Starfshættir Gestapo endurvaktir af Útlendingastofnun
Skoðað: 2842
Nokkrir menn í einkennisbúningum ryðjast inn í húsnæðið og draga íbúann út úr rúminu en hann var sofandi þegar þeir mættu á staðin laust eftir miðnætti.
Honum er tilkynnt að hann sé tekinn fastur og farið verði með hann í varðhald.
Hann fær ekki að hafa samband við vini sína, ættingja eða lögmann sinn eins og lög og reglur kveða þó á um að hann skuli fá að gera.
Slökkt er á símanum hans svo hann fái ekki tækifæri til að hafa samband við neinn.
Svona fyrir utan síman þá gæti þessi frásögn verið frá árinu 1936 til 1945 í þýskalandi Hitlers en staðreyndin og sannleikurinn er sá að þetta er að gerast á íslandi árið 2019.
Búið er að vísa hinum 26 ára gamla Amin Ghayszadeh, sem var í hungurverkfalli, úr landi. Það staðfestir lögmaður Amin, Magnús D. Norðdahl, í samtali við Fréttablaðið.
Hvorki Magnús né nokkur annar var látinn vita af brottvísun Amin áður en hún fór fram.
„Ég get staðfest að umbjóðanda okkar, Amin Ghayszadeh, var vísað úr landi í morgun til Grikklands. Hvorki var haft samband við mig né aðstandendur hans. Amin hefur átt við ýmis heilsufarsleg vandamál að stríða í mörg ár og var á 18. degi hungurverkfalls til að mótmæla yfirvofandi brottvísun til Grikklands,“ segir Magnús í yfirlýsingu sem hann sendi á Fréttablaðið í tilefni af brottvísun Amins.
Í yfirlýsingunni segir enn fremur að samkvæmt þeim verklagsreglum um fylgd úr landi eftir synjun sem birtar eru á vefsíðu Útlendingastofnunar skuli leitast við að tilkynna viðkomandi um nákvæma dagsetningu brottfarar eins fljótt og unnt er, helst að lágmarki með tveggja daga fyrirvara eða strax og dagsetning brottfarar liggur fyrir.
„Þannig virðist því miður vera til staðar tiltekið misræmi við málsmeðferð stoðdeildar við undirbúning og framkvæmd lögreglufylgdar úr landinu. Æskilegt væri að allir fengju lágmarksfyrirvara, sérstaklega þegar um er að ræða einstaklinga í viðkvæmri stöðu,“ segir Magnús, að lokum í yfirlýsingu sinni.
Fréttina má svo lesa í heild sinni hérna.
Fengið að láni af íslenska Wikipedia og ástæðan er sú ofboðslega grimmd sem Útlendingastofnun íslands sýnir af sér í framkomu við hælisleitendur á íslandi, fjölskyldur þeirra, lögmenn og vini.
Það var þekkt í þýskalandi Nazismans að “óvinir” ríkisins voru sjaldnast sóttir að degi til heldur var það frekar reglan að sækja fólk á næturnar, færa það til yfirheyrslu í höfuðstöðvum leynilögreglunar og það var ólíklegt að til viðkomandi spyrðist nokkuð framar eftir að fólk hvarf í gin hennar.
Gestapo (stytting á Geheime Staatspolizei eða „Leynilögregla ríkisins“[1]) var leyniþjónusta Þýskalands nasismans og Evrópu undir hernámi nasista í seinni heimsstyrjöld.
Hermann Göring, þáverandi innanríkisráðherra Prússlands, stofnaði Gestapo árið 1933 sem deild innan prússnesku lögreglunnar.[2] Í upphafi var Gestapo persónulegt valdatæki sem Göring notaði til að ofsækja pólitíska andstæðinga sína. Frá og með 20. apríl 1934 var Gestapo stýrt af leiðtoga SS-sveitanna, Heinrich Himmler, sem var útnefndur foringi lögreglusveita í Þýskalandi árið 1936. Gestapo var þá að breytast í ríkisstofnun og undirdeild Sicherheitspolizei (Öryggislögreglunnar) frekar en að vera prússnesk héraðsstofnun. Frá og með 27. september 1939 var Gestapo stjórnað af öryggisstofnuninni Reichssicherheitshauptamt og var talin systurstofnun SS-öryggisþjónustunnar. Gestapo var falið að uppræta raunverulega og meinta andófsmenn innan og utan Þýskalands og andspyrnuhreyfingar á svæðum sem Þjóðverjar lögðu undir sig í stríðinu. Með grimmdarverkum sínum varð Gestapo þekkt fyrir hrottaskap og valdníðslu. Gestapo lék jafnframt lykilhlutverk í framkvæmd Helfararinnar, sér í lagi í gegnum B4-skrifstofuna sem Adolf Eichmann fór fyrir.
Gestapo var virk fram á síðustu daga nasistastjórnarinnar en stofnunin var fordæmd sem glæpasamtök í Nürnberg-réttarhöldunum.
Það er spurning í framhaldinu hvort íslensk alþýða ætlar að halda áfram að ala á útlendingahatrinu sem lýsir sér best í áróðri íslenskra þjóðernissinna, Flokki Fólksins og Miðflokksþingmönnum og þá sérstaklega vesalingunum sem kjósa þá flokka eða hvort íslendingar ætla að sýna og sanna að þeir eru þjóð mannúðar og umburðarlyndis þegar kemur að flóttafólki eða ætla þeir að halda áfram að snúa blinda auganu að vandanum og vona að með því hverfi hann?
Það kemur í ljós.
Skoðað: 2842