Samantekt Þuríðar Hörpu formanns ÖBÍ í svari til Bjarna Ben
Skoðað: 1532
Þuríður Harpa Sigurðardóttir tekur hér samana tölulegar staðreyndir í svari til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Tölur sem sýna og sanna að Bjarni fer endalaust með staðreyndarvillur og lygar í framsögu sinni, svörum og staðhæfingum um kjör öryrkja.
Það að fjármálaráðherra landsins skuli ekki geta séð sóma sinn í því að segja rétt og satt frá en grípa endalaust til lyga og ósanninda gerir manninn gjörsamlega óhæfan til að sitja á þingi og þaðan af síður til að gegna starfi ráðherra eins og hvað eftir annað hefur komið í ljós.
Þuríður segir meðal annars í færslu sinni:
En tölum um kaupmátt.
Það hefur aldrei verið um það rætt af hálfu okkar að engin kaupmáttaraukning hafi átt sér stað og því í sjálfu sér óþarfi að fara í mikla söguskoðun á honum.
En það vill svo til að Öryrkjabandalagið fékk Hagfræðistofnun Háskólans til að reikna út kaupmátt óskerts lífeyris almannatrygginga, og bera saman við kaupmátt lágmarkslauna.
Samanburðartímabilið er 2009 til 2018. Öryrkjabandalagið víkur sér ekki undan þeirri staðreynd að kaupmáttur óskerts lífeyris hafi hækkað. Bara ekki nærri eins mikið og kaupmáttur lágmarkslauna.
Í samanburðinum er óskertur örorkulífeyrir og lægstu laun sett í 100 árið 2009. Árið 2018 er kaupmáttur óskerts örorkulífeyris komin í 118 fyrir skatta, en lægstu launa 161. Þarna munar 43 stigum, kaupmáttur örorkulífeyris er með öðrum orðum 73% af kaupmætti lægstu launa við lok tímabilsins.
Og það er í takt við þá staðreynd, að örorkulífeyrir verður ekki nema ¾ af lágmarkslaunum um næstu áramót. Og það haggar ekki þeirri staðreynd að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar ná lítið til þeirra sem hafa tekjur undir 300.þ kr.
Lítil saga:
Kona ein, 75% öryrki, fékk tímabundið verkefni í einn og hálfan mánuð. Fyrir það fékk hún greitt 153þ.kr. Skatturinn tók 78þ, TR 53þ, eftir stóð 27þ fyrir þessa vinnu. Þá er ekki útséð að áhrif af þessum aukatekjum komi fram t.d. í húsnæðisstuðningi og víðar, sem myndi þýða að heildarútkoman væri tap.Það kemur mér á óvart að þú sem formaður þess stjórnmálaflokks sem í gegnum tíðina hefur haft frelsi einstaklingsins til orða og athafna á sinni stefnuskrá, hafi ekki löngu breytt þessu. Vilji öryrkja til þátttöku á vinnumarkaði er til staðar hjá langflestum. Sem sést best á því að þrátt fyrir þessar háu girðingar, þrátt fyrir þessar gríðarlegu skerðingar, eru samt um þriðjungur öryrkja á vinnumarkaði. Eða voru fyrir heimsfaraldur kórónuveiru.Af þeim var um 40% í fullu starfi.
Hér er færslan öll.
Skoðað: 1532