Mánaðarbið fyrir kvíðasjúkling í krabbameinsrannsókn í handónýtu heilbrigðiskerfi

Skoðað: 3255

Ætli þetta sé ekki helsta ástæða fylgishruns Sjálfstæðisflokksins. MYND: Gunnar Karlsson.
Ætli þetta sé ekki helsta ástæða fylgishruns Sjálfstæðisflokksins.
MYND: Gunnar Karlsson.

“Ég sit hérna hálf grenjandi að skrifa þetta í von um að ástandið breitist en ég sé ekki fram á að það muni gera það á minni lífstíð ef hlutirnir lagast ekki strax.”

Þetta skrifar ung kona á vegginn hjá sér en hún á við kvíðaröskun að stríða og 20. ágúst síðastliðin tekur hún eftir að það er stór og óeðlilegur vöxtur á hálsinum á henni og fer hún því til læknis í skoðun.  Nokkrum dögum seinna fer hún síðan í ómskoðun og kemur þá í ljós að hún er með fjögurra sentímetra æxli frá skjaldkirtlinum og því þarf hún að fara í sýnatöku til að kanna hvort um krabbamein er að ræða.

Síðan 26. Ágúst hefur hún beðið eftir að fá tíma en það er sama hvað hún reynir að gera til að flýta því, tíminn fæst ekki fyrr en 19. september þar sem flestir læknar eru aðeins í íhlaupavinnu hjá LSH og Domus Medica enda séu þeir í fullu starfi erlendis.

Hér neðst í pistlinum er hægt að lesa innlegg Gyðu sem og umsagnir en það verður að segjast alveg eins og er hvað varðar heilbriðiskerfið í landinu, þá er það orðið rústir einar þar sem öll aðstaða fyrir starfsfólk og sjúklinga er vægast sagt ömurleg, starfskjör með því versta sem þekkist í vestrænum löndum og launin langt undir því sem hægt er að telja eðlilegt.

Það er alveg sama hvað stjórnvöld og ráðherrar jarma um hvað hefur verið mikið fé sett í heilbrigðiskerfið á síðustu árum, það þarf að bæta enn betur í ef við eigum ekki að fara enn neðar á listanum yfir þau heilbrigðiskerfi sem við miðum okkar við.
Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega bætt í en það verður að gera enn betur og meðan stjórnvöld moka undir auðvaldið og útgerðargreifa þá verður aldrei hægt að byggja hér um samfélag sem stendur undir því að nefnast velferðarsamfélag.  Til þess þarf nýjan hugsunarhátt og ný vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til alþingis og til að stjórna landinu því sérhagsmunir síðuðustu áratuga hafa gengið sér algjörlega til húðar og sannað að þeir sem aðhyllast teboðs og brauðmolakenningar, eru alla jafna siðblindir eiginhagsmunaseggir sem munu aldrei bera virðingu fyrir öðrum.

Það sýnir og sannar hvernig staða íslands er í dag á öllum sviðum.

Skoðað: 3255

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir