Öryrkjar fá ekki leiðréttingu á þessu ári. Kanski, mögulega, jafnvel ekki heldur á því næsta
Skoðað: 2837
Tryggingastofnun getur ekki leiðrétt greiðslu örorkubóta til þeirra sem fengu greiðslur sínar skertar á grundvelli rangra útreikninga stofnunarinnar fyrr en fyrir því hefur verið veitt fjárheimild. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun um athugasemdir umboðsmanns Alþingis vegna útreikninganna segir í ,,frétt” á vef MBL.is.
Sagði ráðherrann hins vegar gert ráð fyrir leiðréttingunni í fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti um helgina og samkvæmt henni sé stefnt að því að leiðrétting greiðslna aftur í tíma verði á fjárlögum fyrir 2020.
Ásmundur sagði Tryggingastofnun aðeins þurfa tvær vikur til þess að hefja greiðslu leiðrétts örorkulífeyris, að því gefnu að fyrir því fæst fjárheimild. „Það er fullur pólitískur vilji til þess að þetta geti komið til framkvæmda sem fyrst.“
Þá kom einnig fram að talsverð vinna þurfi að fara í hvert tilvik leiðréttingar fyrir sig þar sem greiða þurfi úr flækjum í hverju máli fyrir sig. Tryggingastofnun hefur kynnt aðgerðaáætlun hvað þetta varðar og taki hún mið að því að hægt sé að fara yfir mál tíu einstaklinga á viku. Það er unnið samkvæmt þeirri áætlun að sögn ráðherrans.
Þá spurði Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, hver skýringin væri á því að ekki væri hægt að standa að lögbundnum greiðslum þó að fjárheimildir liggja ekki fyrir.
Sagði Ásmundur það alveg ljóst að ráðherra fari ekki með fjárveitingarvaldið, heldur Alþingi. Janframt séu það skýr skilaboð fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðuneytinu að ekki sé staðið að útgjöldum á heimildum.
„Er það í alvöru þannig að okkur sé ófært að framfylgja lögum vegna þess að það eru ekki fjárheimildir fyrir því?“ spurði Halldóra aftur. Benti hún einnig á að það sé hægt að setja fjáraukalög og þegar hægt að hefja útreikningu leiðréttingarinnar.
„Fjárlög eru jafn há og önnur lög. Við getum ekki staðið að fjárútlátum á yfirstandandi ári án þess að fyrir því sé heimild,“ svaraði Ásmundur. „Við erum að vinda ofan af máli sem er mjög gamalt og erum að reyna að gera það af eins mikilli festu og hægt er.“
Skoðað: 2837