Er þetta einkaríkisstjórn Bjarna Ben?

Er þetta einkaríkisstjórn Bjarna Ben?

Skoðað: 2297

Sikileyska mafían gæti sjálfsagt lært mikið af þeirri íslensku.

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinar tekur saman lista yfir sex málefni sem brenna á honum og honum finnst að þurfi að staldra við og skoða nánar og spyrja sig á hvaða vegferð íslenskt þjóðfélag sé í ljósi þeirra atriða.

Það er skemmst frá því að segja að þegar rennt er yfir þennan lista þá er ekkert á honum sem gefur til kynna að núverandi ríkisstjórn og þeir þingmenn sem tilheyra þeim flokkum sem þar sitja séu að vinna fyrir þjóðarhag eða almenning í landinu því það er niðurskurður á öllu því er snýr að almannahag í landinu en dekrað er áfram við auðmenn, útgerðir og sérhagsmuni og því engu líkara en þessi ríkisstjórn sé aðeins skipuð einum manni sem fer þar með öll völd.
Sá maður er Bjarni Benediktsson formaður yfirglæpamafíu íslands.

Númer eitt:

Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt.

Skúli Mogensen keyrir WOW í þrot með amk tveggja milljarða króna skuldir en virðist ekki þurfa bera nokkra einustu ábyrgð þegar upp er staðið og stendur eftir sem áður uppi sem margmilljóneri meðan starfsfólkið sem vann hjá honum missti lífsviðurværi sitt eftir að hafa lagt lífið og sálina í að halda flugfélaginu gangandi á góðvild í marga mánuði.
Skúli er eitt af mörgum dæmum um auðmenn sem sleppa alltaf undan ábyrgð, komast undan með fúlgur fjár og geta svo startað á nýrri kennitölu.
Svona siðleysi þarf að stoppa.

Númer tvö:

Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga.

Eftirlitsstofnanir hafa alltaf verið þyrnir í augum íhaldsins, (mafíunar) á íslandi og eftir síðustu aldamót fram að hruninu 2008 gerði íhaldið það að verkum að allar eftirlitsstofnanir voru algjörlega lamaðar vegna skorts á fjármagni og reglugerðarkjaftæðis sem komið var á til að þær gætu ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki eða þær lagðar niður.  Þar var Davíð Oddsson að verki í öll skipti.
Við erum að sjá nákvæmlega sama ferlið í dag.

Númer þrjú:

Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins.

Bjarni Ben er með 130 þúsund milljón króna afskriftir á bakinu vegna fyrirtækja sem hann stýrði og var forsvarsmaður fyrir, (þó hann þræti fyrir það) afskriftir sem almenningur þurfti þegar upp var staðið að borga.  Nú vill hann selja bankana á sömu forsendum og gert var fyrir hrun og nái það fram að ganga þá er stutt í annað fjármálahrun því eftirlitsstofnanir eru steingeldar enn þann dag í dag og það verður aldrei hægt að hafa eftirlit með eigendum bankana þannig að þeir hreinsi þá ekki innanfrá og láti almenning taka skellinn eins og síðast.
Það er öruggt að þannig mun það fara.

Númer fjögur:

Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn.

Þarna er íhaldsmafíunni rétt lýst.  “Allt fyrir okkur, ekkert fyrir ykkur.”
Það er allt reynt til að kúga það fólk sem vinnur erfiðustu og mest krefjandi störfin í landinu.
Hvað ætli mundi gerast ef allt þetta fólk tæki sig saman, segði upp á staðnum og labbaði hreinlega út?
Auðvita mundi það bitna á sjúklingum en er það fólkinu sem er undirborgað og kúgað að kenna?

Númer fimm:

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla.

Þarna kemur hvað skýrast í ljós hvernig íhaldið vinnur.
Allt gert til að drepa þjónustu ríkisins á allan hátt svo hægt sé að einka(vina)væða þjónusturnar sem um ræðir, halda fátækasta fólkinu enn fátæku og helst hrekja það út af brún sjálfsmorðshengiflugsins því þannig getur mafían þvegið hendur sínar og réttlætt sig með því að segja að fólkið hafi drepið sig sjálft þó svo þeir hafi staðið á bak við viðkomandi þegar hann stóð á brúninni og hallað sér fram af henni en í stað þess að kippa honum til baka þá ýttu þeir á bakið á honum.
Morðinginn er alveg jafn mikill morðingi þegar þegar hann hefur ýtt viðkomandi fram á brún hengiflugsins  og síðan potað í hann til að koma honum fram af brúninni þó hann þræti fyrir það.

Númer sex:

En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.

Sorglegt en satt.

Og þarna kemur auðmannadekrið og sjálfhyggjan svo sterkt og greinilega í ljós.
Þessi ríkisstjórn er einsmanns ríkisstjórn þar sem Bjarni ræður öllu og stýrir öllu.
Það er ekkert mál inni frá VG eða Framsókn sem snýr að því að bæta kjör almennings í landinu, þjónustu við almenning eða bætt ástand í stjórnmálum.

Það má öllum vera ljóst eftir þennan lestur að þetta er einkaríkisstjórn Bjarna Ben og Kata litla er bara upp á punt.

Skoðað: 2297

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Styrktarupplýsingar
Styrkur
%d bloggers like this:

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka