Jack

Jack Hrafnkell Daníelsson er fæddur síðla í janúar 1965 í Reykjavík en ólst upp til tveggja ára aldurs í Hvallátrum á Breiðarfirði hjá foreldrum sínum, Daníel Jónssyni og Steinunni Bjarnadóttur sem þar bjuggu ásamt foreldrum Daníels, Jóni Daníelssyni og Jóhönnu Sesselju Friðriksdóttur. 1968 festu þau Daníel og Steinunn kaup á jörðinni Drangar á Skógarströnd og fluttu þangð 1968 á H-daginn og bjuggu þar í 32 ár með hefðbundin búskap. Ég hef alltaf fylgst með fréttum og stjórnmálum en eftir að ég slasaðist 1999 og varð óvinnufær færði ég mig yfir í tölvuöldina og lærði til tölvuviðgerða ásamt því að ég lærði heimasíðugerð og viðhélt því til dagsins í dag þó miklar breytingar hafi orðið á öllu netviðmóti og þeim kerfum sem notuð eru í dag miðað við hvernig það var um aldamótin. Ég hef á síðari árum einbeitt mér mest að skrfum um málefni öryrkja, aldraðra og þeirra sem erfiðast eiga með að verja sig gagnvart stjórnvöldum landsins og reynt að benda fólki á það gríðarlega óréttlæti sem þetta fólk þarf að búa við. Þó svo pistlunum hafi fækkað og skrifin stopulli hjá mér þá er ég ekki hættur og þess vegna sett upp póstlista á síðunni þar sem fólk getur skráð sig og fengið nýjust pistlana í tölvupósti þegar þeir birtast á vefnum.
Hræsni Bjarna Ben Fréttir

Hræsni Bjarna Ben

Það væri of langt mál að fara í að telja upp alla hræsnina, mótsagnirnar, þekkingarleysið, fjármálaólæsið, siðblinduna, lygarnar og margt annað sem einkennir núverandi fjármálaráðherra þjóðarinar, Bja…
Gleðilegt nýtt ár Fréttir

Gleðilegt nýtt ár

Um leið og við hér á Skandall.is óskum ykkur gleðilegs komandi árs þá þökkum við ykkur lesturinn, deilingarnar og umræðurnar á árinu sem er að líða sitt skeið á enda en síðast en ekki síst þeim sem st…
Gleðilega hátíð Fréttir

Gleðilega hátíð

Skandall.is, eigandi, umsjónarmenn og pistlahöfundar óska lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með betri tíð fyrir þá sem í dag þurfa að lifa undir hungurmörkum í boði ríkisstjórnar Kat…
Hitið upp með sprittkertum Fréttir

Hitið upp með sprittkertum

Það er búið að vera rafmagnslaust víða síðasta sólarhringin og enn rafmagnslaust á mörgum stöðum og gæti orðið talsverð bið eftir að rafmagn komist á að nýju. Þeir sem hita húsin með rafmagni eru vers…
Taka tvö Af samfélagsmiðlum

Taka tvö

Baráttan heldur áfram! Laugardaginn 7. desember 2019 frá klukkan 14:00 til 15:00 Við krefjumst enn að: * Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. * Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða st…