Öryrkjar fá ekki leiðréttingu á þessu ári. Kanski, mögulega, jafnvel ekki heldur á því næsta

Skoðað: 2800

Gráðuga hyskið á íslandi.
Samtök arðræningja.

Trygg­inga­stofn­un get­ur ekki leiðrétt greiðslu ör­orku­bóta til þeirra sem fengu greiðslur sín­ar skert­ar á grund­velli rangra út­reikn­inga stofn­un­ar­inn­ar fyrr en fyr­ir því hef­ur verið veitt fjár­heim­ild. Þetta kom fram í máli Ásmund­ar Ein­ar Daðason, fé­lags­málaráðherra, á fundi vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is í morg­un um at­huga­semd­ir umboðsmanns Alþing­is vegna út­reikn­ing­anna segir í ,,frétt” á vef MBL.is.

Sagði ráðherr­ann hins veg­ar gert ráð fyr­ir leiðrétt­ing­unni í fjár­mála­áætl­un sem rík­is­stjórn­in kynnti um helg­ina og sam­kvæmt henni sé stefnt að því að leiðrétt­ing greiðslna aft­ur í tíma verði á fjár­lög­um fyr­ir 2020.

Ásmund­ur sagði Trygg­inga­stofn­un aðeins þurfa tvær vik­ur til þess að hefja greiðslu leiðrétts ör­orku­líf­eyr­is, að því gefnu að fyr­ir því fæst fjár­heim­ild. „Það er full­ur póli­tísk­ur vilji til þess að þetta geti komið til fram­kvæmda sem fyrst.“

Þá kom einnig fram að tals­verð vinna þurfi að fara í hvert til­vik leiðrétt­ing­ar fyr­ir sig þar sem greiða þurfi úr flækj­um í hverju máli fyr­ir sig. Trygg­inga­stofn­un hef­ur kynnt aðgerðaáætl­un hvað þetta varðar og taki hún mið að því að hægt sé að fara yfir mál tíu ein­stak­linga á viku. Það er unnið sam­kvæmt þeirri áætl­un að sögn ráðherr­ans.

Þá spurði Hall­dóra Mo­gensen, formaður vel­ferðar­nefnd­ar og þingmaður Pírata, hver skýr­ing­in væri á því að ekki væri hægt að standa að lög­bundn­um greiðslum þó að fjár­heim­ild­ir liggja ekki fyr­ir.

Sagði Ásmund­ur það al­veg ljóst að ráðherra fari ekki með fjár­veit­ing­ar­valdið, held­ur Alþingi. Jan­framt séu það skýr skila­boð fjár­laga­nefnd­ar þings­ins og fjár­málaráðuneyt­inu að ekki sé staðið að út­gjöld­um á heim­ild­um.

„Er það í al­vöru þannig að okk­ur sé ófært að fram­fylgja lög­um vegna þess að það eru ekki fjár­heim­ild­ir fyr­ir því?“ spurði Hall­dóra aft­ur. Benti hún einnig á að það sé hægt að setja fjár­auka­lög og þegar hægt að hefja út­reikn­ingu leiðrétt­ing­ar­inn­ar.

„Fjár­lög eru jafn há og önn­ur lög. Við get­um ekki staðið að fjár­út­lát­um á yf­ir­stand­andi ári án þess að fyr­ir því sé heim­ild,“ svaraði Ásmund­ur. „Við erum að vinda ofan af máli sem er mjög gam­alt og erum að reyna að gera það af eins mik­illi festu og hægt er.“

 

Skoðað: 2800

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir