Sunnudagshugvekja: Kærelikurinn er ekki ríkistryggður

Skoðað: 4488

Seint verður hægt að saka þetta fólk um að vera kærleiksríkt.
Seint verður hægt að saka þetta fólk um að vera kærleiksríkt.

Að kalla þetta sunnudagshugvekju er kanski ákveðin kaldhæðni þar sem sá er þetta skrifar er langt í frá að teljast kristinnar trúar og flokkast sem heiðingi, (villimaður) í huga þeirra sem telja sig hvað allra helgastir í fylgni sinni við ríkistrúnna.  Telja þá sem yfirgefið hafa þjóðkirkjuna vera svikara og vont fólk sem viti ekki hvað kærleikur er því í þeirra huga hefur ríkiskirkjan einkaleyfi á kærleikanum og allar aðrar trúarkenningar eru flokkaðar sem villutrú sem aðeins vont fólk og illa innrætt aðhyllist því það þekki ekki hinn “kristna” kærleika.

Undirritaður verður að játa að ástæður þess að hann gaf hina kristnu trú upp á bátinn fyrir mörgum áratugum var sú staðreynd að hann þrælaði sér í gegnum biblíu hinna kristnu og kóraninn þeirra múslimamanna, las sér til um krossferðir hinna kristnu til Mið-Austurlanda þar sem múslimum var miskunnarlaust slátrað í nafni hins hvíta krists, pyntaðir og brendir af hugmyndaauðgi manna sem þjáðust af skelfilegum kvalarlosta sem gerði það að verkum að sjúkur hugur þeirra taldi fólki trú um þeir er aðhylltust aðra trú en kristni væru lægra settir en ræsisrottur og mætti því gera við þá hvað sem krossförunum sýndist og margir þeirra fengu kynferðislega fullnægju út úr því að horfa á eða með því að pynta þá sem þeir tóku til fanga, þó það hafi ekki farið hátt í sögubókum.

Annað sem fékk undirritaðann til að snúa frá kristninni er svo saga kristni á íslandi þar sem fólk sem var nátengt náttúrunni og náttúruöflunum kunni eitthvað fyrir sér í meðferð dýra og þekkti jurtir sem nota mátti til lækninga, þá var kirkjan og kirkjufeðurnir fljótir að dæma slíkt fólk sem galdramenn og nornir til að geta haft af þeim fémuni, eignir og lönd jafnvel.  Byskupar, prestar og sýslumenn hófu á loft krossa sína, fordæmdu einstaklinga og jafnvel heilu fjölskyldurnar, höfðu af þeim allar veraldlegar eigur og tóku jafnvel líf þeirra í lokin þegar svo bar undir til að komast yfir jarðir og fémuni fólks og má lesa óteljandi dæmi um þetta í íslandssögunni þar sem almenningur í landinu var kúgaður af kirkjunni og ráðafólki landsins, haldið fáfróðu og ómenntuðu, kúgað af krikjunni og haldið í ótta við “guð” almáttugann þar sem brennisteinspredikunum rigndi yfir fólk þar sem því var lýst í smáatriðum hvernig það mundi kveljast til eilífðar í brennheitum logum helvítis þar sem milljónir púka og smádjöfla myndi pynta það til eilífðarnóns ef það fylgdi ekki kreddum kirkjunar og geðsjúkra presta í öllum smáatriðum meðan prestarnir sjálfir og byskuparnir stálu öllu sem þeir mögulega gátu komist yfir í nafni kirkjunar og kristninar, átu og drukku í óhófi og hóruðust með barnungum vinnukonum framhjá eiginkonum sínum og hentu svo stúlkunum með barnið sem þeir nauðguðu í barnið út á gaddinn til að betla sér til viðurværis þar sem kirkjan og viðkomandi prestur hafði útskúfað þeim fyrir hórdóm.
Þetta er nú kærleikurinn sem kirkjan hefur boðað hér á landi nánast allt til þessa dags.

Í dag er árið 2016 og það er trú okkar allra að mannkynið hafi þróast svo og svo mikið á síðustu 200 árum, framfarir orðið á öllum sviðum vísinda og tækni sem er svo sem alveg satt og rétt en það vantar einn stærsta þáttinn í allar framfarir og það er andlegur þroski mannkynsins.  Þar hefur ekkert áunnist og það sjáum við oft á hverjum einasta degi á þessari jörð þar sem fólk er drepið, limlest, pyntað og selt í ánauð svo fátt eitt sé nefnt og allt er þetta þegar upp er staðið í nafni trúarinnar.  Ekki bara kristinnar trúar heldur brenglaðra afkvæma bæði kristinnar trúar og múhameðstrúar þar sem pyntingar og dráp fyrir minnstu yfirsjón er réttlætt af því hugsjúka fólki sem stjórnar þessum hópum sem berjast út um víða veröld.

En snúum okkur aftur að íslandi og íslensku ríkistrúnni.
Er það eðlilegt þegar krikjufeður landsins heimta og frekjast í ríkisstjórninni að kirkjan þurfi aukið fjármagn við þessa milljarða sem hún fær í dag meðan heilbrigðis og velferðarkerfin eru svo fjársvellt á íslandi að það er ekki hægt að sinna sjúkum og öldruðum eins og þeir eiga skilið og biðlistar í aðgerðir og meðferðir af ýmsu tagi lengjast bara og lengjast?
Er það eðlilegt og sanngjarnt þegar prestar og prelátar heimta hækkunn launa sinna sem nú þegar eru hærri en þingfararkaup og prestar geta að auki hagnast verulega á embættisverkum sínum samkvæmt gjaldskrá þar sem þeir fá um 15. þús fyrir hverja fermingu og rúmlega 20 þúsund krónur fyrir hverja giftingu, svo maður tali nú ekki um útfararkostnað?

Nei, nei og aftur nei.
Kristni og kærleikur er eitthvað sem á enga samleið og hefur aldrei átt þrátt fyrir allt hjal illa gefina kirkjufeðra í tæpar 20 aldir segi svo vera því verstu morðingjar og hræsnarar allra tíma eru nákvæmlega þeir sem telja sig kristinnar trúar og það sjáum hvað allra skýrast á prestastétt nútímans, byskupsfyrirbærinu á íslandi og alla ráðherra og þingmenn sem telja sig kristna en hafna í öllum sínum orðum og gerðum þeim kærleika sem kirkjan hefur eignað sér.

Undirritaður ætlar að enda þessa hugvekju á einfaldri staðreynd sem blasir við öllu hugsandi fólki með smá vit á milli eyrnana, að við völd situr ríkisstjórn sem hefur skert lífsgæði almennings í landinu og ekki síst þeirra sem verst eru settir fyrir, aldraðir og öryrkjar sem voru sviknir á síðasta ári um lögbundnar hækkannir á lífeyri sínum að önnur eins svik og lygar til að réttlæta svikin hafa aldrei áður verið eins svæsin og fordæmalaus.
Minnist þess að allir sem sitja í ríkisstjórn þessa lands telja sig kristinnar trúar og þykjast þvi vera kærleikurinn uppmálaður en raunnin er sú að þeir eru eins guðfeðurnir í mafíumyndunum, krossa sig með vinstri hendi meðan þeir skera fórnarlömb sín á háls með þeirri hægri.

Undirritaður þakkar þér fyrir lestur þessarar hugvekju og biður þig að spá vel og vandlega í þessum hlutum sem hér hafa verið listaðir upp.
Sjálfur hefur udnirritaður fengið mestan og bestann kærleikann frá því fólki sem telst vera trúlaust eða flokkast sem heiðingjar og villimenn því það fólk er samkvæmt sjálfur sér, heiðarlegt og traust og laust við þær kreddur og fordóma sem einkenna hina ríkistrúuðu í þessu landi.

Skoðað: 4488

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir