Ég ætla að verða öryrki þegar ég verð stór

Skoðað: 2147

Málþing kjarahóps ÖBÍ.

Það ætlar sér enginn að verða öryrki þegar hann verður fullorðin enda er það hlutskipti ekki til að öfunda neinn af.
Að vera öryrki er ávísun á fátækt, félagslega einangrun, einmannaleika, veikindi og það sem verst er, fordómar og stundum hreint hatur frá almenningi sem hefur ekki skilning á því að oft er örorkan ósýnileg.

Á morgun, þriðjudaginn 22. oktober stendur kjarahópur Öryrkjabandalags Íslands fyrir málþingi á Grand Hotel í Reykjavík og hefst það klukkan 13:00 stundvíslega.  Þeir sem hafa áhuga á því að mæta ættu að vera komnir í síðasta lagi hálftíma fyrr til að missa ekki af neinu.

Málþing kjarahóps ÖBÍ um rangfærslur og fordóma í garð öryrkja.
Fundarstjóri: Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir
Ávarp formanns ÖBÍ – Þuríður Harpa Sigurðardóttur
Saga af konum. Fjöldaþróun örorkulífeyrisþega.
Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur

Persónuleg reynsla að verða öryrki.
Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, námsmaður og öryrki.

“Hver skellti skuldinni á öryrkjann? Bótasvik í ljósi réttinda fatlaðs fólks”
Eiríkur Smith, fötlunarfræðingur og réttindagæslumaður fatlaðs fólks

20 ára öryrkjaafmæli – staðalímyndir, sjálfið og skömmin
Unnur H. Jóhannsdóttir, öryrki, kennari og blaðamaður

Af alvöru öryrkjum, öðrum öryrkjum og fólki.
Bergþór H. Þórðarson formaður kjarahóps ÖBÍ

Pallborð.

Lokaorð.
Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ.

Nánar er hægt að fræðast með því að smella hérna.

Skoðað: 2147

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir