Hneyksli að málinu sé vísað frá

Skoðað: 5220

Héraðsdómur ReykjavíkurStundum þarf að velta við steinum til að sjá hvað er undir þeim, hversu svo ógeðfellt það getur verið sem kemur í ljós, ef þá eitthvað kemur í ljós sem þarf ekkert endilega að vera.

Í ljósi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur þar sem máli hennar gegn ríkinu var vísað frá hljóta að koma upp spurningar um dómarann sem dæmdi í málinu og hæfi hans til að dæma í jafn stóru máli og þarna er á ferðinni því þetta mál snýst um hvort þegnar þessa lands njóti í raun verndar stjórnarskrár lýðveldisins.

Dómari kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki.

En hver er þá þessi dómari og hvaða hagsmuna hefur hann að gæta í jafn miklu réttlætismáli eins og þarna er á ferðinni?

Dómarinn í þessu máli heitir Arnfríður Einarsdóttir og er gift Brynjair Níelssyni alþingismanni sjálfstæðisflokksins.
Þau hjón hafa talsvert komist í sviðsljósið á undanförnum árum en þó sérstaklega vegna umsóknar þeirra beggja þegar ráðið var í tvær stöður Hæstaréttar síðla árs 2012.

Við hjá Skandall.is ætlum ekki að draga neinar ályktanir eða velta fyrir okkur niðurstöðu Arnfríðar í þessu máli en það hlýtur að verða skoðast hvers vegna dómari ákveður að vísa máli gegn ríkinu þar sem tekist er á um mannréttindi í stjórnarskrá lýðveldisins, frá dómi. Slík niðurstaða er algjörlega forkastanleg og fólk hlýtur að spyrja sig hvort það hafi verið þrýst á hana af eiginmanni eða valdhöfum til að komast að þessari niðurstöðu.

Eyjafréttir birta frétt um málið þar sem fjallað er um málið og það sagt jaðra við hneyksli að slík niðurstaða skuli hafa fengist.

Það hlýtur að vera hvatning fyrir Stundina að fara ofan í saumana á þessu máli, skoða dómara málsins og sjá hvaða hagsmunaöflum hún er tengd, því þessi niðurstaða hennar er ekkert annað en kolsvartur blettur á hennar dómaraferli.

Endilega segið ykkar álit í þessu máli.

Skoðað: 5220

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir