Mismunurinn á forréttindaöryrkjum og öryrkjum

Skoðað: 4463

Alþingismaður og öryrki Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).
Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður janúar–mars 2008, október 2013, nóvember–desember 2013, febrúar 2014 og mars–apríl 2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Í ljósi þess að tvær þingkonur, báðar öryrkjar fóru að rífast á alþingi undir umræðum um fjárlagafrumvarpið fimmtudaginn 12. sept síðastliðin þá ákvað greinarhöfundur að fara að grúska aðeins í þessum málum og komst fljótt að því að það er bullandi stéttarskipting meðal öryrkja á íslandi og í raun skiptast öryrkjar í þrjá gjörólíka hópa sem eiga það eitt sameiginlegt að vera skráðir öryrkjar í kerfinu en njóta samt sem áður mismunandi réttinda, þjónustu og “virðingar” ef svo má að orði komast.

þeir sem skráðir eru öryrkjar á íslandi eiga það sameiginlegt að fá greiddar bætur frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem lög um almannatryggingar og stjórnarskrá lýðveldisins kveða á um það.  Um það deilir engin en samt er það svo að þeir sem eru einstæðingar og hafa af einhverjum ástæðum orðið undir í lífinu, ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum, löglegum eða ólöglegum eiga það sammerkt að þeir eru stimplaðir af þjóðfélaginu öllu, þar með talið öðrum öryrkjum sem aumingjar sem hafa enga stjórn á lífi sínu.  Jafnvel þó svo sýnt sé og sannað að ástæður þess að þeir eru lyfjafíklar og jafnvel lifa á götunni er tilkomið vegna handónýts heilbrigðiskerfis þar sem lausn allra mála er að dæla lyfjum í fólk ef eitthvað amar að því og henda því svo út á guð og gaddinn.
Þetta eru öryrkjarnir í neðsta þrepinu.

Öryrkjarnir í öðru þrepi eru svo þeir sem komast næstum því af á eigin spýtur en þurfa kanski tímabundna aðstoð síðustu daga mánaðarins til að eiga fyrir mat en ekkert meira en það.  Til þessa hóps heyra svo líka þeir sem eru í sambúð, annað hvort með öðrum öryrkja eða einstakling sem getur unnið fyrir heimilinu að einhverju leiti og þá oftast í láglaunastarfi en eru þó á nippinu með að komast af út mánuðinn með því að neita sér um allt það sem hinum almenna borgara finnst sjálfsagður hlutur eins og að fara út að borða reglulega, í bíó, leikhús eða á tónleika.  Fyrir flesta öryrkja er það bara fjarlægur draumur að leyfa sér eitthvað af þessu og hvað þá heldur að láta sig dreyma um sólarlandaferð.  Slíkir draumar eru kæfðir all snarlega í fæðingu enda bara gjörsamlega óraunhæft að svo mikið sem hugsa um það.

Þá er það þriðji hópurinn og það eru forréttindaöryrkjarnir og við vitum um amk þrjá slíka enda eru þau þekkt nöfn og reglulega í fjölmiðlum og á skjám landsmanna.
Þetta eru þau Inga Sæland formður flokks fólksins, Guðmundur Ingi Kristinnsson þingmaður sama flokks en efst trónir þó Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri Grænna en öll teljast þau til forréttindaöryrkja enda þingmenn með yfir milljón á mánuði í laun sem þingmenn.
Sennilega væri hægt að týna til fleiri forréttindaöryrkja en þar sem við erum að fara í skilgreiningar þá skulum við láta það liggja á milli hluta og byrjum á að skilgreina í hverju þessi mismunun er fólgin.

Forréttindaöryrkinn:

Forréttindaöryrkinn er sá sem á maka eða er í sambúð með einstaklingi sem er í góðri þjóðfélagsstöðu og vel launaður með minnst að kosti hálfa milljón útborgað í mánuði eða meira og þarf því alla jafna ekki að hafa áhyggjur af því hvort til sé aur fyrir mat eða lyfjum út mánuðinn.  Getur farið reglulega út að borða, á kaffihús, í bíó eða leikhús án þess að hafa nokkrar áhyggjur af fjármálunum yfirleitt en lifir alla jafna samt engu lúxuslífi þrátt fyrir allt.

Sé hins vegar maki viðkomandi þekktur í þjóðfélaginu eru ákveðnar þjónustur hins opinbera fljótari til að greiða úr málum viðkomandi öryrkja en þess sem er í neðsta þrepinu, hvort heldur það snýr að Tryggingastofnun eða heilbrigðiskerfinu og það eru óteljandi dæmi þess sem hafa ratað í fjölmiðla, en við komum betur að því seinna þegar við fjöllum um þá sem sitja í neðsta þrepinu.

Inga Sæland tekur þetta ágætlega fyrir í rifrildi sínu við Steinunni Þóru því Inga kemur úr miðju þrepinu en Steinunn úr því efsta og má segja Steinunni það til lasts að hún er búin að vera of lengi á þingi til að átta sig á því sem Inga er að tala um í máli sínu því Steinunn neitar að horfast í augu við staðreyndir þær sem Inga bendir á í máli sínu en það er að hún hafi upplifað það að fá hraðari afgreiðslu sinna mála hjá TR og heilbrigðiskerfinu eftir að hún settist á þing.

Það er alveg hægt að tala um kerfislæg vandamál án þess að það sé smættað niður í að hér sé fólk að keppa í að vera öryrki eða saka alla sem vinna allstaðar um að vera snobbaðir rasistar. Það er hins vegar alveg galið að þingmaður trúi því í alvörunni að staða hennar breyti ekki nokkru um hvernig komið er fram við hana.

Steinunn Þóra setti verulega mikið niður og það sýndi sig líka í orðum hennar þegar hún fór að tala um einhverja keppni þeirra í milli hvor væri meiri öryrki eða keppni um hvor hefði lifað við einhver kjör í lengstan tíma því með því sannaði hún að hún hefur verið sjálf á góðum launum það lengi að hún úr öllum tengslum við kjör hins almenna öryrkja.   Einnig setti hún niður með því að tala um það að reynsla hennar af því að sækja sér þjónustu í opinberum kerfum bæri þess merki að þar færi fagfólk sem mismunaði ekki fólki eftir stétt eða stöðu.

Þingmenn, þrátt fyrir endalaust væl, njóta mikillar virðingar í samfélaginu og fá oft forgang.  Boðskort, gjafir og svo auðvitað mikla þjónustu í þinginu sjálfu þar sem þingverðir myndu gera um það bil allt sem þau eru beðin um.  Það er ekki tilviljun að allir ráðherrar sem veikjast enda strax á fínustu spítölum í Bandaríkjunum.  Þetta eru ekki tilviljanir. Það eru heldur ekki tilviljanir að læknar hlusta minna á konur eða að fólk sem er á lægri enda samfélagsins þarf oft að bíða lengur eða fær verri ráðgjöf en þeir sem hafa það betra.
Nánar að því síðar.

Amenni öryrkinn:

Fjölmennast og ósýnilegasti hópurinn er svo þessi almenni öryrki sem lítið ber á í þjóðfélaginu að flestu leyti nema því að hann er sýnilegur í ákveðnum hópum á samfélagsmiðlum þegar komið er fram yfir miðjan mánuðinn en þá fara að koma umræður um slæma fjárhagslega stöðu, strögl og hjálparbeiðnir fyrir mat og jafnvel lífsnauðsynlegum lyfjum frá þessum einstaklingum.
Sumir geta leitað á náðir ættingja og vina en aðrir leita sér aðstoðar innan hópana eða hreinlega bara lýsa því yfir að svona sé staðan, ekki til peningar fyrir mat eða lyfjum og hvort einhver geti hjálpað þeim tímabundið.

Oftast er þetta fólk sem kemst þó sæmilega af en ekkert meira en það enda leyfir það sér ekki neitt, er félagslega einangrað því það fer lítið út og aldrei í bíó, út að borða eða á kaffihús því efnin leyfa slíkan munað ekki heldur situr heima hjá sér og drepur sig hægt og rólega með sjónvarpsglápi og hangsi á samfélagsmiðlum til að fá tíman til að líða.  Einhæft líf, leiðinlegt og tilbreytingarsnautt á allan hátt, (undirritaður þekkir þetta persónulega allt of vel sjálfur) sem aftur veldur því að fólk verður félagslega einangrað og til lengri tíma félagsfælið og þá sjaldan það fer út úr húsi er það einfarar sem forðast samskipti við annað fólk nema í algjörri neyð sem í framhaldinu leiðir til þunglyndis sem verður bara verra og verra eftir því sem tíminn líður.
Haldi þetta svo áfram að þróast í mörg ár getur þetta orðið til þess að kynda meira og meira undir sjálfstortímingarhvöt og sjálfsmorðshugsanir fara að skjóta upp kollinum æ oftar hjá þessu fólki og margir hreinlega gefast upp og taka líf sitt á endanum.

Útskúfuðu öryrkjarnir:

Síðasti og verst setti hópur öryrkja eru þeir sem eru útskúfaðir, afskptir og hafa það í raun hvað allra verst á íslandi eru þeir öryrkjar sem þjást af fíkn, geðhvörfum eða hvorutveggja.  Þetta fólk á ekki í nein hús að venda og kerfið refsar þeim á allan þann hátt sem hægt er að hugsa sér.  Ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa sinnt þessum hópi hvað allra verst og skera enn niður alla þjónustu við þennan hóp, hóp sem þarf hvað allra mest utanumhald af heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu.  Þetta er fólk sem lifir að mestu á götunni þó vissulega séu margir í búsetuúrræðum á vegum sveitarfélaga en vegna sjúkdóma sinna koma þeir oftar en ekki að lokuðum dyrum í kerfinu og þær eru ekki fáar hryllingssögurnar sem við höfum fengið að heyra í gegnum fjölmiðla af þessu fólki og alltaf á neikvæðu nótunum sem gerir það að verkum að fordómar og hatur í garð þessa fólks hefur orðið rótgróið meðal almennings í landinu.

Ekki bætir heldur úr skák að margir stjórnmálamenn tala sífellt niður til þessa hóps öryrkja og fjölmiðlar kynda svo undir fordómunum með umfjöllunum sínum sem gerir það að verkum að þessu fólki er gjörsamlega gert ókleyft að ná sér upp úr því ástandi sem það býr við, fátækt, fíkn, geðsjúkdóma og fleira og fleira sem hægt væri að telja upp.  Þetta er líka fólkið sem fær verstu framkomuna frá þeim opinberu stofnunum sem eiga að hjálpa því og með sífelldum niðurskurði í geðheilbrigðiskerfinu er svo komið að þessu fólki er neitað um þá þjónustu sem það þarf á að halda.  Þetta fólk kemur líka að lokuðum dyrum í almenna heilbrigðiskerfinu og það eru í raun ófá tilfelli þar sem fólk hefur látist vegna fordóma innan heilbrigðiskerfisins en um það má ekki tala því það er tabú að ræða slíkt opinberlega enda gæti fallið blettur á “besta” heilbrigðiskerfi í heimi.

Staðreyndin er samt sú hvort sem fólki líkar það betur eða verr að gríðarleg stéttarskiptin er milli öryrkja á íslandi og fólk, sérstaklega ráðherrar, þingmenn og embættismenn þurfa að fara að opna augu og eyru, læra að hlusta og sjá staðreyndir og taka á vandanum og vinna úr honum í stað þess að hundsa hann og tala niður til þessa sárveika fólks sem á fullan rétt á því að fá aðstoð hins opinbera í stað þess að vera sífellt hent á dyr og sagt að koma milli 12 og 17 á virkum dögum því þá er því náðarsamlegast leyft að fara í geðhvörf eða geðrof en á öðrum tímum er það algjörlega bannað og bara tímaspursmál hvenær það verður sett í lög.

Mismunun er staðreynd:

Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að öryrkjum er mismunað gífurlega á íslandi og það þýðir lítið fyrir forréttindaröryrkjan á alþingi, Steinunni Þóru Árnadóttur að afneita því hvort sem henni líkar það betur eða verr.  Hún þarf ekki og kemur aldrei til með að þurfa að upplifa það að vera vísað frá helbrigðiskerfinu eða geðheilbrigðiskerfinu stöðu sinnar vegna eins og Loftur Gunnarsson sem lést úr magasári aðeins 32. ára gamall vegna fordóma heilbrigðisstarfsfólks og lækna í garð útigangsfólks en þann 11. sept síðastliðin hefði Loftur orðið fertugur hefði hann fengið þá þjónustu sem honum bar að fá.

Sögurnar eru fleiri en tölu verður komið á af þessum hópi öryrkja sem er vísað frá helbrigðiskerfinu vegna fjárskorts og fordóma þingmanna, ráðherra, lækna og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu, því miður en verst af öllu er þó þegar ungt fólk sviftir sig lífi inni á þeim stofnunum sem eiga að hjálpa þeim.
Stundin tók saman í grein í febrúar á síðasta ári lista yfir staðfest sjálfsvíg á íslenskum sjúkrahúsum eða í meðferðarsambandi við sjúkrahús á Íslandi og það eru allt annað en fallegar tölur sem þar blasa við.

Landlæknisembættið heldur utan um fjölda sjálfsvíga en því miður er erfitt að henda reiður á að þær séu að öllu leiti réttar því oft eru sjálfsvíg ekki skráð sem sjálfsvíg í skýrslum heilbrigðisstofnana og því verður að taka þessum tölum af varfærni.

Úrdrátturinn hér að neðan er aðeins brot af lengri grein Stundarinar.

Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa 16 sjálfsvíg og 45 alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs sjúklings í meðferðarsambandi við Landspítala verið skráð. Þá hafa fjórir sjúklingar svipt sig lífi innritaðir á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri frá því deildin var stofnum árið 1986. Tveir einstaklingar hafa fyrirfarið sér á Sjúkrahúsinu Vogi á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt, en það var árin 2014 og 2015. Engir skjólstæðingar hafa framið sjálfsvíg í meðferð á Hlaðgerðarkoti eða slasast við sjálfsvígstilraun þar. Alls eru því 22 staðfest sjálfsvíg á sjúkrahúsum á Íslandi.

Eftirfarandi upplýsingar hafi hins vegar fengist beint frá Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkrahúsinu Vogi og Meðferðarstofnun Samhjálpar – Hlaðgerðarkoti:

Geðdeildir Landspítala: Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa 16 sjálfsvíg og 45 alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs sjúklings í meðferðarsambandi við Landspítala verið skráð. Hér er átt við sjúklinga af öllum deildum spítalans. Frá 1. janúar 2007 hafa orðið átta andlát inniliggjandi sjúklinga á geðdeildum Landspítala og voru fjögur þeirra á deildum spítalans en fjórir sjúklingar voru í dagsleyfi. Alvarlegar tilraunir til sjálfsvígs á tímabilinu eru 34 en ekki var unnt að afla upplýsinga um möguleg meiðsl sjúklinganna. Þess má þó geta að þar sem um inniliggjandi sjúklinga var að ræða hefur þeim að öllu jöfnu borist aðstoð hratt og örugglega.

Geðdeildir Sjúkrahússins á Akureyri: Frá því að geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri var stofnuð árið 1986 hafa fjórir sjúklingar svipt sig lífi innritaðir á geðdeild sjúkrahússins, einn sem var inniliggjandi á deild árið 2012 og þrír sem voru í leyfi frá sjúkrahúsinu á árunum 1986, 2003 og 2010. Enginn hefur slasast alvarlega eftir sjálfsvígstilraun á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri.

Sjúkrahúsið Vogur: Á Sjúkrahúsinu Vogi hafa tveir einstaklingar fyrirfarið sér á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt. Það var árin 2014 og 2015. Einn einstaklingur lést af öðrum ástæðum. Enginn hefur slasast alvarlega við sjálfsvígstilraun.

Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot: Engir skjólstæðingar hafa framið sjálfsvíg í meðferð á Hlaðgerðarkoti eða slasast við sjálfsvígstilraun þar. Seint á árinu 2016 lést einn skjólstæðingur af öðrum orsökum á Hlaðgerðarkoti.

(Rauðmerkta málsgreinin er tileinkuð syni greinarhöfundar)
Greinina má lesa í heild sinni með því að smella hérna.

Lokaorð:

Það er skylda þingmanna og ráðherra að kynna sér þessi mál sem fjallað er um hér að ofan með opnum huga af sanngirni í stað þess að haga sér eins og, því miður, ofdekraðir grísir sem neita að horfast í augu við þær staðreyndir sem blasa við öllum sem hafa augu til að sjá með og eyru til að hlusta með en þó síðast en ekki síst, heila til að hugsa með.

Steinunn Þóra Árnadóttir og fleiri forréttindaöryrkjar þurfa að fara að virkja þessa hæfileika sína og nota þá í stað þess að setja upp það fáránlega “show” sem hægt er að horf á hér að neðan.

Þakka þeim sem nenntu að lesa þessa langloku og sérstaklega þó þeim sem deila og hvetja aðra til að lesa þetta með opnum huga og senda þá jafnvel inn ábendingar til okkar um efni sem vert er að fjalla um er snýr að málefnum aldraðra og sjúkra í öllum þjóðfélagsstéttum.
Þeir sem vilja styrkja vefinn er bent á að upplýsingar þess efnis er að finna hérna.

Rifrildi Ingu Sæland og Steinunnar Þóru Árnadóttur.

Dæmi nú hver fyrir sig.

Öll umræðan um fjárlög 2020 ef einhverjir hafa áhuga fyrir því enda komið meira inn á fjármálin sem snúa að lífeyrisþegum.

Skoðað: 4463

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir