að ástæðurnar séu nokkrar og augljósar þeim sem sjá vilja og skilja.
Langur vinnudagur, 12 til 16 tímar alla virka daga og flestar helgar.
Lág laun svo fólk í fullri vinnu nær ekki endum saman nema með einni eða tveimur aukavinnum.
Fjárhagsáhyggjur og afkomuáhyggjur alla daga jafnvel árum saman.

Þetta er bara svona rétt í grunninn það sem byrja mætti að skoða en þar fyrir utan er hraðinn og stressið í þjóðfélaginu ásamt allskonar kröfum á einstsaklinga alveg frá barnsaldri eitthvað sem þarf að skoða því það er ekki eðlilegt að börn séu rekin á lappir klukkan sex eða sjö á morgnanna og komist svo ekki í bælið fyrr undir miðnætti vegna heimanáms og “afþreyingar” og íþróttaiðkunnar.  Fólk þarf að fara að staldra við og spyrja sig hvort það sé ekki að leggja allt, allt of mikið á börnin sín fyrir fermingu?

Mælum með að fólk lesi þetta sér til upplýsinga því þarna er farið aðeins dýpra í hlutina heldur en allir sérfræðingar landsins með allar sínar háskólagráður virðast ekki hafa rænu né vit á að gera.  Háskólamenntunn er í dag stórlega ofmetið fyrirbæri því flest af þessu fólki er fast í ferkönntuðum kassa sem það getur ekki hugsað út fyrir.
Sorglegt en því miður satt.

Skoðað: 7468

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka