Félagsmálaráðherra á harðahlaupum undan ábyrgð og vandamálum

Skoðað: 3243

Það væri ráð fyrir fólk að hlusta á þau svör sem Guðmundur Ingi Kristinsson fær frá Ásmundir Einari Daðasyni félagsmálaráherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi 12. mars því ráðherra virðist vera á harðahlaupum undan ábyrgð og að aukir reynir hann að velta ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin.

Það er engu líkara en sú kynslóð ráðherra sem situr í ríkisstjórn íslands sé algjörlega getulaus á allan hátt nema að því markinu að skjóta sér undan ábyrgð, ljúga gengdar og skammlaust úr ræðustól alþingis, í ræðum og riti sem og í viðtölum við fjölmiðla.  Það er engu líkara en það hafi verið alin upp kynslóð fólks sem veit ekki hvað ábyrgð, siðferði né heiðarleiki er en telur þó að í krafti embættis síns hafi því verið úthlutað heilu haughúsi af virðingu.  Virðingu sem fylgir embættinu eigi í þeirra huga að vera sjálfssprottið en ekki áunnið.

Guðmundur er ekkert að skafa utan af því hvernig ástatt er eftir að hjálparstöðvum sem hafa útdeilt mat til fátækasta fólksins hefur verið lokað og því enga hjálp fyrir það fólk að fá og margt af eldra fólki sem hokrar á fátæktarmörkum er bjargarlaust heima hjá sér, jafnvel matar og lyfjalaust að auki.

Veiran stöðvar matarúthlutun

Lokað er fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna COVID-19.  Ekki er bann við hvers konar viðburðum.  Í aðgerðaáætlun almannavarna er ekki getið um þá sem ekki hafa efni á að birgja sig upp.

Stjórnvöld voru fljót að bregðast við og byrja á að bjarga auðvaldinu, fyrirtækjum og bönkum með aðgerðum sem miða að því að lækka skatta og gjöld á fyrirtæki en ætla þessi sömu stjórnvöld algjörlega að hunsa fátækt fólk?  Fólkið sem Katrín Jakobsdóttir sagði að gæti ekki beðið eftir réttlæti en bíður samt enn eftir réttlætinu tveimur og hálfu ári síðar?
Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því fólki í dag sem er þó enn verr sett en þegar hún lét þessi stóru orð falla.

Ásmundur Einar kemur illa út úr þessu samtali en reynir að benda á að eitthvað sé að gerast, að það sé verið að tala við sveitarfélögin og samræma aðgerðir án þess að hann færi neitt nánar út í þá sálma.  Þeir sem hlusta á svör hans geta ekki áætlað annað að þarna sé ráðherra á hröðum flótta undan bæði ábyrgð og eins því að taka á málum og gera eitthvað.

Hlustið og dæmið sjálf.

Skoðað: 3243

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir