AF HVERJU LOGA EKKI ELDAR Á AKRANESI?

Skoðað: 5687

Þrælarnir mæta á bandið þó þeim hafi verið sagt upp.

HB-Grandi segir upp tæplega 90 starfsmönnum og lokar botnfiskvinnslu fyrirækisins á Akranesi.  Eina sem gerist er að fólk verður hnýpið og sorgmætt en ekki alveg kolbrjálað eins og vera ætti ef ekki væri fyrir það að þrælagenið er alveg 100% virkt hjá Skagamönnum því annars hefðu þeir gengið út í gær og látið eigendum og yfirmönnum fyrirtækisins eftir að bjarga því sem bjargað verður af aflanum sem kominn er í hús.

Meira að segja Vihjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness reynir ekki að brýna fólk í aðgerðir, heldur drýpur höfði og leyfir Granda að granda byggðinni á Skaganum.  Ekki er bæjarstjórinn heldur til stórra verka líklegur því hann hefur skriðið eins og ormur og sleikt skósóla mafíósana í fyrirtækinu og lofað hundruðum milljóna til uppbyggingar hafnarmannvirkja, bara ef glæpalýðurinn vill vera svo vænn að vera kyrr með sína útgerð á staðnum.

Hb-Grandi er að brjóta lög, það er alveg kristaltært og ríkisstjórnin, alþingi og ráðherra sjávarútvegsmála gera ekkert í því enda allt þetta hyski á mála hjá útgerðarmafíunum í landinu og passa upp á að þeir geti arðrænt þjóðina af auðlindum hennar án þess að greiða sanngjörn gjöld fyrir afnotin.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Varla er hægt að kalla þá ákvörðun stjórnenda Granda að hætta með bolfiskvinnsluna á Akranesi að þeir séu að stuðla að traustari atvinnu og byggð í landinu og stjórnvöld þurfa að fara að taka sig saman og refsa fyrirtækjum sem haga sér svona með því að svifta þau þeim aflaheimildum sem þau komust yfir á landsbyggðinni með því að sölsa undir sig fyrirtæki eins og Harald Böðvarsson á sínum tíma.  Kvótinn eða aflamarkið á að vera kyrrt á staðnum og Grandi getur bara hypjað sig úr bænum ef það er það sem þeir vilja þá.

Á síðustu tíu árum hefur Grandi, (HB er viljandi sleppt úr nafninu enda vanvirðing við Harald Böðvarsson að nota þá skammstöfun eftir ákvörðun stjórnenda Granda að hafa upphafsstafi hans í nafninu), greitt sér út 13,5 milljarða krónur í arð eða um eitt þúsund, þrjúhundruð og fimmtíu milljónir að meðaltali á ári.  Almenningur skilur ekki svona stórar tölur.

Það er alveg með ólíkindum að Skagamenn skuli ekki vera hreint út sagt brjálaðir og að starfsfólki Granda skuli yfir höfuð hafa mætt í vinnu í morgunn segir allt sem segja þarf um þrælslundina sem lifir góðu lífi í íslensku þjóðarsálini.

Skoðað: 5687

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir