Jack
Jack Hrafnkell Daníelsson er fæddur síðla í janúar 1965 í Reykjavík en ólst upp til tveggja ára aldurs í Hvallátrum á Breiðarfirði hjá foreldrum sínum, Daníel Jónssyni og Steinunni Bjarnadóttur sem þar bjuggu ásamt foreldrum Daníels, Jóni Daníelssyni og Jóhönnu Sesselju Friðriksdóttur.
1968 festu þau Daníel og Steinunn kaup á jörðinni Drangar á Skógarströnd og fluttu þangð 1968 á H-daginn og bjuggu þar í 32 ár með hefðbundin búskap.
Ég hef alltaf fylgst með fréttum og stjórnmálum en eftir að ég slasaðist 1999 og varð óvinnufær færði ég mig yfir í tölvuöldina og lærði til tölvuviðgerða ásamt því að ég lærði heimasíðugerð og viðhélt því til dagsins í dag þó miklar breytingar hafi orðið á öllu netviðmóti og þeim kerfum sem notuð eru í dag miðað við hvernig það var um aldamótin.
Ég hef á síðari árum einbeitt mér mest að skrfum um málefni öryrkja, aldraðra og þeirra sem erfiðast eiga með að verja sig gagnvart stjórnvöldum landsins og reynt að benda fólki á það gríðarlega óréttlæti sem þetta fólk þarf að búa við.
Þó svo pistlunum hafi fækkað og skrifin stopulli hjá mér þá er ég ekki hættur og þess vegna sett upp póstlista á síðunni þar sem fólk getur skráð sig og fengið nýjust pistlana í tölvupósti þegar þeir birtast á vefnum.
Siðferði
21
feb
2019
Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri Grænna fór með ósannindi, það er að segja á mannamáli, lygar, í máli sínu í pontu alþingis í gær, 20. febrúar. Þar sagði Óla…
Kjaramál
21
feb
2019
Sorgleg staðreynd. Það er engum ofsögum sagt þegar Bjarni Ben svokallaður fjármálaráðherra íslands er sagður bæði ljúga og blekkja almenning á íslandi í hvert einasta sinn sem hann tjáir sig. Í síðast…
Kjaramál
19
feb
2019
Skilaboð til öryrkja og lágtekjufólks frá Bjarna Ben. En einu sinni kemur svokallaður fjármálaráðherra landsins fram með tillögur sem eiga að vera til hagsbóta fyrir láglaunafólk á íslandi, þá sem ber…
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, munu mæta í Hungurvökuna laugardaginn 23. febrúar klukka tvö á Austurvelli og ræða stöðu þess…
Mynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu 17. nóvember 2018 gefur raunsanna mynd af stöðu mála. Mynd: Gunnar Karlsson Það ætti að vera löngu hætt að koma fólki á óvart að fjármálaráðherra íslands, Bjarn…
Þingmenn Píratar með FO húfur.Fokk ofbeldi. ,,Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjö…
Siðferði
5
feb
2019
Þingmenn sem sátu að sumbli í vinnutíma. Reimar Pétursson, lögmaður þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn, hefur sent Persónuvernd bréf þar sem ítrekuð er sú krafa …
Siðferði
21
des
2018
Grafalvarleg könnun. Jólaandi MIðflokksins svífur nú yfir vötnum og nýjasta útspil fjórmenningana er lýsandi fyrir siðferði þeirra og hug þeirra síðustu dagana fyrir jólahátíð hinna kristinna manna. F…
Fréttir
15
des
2018
Í myndbandinu hér að neðan útskýrir franskur ríkisborgari, Roman Light hvað gulu vestin þýða og hvað þau eiga að tákna. Rétt er samt að vara við myndbrotum í myndbandinu þar sem franska lögreglan geng…
Siðferði
14
des
2018
Meirihluti velferðarnefndar. Þó ótrúlegt megi virðast þá fylgir því gífurleg ábyrgð að sitja á Alþingi íslendinga því þeir sem veljast þangað sem kjörnir fulltrúar almennings bera ábyrgð á gerðum sínu…