Hreinar lygar Fjármálaráðherra í ræðustól alþingis

Skoðað: 11196

Stöðugur ójöfnuður í gangi og eykst bara með hverjum deginum sem núverandi ríkisstjórn situr að völdum.
Stöðugur ójöfnuður í gangi og eykst bara með hverjum deginum sem núverandi ríkisstjórn situr að völdum.

Ég vil biðja fólk um að hlusta vandlega á ræðu sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra flutti í ræðustól alþingis í gær, 8. des 2015 og muna það sem hann sagði þarna, því allt sem hann segir eru ekkert annað en lygar og blekkingar um að kjör öryrkja og aldraðra hafi aldrei batnað eins mikið og í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Þar segir Bjarni orðrétt:

Virðulegi forseti. Þegar ný ríkisstjórn tók við vorið 2013 settum við það í forgang að draga úr skerðingum sem bótaþegar hefðu þurft að sæta í tíð fyrri ríkisstjórnar. Við afnámum strax sumarið 2013 þá reglu að grunnlífeyrir væri skertur af lífeyrissjóðstekjum. Við hækkuðum líka frítekjumarkið vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og frítekjumark vegna atvinnutekna örorkulífeyrisþega. Við framlengdum víxlverkunarsamkomulagið vegna bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða. Við lækkuðum frá 1. janúar 2014 skerðingarhlutfall tekjutryggingar niður í 38,35%. Við hækkuðum frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna. Þetta hefur skilað því að bætur eru í dag 7,4 milljörðum hærri á ári frá og með áramótum en ella hefði orðið. Því til viðbótar hafa bætur hækkað í samræmi við lög á hverju ári eftir því sem verðlag eða laun hafa hækkað meira (Gripið fram í: Nei) og munu hækka núna um áramótin um 14 milljarða í samræmi við lög. Fjölgun bótaþega hefur líka verið talsverð á þessu tímabili og þess vegna er á þessu kjörtímabili annars vegar búið að fylgja lögum og gera aðrar breytingar til að fella niður fyrri skerðingar sem leiða til þess (Forseti hringir.) að á næsta ári verða bætur 26,8 milljörðum hærri en ella hefði verið. (Gripið fram í: Er hægt að samþykkja …?) Bætur eru að hækka um áramótin um 9,7%, um 14,2 milljarða, það er í samræmi við lög. Launaþróun (Forseti hringir.) er skilað til bótaþega. (Gripið fram í: … ánægðir með 170 þús. kr.?)

Frítekjumarkið var jú hækkað í 109 þúsund á mánuði en það hefur ekki hækkað bæturnar því flestir öryrkjar og langflestir aldraðir eru með öllu óvinnufærir.
Frítekjumarkið vegna lífeyrissjóðsgreiðsla hefur engin áhrif á bætur almannatrygginga, þar er enn skert um krónu á móti krónu af tekjutryggingunni.
Bætur hafa ekki hækkað í samræmi við lög því um síðustu áramót voru þær 0,5% lægri en lög kveða á um og í krónum talið fengu lífeyrisþegar aðeins skitinn 5.000,- kall í hækkunn á sínum lífeyri.
Skattleysismörk eru í dag um 140. þúsund og því greiða lífeyrisþegar fullann skatt af örorku og ellilífeyri sínum.

Það er bæði ósanngjarnt og yfirnáttúrulega óheiðarlegt af fjármálaráðherra að draga saman heildartölur um hækkunn bóta í milljörðum talið því staðreyndirnar um útborguð laun elli og örorkulífeyrisþega eru aðeins á bilinu 170 til 190 þúsund á mánuði, eða tæplega 200 þúsund krónum undir framfærslumörkum Hagstofunar.

Neitunarræða Bjarna Ben, Fjármálaráðherra frá því í gær á alþingi.

Öryrkjabandalagið hefur tekið saman staðreyndir um tekjuþróun öryrkja frá síðustu árum og þar kemur skýrt fram hver tekjuþróunin hefur verið.
Ég hvet fólk til að smella á tenglana með frétt ÖBÍ því þar eru myndir og skjöl sem útskýra nákvæmlega hvernig bætur eru langt undir því sem fjármálaráðherra heldur fram.

Það er ekki merkilegur eða trúverðugur ráðherra sem stígur í pontu alþingis og lýgur blákalst að þingi og þjóð.  Slíkur ráðherra er með öllu óhæfur í starfi sínu og ætti að segja af sér á stundinni.

Skoðað: 11196

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir