Kjósum nýja stjórnarskrá í haust

Skoðað: 1631

Þegar hlustað er eftir því núna í aðdraganda kosninga hver áherslumál einstakra flokka verða í kosningabaráttunni, þá sést að mjög fáir flokkar eru tilbúnir að setja nýju stjórnarskrána sem almenningur kaus um í þjóðaatkvæðagreiðslu árið 2012, í gagnið.  Allar ríkisstjórnir frá því þjóðin samþykkti nýja stjórnarskrá, hafa svikið það að taka hana í gagnið og þar með gengið gegn vilja almennings í landinu, almennings sem kjörnir fulltrúar á alþingi hafa lofað að þjóna.
Þjóna.  Ekki stjórna.

Nú er komið á hreint að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, Viðreisn, Miðflokki eða VG eru atkvæði til flokka sem neita að verða við beiðni meirihluta kjósenda sem kusu um nýja stjórnarskrá árið 2012 og eru þar með á móti beinu lýðræði.
Píratar, Sósíalistar, Samfylking og Flokkur fólksins eru tilbúin að gera stjórnarskrármálið að kosningamáli hjá sér og berjast fyrir því að nýja stjórnarskráin verði tekin í gagnið á næsta kjörtímabili nái þeir inn í stjórn landsins.

Flokkar og þeir stjórnmálamenn sem hlusta ekki á almenning þegar um þjóðaratkvæðagreiðslu er að ræða, þar sem almenningur krefst þess að stjórnvöld hverju sinni taki mið af vilja fólksins í landinu eiga í raun ekkert erindi á löggjafarþing þess lands því þá er það fólk að bjóða sig fram á fölskum forsendum og í raun að ljúga að kjósnendum þegar það óskar eftir að almenningur kjósi það.

Það getur ekki verið að hinn almenni borgari, fólk á lágmarkslaunum, námsfólk sem lepur dauðan úr skel og fólk sem lifir í fátækt af bótum almannatrygginga vilji kjósa yfir sig þá flokka sem vilja halda óbreyttu ástandi þar sem níðst er á þeim sem minna mega sín meðan auðvaldið og mafían sogar til sín auðlindir þjóðarinar fyrir aðeins fáa útvalda.

Aðeins með samstilltu átaki umbótaflokkana sem setja nýja stjórnarskrá á stefnumálalista sína verður hægt að breyta ástandinu en til þess að þarf að vekja kjósendur í landinu til vitundarvakningar og hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað til að koma umbótaflokkunum til valda og koma flokkum stöðnunar, nýfrjálshyggju og sérhagsmuna frá völdum.

Skoðað: 1631

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir