Smitandi jólagjöf í innkaupakörfunni

Smitandi jólagjöf í innkaupakörfunni

Skoðað: 1154

Svo virðist sem fólk sé farið að gera góðverk í verslunum núna í desember en svo virðist sem einstaklingar séu ýmist að borga vörur fyrir fólk í verslunum eða lauma rauðu umslagi í innkaupakörfur þess þegar það sér ekki til.

Heiða Rut Ingólfsdóttir setur myndir og færslu á facebooksíðu sína þar sem hún lýsir því að hafa fundið umslag í innkaupakörfunni hjá sér sem hún í fyrstu hélt að einhver hefði gleymt í körfunni en sá að það gat ekki verið þar sem því hafði verið stungið á milli tveggja hluta.

Hún þakkar fyrir sig í færslunni með orðunum; “Elsku góðhjartaði jólaálfur. Mikið er þetta falleg hugsun og kærleiksrík. Aldrei hef ég vitað slíka góðmennsku og ósérplægni. ”

Nú er spurning hvort þetta verði keðjuverkandi kærleikskveðja fyrir þessi jól þar sem ótrúlega margir eiga erfitt fyrir komandi jól í Covid fárinu, atvinnuleysinu og fátæktinni sem ríkir á íslandi.

Skoðað: 1154

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka