Glæpamaður stofnar ráðgjafafyrirtæki úr fangelsi
Skoðað: 6512
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stofnað nýtt einkahlutafélag, Kot Consulting ehf. Samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu var félagið stofnað í september síðastliðnum.
Ólafur hefur frá því í febrúar verið í afplánun á Kvíabryggju eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu.
Í lögum um hlutafélög kemur skýrt fram að stjórnarmenn, framkvæmdastjórar skuli á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnurekstur, ekki hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.
66. gr. Stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar skulu vera lögráða, fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.
Framkvæmdastjórar og minnst helmingur stjórnarmanna skulu vera búsettir hér á landi nema ráðherra [eða sá sem hann framselur vald sitt]1) veiti undanþágu frá því.2) [Búsetuskilyrðið gildir þó ekki um ríkisborgara þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga enda séu hlutaðeigandi búsettir í EES-ríki, aðildarríki stofnsamningsins eða Færeyjum.]3) Sanna þarf ríkisborgararétt og búsetu í slíkum tilvikum.
Að sjálfsögðu á eins og skot að kæra þetta og leysa upp þetta félag enda er það kolólöglegt með öllu að dæmdur glæpamaður skuli geta stofnað fyrirtæki meðan hann afplánar dóm fyrir fjámálamisferli. Siðferði allra sem að þessu máli koma segir í raun allt sem segja þarf um þá, hvort sem það er Ólafur sjálfur, félagar hans í fyrirtækinu og síðast en ekki síst þeir sem veittu leyfið fyrir stofnun þess.
Jón Ásgeir í heimsóknum hjá fjárglæframönnum.
Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur tvívegis lagt leið sína á Kvíabryggju og átt fundi með fyrrverandi stjórnendum og eigendum Kaupþings sem þar afplána. Hæstiréttur Íslands dæmdi þá Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson, Ólaf Ólafsson og Magnús Guðmundsson í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða í febrúar en Jón Ásgeir er á meðal sakborninga í svonefndu Aurum-máli.
Fangar sem Stundin hefur rætt við staðfesta að Jón Ásgeir hafi komið ásamt einkabílstjóra sínum og fundað með Kaupþingsmönnum á Kvíabryggju. Hlaupið hafi urgur í aðra vistmenn, enda sé föngum yfirleitt ekki leyft að fá heimsóknir manna sem sæta ákæru eða bíða dóms.
Föngum mismunað.
Að sögn fanga sem Stundin hefur rætt við er sú tilfinning ríkjandi að bankamenn á Kvíabryggju njóti ákveðinna forréttinda og meira frjálsræðis en aðrir vistmenn. Einn viðmælenda segir að þeir fái að nota tölvur og síma fram á nótt á meðan aðrir fangar þurfi að skila slíkum tækjum fyrir klukkan ellefu á kvöldin. Þá gefist bankamönnunum oftar kostur á að fara til Reykjavíkur en öðrum vistmönnum auk þess sem einn þeirra fái að sinna ljósmyndaáhuga sínum nánast hvenær sólarhrings sem er.
Verður tekið á öllum frávikum frá reglum.
Páll Winkel fangelsismálastjóri vísar því á bug að fangar á Kvíabryggju séu á einhverjum sérkjörum, þá í ljósi stéttar þeirra og stöðu áður en til fangelsisvistar kom. Skýrar relgur séu um heimsóknir og jafnt eigi yfir alla að ganga án stéttar eða stöðu áður afplánun hófst.
Ábyrgð fjölmiðla að komast að sannleikanum í þessu máli.
Fjölmiðlar þurfa að kafa betur ofan í þetta mál og til þess þurfa þeir að fá að ræða við fanga sem eru í afplánun á Kvíabryggju og þekkja til þessara mála.
Páll Winkel er lítt trúverðugur í þessu máli og spurning líka hvort hann talar gegn betri vitund þegar ljóst er að einn þeirra sem situr inni fyrir fjársvik skuli geta stofnað ráðgjafafyrirtæki meðan hann afplánar refsingu fyrir fjármálaglæpi.
Skoðað: 6512