Halldór Arðræningi byrjaður gráta út lygunum enda kjaraviðræður að fara í gang

Halldór Arðræningi byrjaður gráta út lygunum enda kjaraviðræður að fara í gang

Skoðað: 239

Búið er að setja réttan texta á myndina.
Myndinni var stolið af alnetinu og ekkert er vita hver er höfundur textans.

Hann er sérstakur milljónalaunþeginn og talsmaður samtaka atvinnurekenda, SA þegar hann byrjar að gráta út lygunum og falsinu í fjölmiðlum allra landsmanna eins og svo vel kom í ljós í gær í fréttum RÚV þegar hann hélt því fram fullum fetum að forstjórar og stjórnendur fyrirtækja á íslandi hefðu fengið hlutfallslega lægstu launahækkanirnar á síðustu árum og vísaði þar í töflu Hagstofu íslands máli sínu til stuðnings.

En eins og sá sem þetta skrifar hefur ítrekað bent á, þá er lengi hægt að blekkja og ljúga með próstentuútreikningum og það er gert í þessu tilfelli.  Sá sem er með 400 þúsund í laun og fær 10% hækkunn hækkar þá um 40 þúsund krónur en Halldór Benjamín talsmaður samtaka arðræningja er með fjórar milljónir í mánaðarlaun svo 10 prósenta hækkunn til hans mundi færa honum 400 þúsund krónur í hækkunn.
Hvor hækkar meira hlutfallslega í launum?

Haukur Hólm, sem tók viðtalið við grátkellingu arðræningjana, hefði alveg geta bent Halldóri á þetta eins og meðfylgjandi mynd, sem einhver setti réttan texta við, sýnir svo glögglega.

Hér má síðan sjá frétt á RÚV frá 15. mars síðastliðinum sem Haukur Hólm tók saman, þar sem er stutt samantekkt á launum og launahækkunum nokkurra forstjóra og stjórnenda fyrirtækja en síðan er þessi frétt frá því í gær, 17. mars þar sem Haukur notar sér ekki einu sinni þessar upplýsingar til að reka lygarnar og þvættinginn ofan í Benjamín grátkellingu.
Aumingjaskapurinn í fréttamennsku á íslandi er orðin með öllu óþolandi.

Skoðað: 239

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka