Króna á móti krónu skerðing. Hvernig virkar það?
Skoðað: 9514
Það sem hefur alveg gleymst í kjaramálum öryrkja og eldri borgara er að útskýra fyrir almenningi hvernig króna á móti krónu skerðingarnar virka fyrir þessa hópa og það er því komin tími til að setja fram nokkur dæmi um það.
Ekki með því að taka dæmi af öryrkjum eða eldri borgurum heldur hinni vinnanndi stétt á íslandi.
Við ætlum að taka dæmi af verkamanni sem drýgir tekjurnar með yfirvinnu og aukavinnu um helgar.
Við ætlum að taka dæmi um þingmann sem fengi skerðingu um krónu á móti krónu á allar aukasporslur sem hann fær ofan á þingfararkaupið og sjá hver útkoman verður.
Ástæða þess að við ætlum að gera þetta er vegna þess að reynt fjölmiðlafólk virðist ekki skilja út á hvað krónu á móti krónu skerðingin gengur og þaðan af síður virðast þingmenn, (sem þó villja alls ekki afnema þetta óréttlæti) skilja hvernig þetta virkar.
Kanski þessi dæmi hér að neðan verði þeim aðeins til hjálpar sem og þeim almennu borgurum sem finnst bara ekkert að því að skerða lífeyrisþega og halda þeim þannig í fátæktargildru án möguleika á að lifa mannsæmandi lífi.
Dæmi um krónu á móti krónu skerðingu
Framfærslu- viðmið |
Atvinnu- tekjur |
Skerðing | Staðgreiðsla | Til ráðstöfunar | Skerðing og skattur |
227.883 | 0 | 0 | 31.273 | 196.610 | 31.273 |
227.883 | 40.000 | 40.000 | 31.273 | 196.610 | 71.273 |
Við útreikninga voru notaðar reiknivélar TR og RSK.
Verkafólk.
Hér tökum við dæmi af Nonna sem er réttur og sléttur verkamaður með heildarlaun í dagvinnu upp á 300 þúsund á mánuði fyrir skatta og gjöld, en útborgað fær hann um 252 þúsund af því.
Nonni vinnur að meðaltali um 26 tíma í yfirvinnu á viku eða 104 tíma á mánuði og fær um 2.900 krónur á hvern yfirvinnutíma sem gerir rúmlega 301 þúsund á mánuði ofan á dagvinnuna.
Samkvæmt þessu ætti Nonni því að fá útborgað rúmlega 500 þúsund krónur vegna allrar yfir vinnunar en þar sem stjórnvöld hafa ákveðið að refsa Nonna fyrir að fara ekki í framhaldsnám og gerast lögfræðingur, læknir eða hagfræðingur, þá skulu laun hans skert sem nemur krónu á móti krónu af öllum aukatekjum sem hann vinnur sér inn og þar sem yfirvinnukaupið er hærra heldur en dagvinnan þá þarf Nonni nú að greiða til baka öll sín dagvinnulaun fyrir skatta og gjöld, PLÚS RÚMLEGA EITT ÞÚSUND KRÓNUR AÐ AUKI!!!
Ef Nonni fengi húsaleigubætur frá ríkinu, þá mundu þær einnig skerða laun hans ofan á það sem að ofan er talið og þá er það hreinlega orðin spurning hvort það borgi sig yfir höfuð fyrir Nonna að vinna meira en bara dagvinnuna þegar hann þarf orðið að borga með sér í vinnu?
Þetta er sá raunveruleiki sem öryrkjar og aldraðir lifa við hvern einasta dag og hafa gert síðan 2009 þegar Samfylkingin og VG skelltu þessum skerðingum á öryrkja og aldraða í kjölfar hrunsins og lofuðu að afnema það fyrir árið 2013 en sviku það, að sjálfsögðu.
Alþingismaðurinn.
Það er engin þingmaður sem hentar betur til þess að taka fyrir í þessu dæmi heldur en Ásmundur Friðriksson, oftast nefndur “ökuþór” eftir brjálæðislegar greiðslur sem hann fékk úr ríkissjóði í formi akstursgreiðslna árið 2017 eða 4,6 milljónir.
Þingfararkaup alþingismanna er 1.101.194 krónur á mánuði eða 13.214.328 krónur á ári.
Þetta eru grunnlaun þingmanns og nú skulum við nota þeirra eigin aðferðir við að skerða þá um krónu á móti krónu.
Við getum byrjað á því að taka þessar fjórar komma sex milljónir af þingfararkaupinu og þá standa eftir 8.614.328 krónur sem hann fengi á ári.
ÞIngmaður sem býr utan Reykjavíkur fær að auki 134.041 krónu í húsnæðis og dvalarkostnað ef þeir halda ekki annað heimili í höfuðborginni. Þá fá þeir einungis 53.616 krónur í viðbót. Allir þingmenn fá greiddar 30 þúsund krónur á mánuði í fastan ferðakostnað og 40 þúsund krónur í svokallaðan starfskostnað. Því eru laun þingmanna hærri, og í mörgum tilfellum mun hærri, en þingfarakaup segir til um.
Nú höldum við áfram að skerða og þar sem Ásmundur heldur ekki annað heimili í Reykjavík, þá fær hann “aðeins” 53.616 krónur vegna búsetu og síðan 70 þúsund í ferðakostnað og starfskostnað sem gera samanlagt sem gera 123.616 krónur á mánuði eða 1.483.392 krónur á ári.
Nú skulum við reikna þetta út.
Eftir aksturskerðingarnar standa eftir 8.614.328 krónur sem hann fengi á ári en eftir heildarskerðingar yrðu aðeins eftir um 7.130.936 krónur í árslaun eða 594.244 krónur á mánuði og þá ætti eftir að taka skatta og gjöld af þeirri upphæð.
Eitthvað segir okkur að Ásmundur og reyndar allir þingmenn sem yrðu fyrir svona skerðingum mundu hreinlega tryllast og fara gjörsamlega á límingunum ef þeir þyrftu að sæta slíkum skerðingum sem þeir leggja á öryrkja og aldraða.
Þessum pistli má alveg deila á þingmenn og ráðherra, blaða og fréttamenn en síðast en ekki síst að koma honum til almennings svo fólk skilji hversu alvarleg mannréttindabrot eru framin á lífeyrisþegum á hverjum einasta degi í einu ríkasta landi í heimi.
Skoðað: 9514