Þegar læknir brýtur eið

Skoðað: 3499

Læknir sem brýtur eið sinn eða hleypur eftir duttlungum stjórnvalda á að svifta læknisleyfi um leið og upp kemst.

Hvernig á læknafélagið og landlæknir að bregðast við þegar læknir brýtur þann eið sem hann hefur svarið þegar hann hóf störf sem læknir og hvað er eiðrof læknis?

Ástæðan fyrir þessum skrifum er vegna brottvísunar 26 ára ófrískrar Albanskrar konu sem er gengin 35 til 36 vikur, unnusta hennar og tveggja ára dóttur þeirra.  Konan var búin að fara í skoðun í gærkvöldi vegna blæðinga sem hún fékk af stressi og álagi þegar lögregla og fulltrúi útlendingastofnunar mættu óvænt heim til þeirra síðdegis í gær til að tilkynna þeim að þeim yrði vísað úr landi seinna um kvöldið og greint er frá í síðasta pistli.

Um klukkan hálf tvö í nótt var konan komin út af mæðradeild þar sem hún fékk vottorð með upplýsingum um hversu langt hún væri gengin og að ekki væri mælt með að hún myndi fljúga. Venjulega þegar óléttar konur flúga þurfa þær að fá svokallað “fit to fly” vottorð en engin fordæmi voru hins vegar fyrir að gefa “not fit to fly” vottorð þar sem enginn læknanna hafði upplifað það áður að verið væri að neyða ólétta konu í flug gegn vilja hennar.

Tveir lögreglumenn stoðdeildar komu og skoðuðu vottorðið frá meðgöngudeild landspítalans. Þeir sögðu að það skipti ekki neinu máli og að ‘trúnaðarlæknir’ Útlendingastofnunnar hefði ákveðið þetta. Konan man ekki eftir að hafa hitt lækni frá UTL en fór í blóðtöku hjá göngudeild hælisleitenda fyrir 10 dögum. Engar frekari skoðanir fór fram, fyrir utan skoðun frá ljosmæðrum á meðgöngudeild í kvöld. Þær mæla eindregið gegn því að brottvisunin væri fram.

Komið hefur í ljós að læknirinn sem um ræðir og á að hafa gefið út “fit to fly” vottorðið fyrir Útlendingastofnun heitir Kai Blöndal og er yfirlæknir á göngudeild sóttvarna heilsugæslustöðvana en það gerði hún án þess að hafa hitt Albönsku konuna eða talað við starfsfólk meðgöngudeildar LSH eða lækna sem þar gáfu út “not fit to fly” vottorðið.

Sé þetta rétt, að hún hafi gefið vottorðið út með þeim hætti sem að ofan er lýst þá er hún búin að bjróta alla læknaeiða sem hún sór að halda þegar hún útskrifaðist sem læknir en sá eiður sem læknar gangast undir í dag er Codex Ethicus og kemur í raun í staðin fyrir Hippokradesareiðin sem var barn síns tíma.

  1. gr.

Lækni berað virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu sína og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.

Læknir skal rækja starf sitt af vandvirkni og samviskusemi án tillits til eigin hagsmuna, persónulegra skoðana, stjórnmála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta, kynferðis, kynhneigðar eða annarra utanaðkomandi áhrifa.

Læknir skal í starfi sínu vinna samkvæmt sannfæringu sinni. Hann skal standa vörð um sjálfstæði læknastéttarinnar. Honum er ósæmandi að takast á hendur nokkra sýslu er skerðir sjálfstæði hans sem læknis og gæta heiðurs læknisstéttarinnar jafnt í læknisstörfum sínum sem öðrum athöfnum.

4. gr.

Það er meginregla, að lækni er frjálst að hlýða samvisku sinni og sannfæringu. Hann getur, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk, sem hann treystir sér ekki til að gera eða bera ábyrgð á eða hann telur ástæðulaust eða óþarft.

15. gr.

Læknir skal vera óvilhallur í vottorðagjöf. Í vottorði komi fram, hvert er tilefni þess og tilgangur og í því hlýðir að staðfesta það eitt, er máli skiptir hverju sinni og aðeins það, sem læknirinn hefur sjálfur gengið úr skugga um.

Læknir skal ekki skrá sjúkdómsgreiningu á vottorð, nema þau fari einungis um hendur lækna, annarra heilbrigðisstarfsmanna og þeirra annarra, sem bundnir eru þagnarskyldu lögum samkvæmt, nema að ósk sjúklings eða forráðamanns hans.

Læknir má ekki láta af hendi vottorð eða skýrslur um sjúkling án samþykkis hans, forráðamanns eða nánustu vandamanna sé sjúklingur ekki fær um að gefa samþykki, nema lög eða dómsúrskurður bjóði svo. 

Síðan er það Genfaryfirlýsingin en Kai brýtur einnig ákvæði hennar.

LÆKNISHEITIÐ

SEM LÆKNIR

HEITI ÉG ÞVÍ að helga líf mitt þjónustu í þágu mannúðar;

ÉG MUN HAFA HEILBRIGÐI og vellíðan sjúklinga minna í fyrirrúmi;

ÉG MUN VIRÐA sjálfræði og mannlega reisn sjúklinga minna;

ÉG MUN VIRÐA mannslíf staðfastlega til hins ýtrasta;

ÉG MUN EKKI LÁTA aldur, sjúkleika eða fötlun, trúarbrögð, uppruna, kyn, þjóðerni, stjórnmálatengsl, kynþátt, kynhneigð, þjóðfélagslega stöðu eða neitt annað hafa áhrif á skyldu mína gagnvart sjúklingum mínum;

ÉG MUN GÆTA FYLLSTU ÞAGMÆLSKU um allt það sem sjúklingar trúa mér fyrir, einnig að þeim látnum;

ÉG MUN RÆKJA starf mitt af samviskusemi og virðingu og í samræmi við góða starfshætti lækna;

ÉG MUN HALDA Í HEIÐRI virðingu og góðar hefðir læknastéttarinnar;

ÉG MUN AUÐSÝNA kennurum mínum, starfsfélögum og nemendum þá virðingu og þakklæti sem þeim ber;

ÉG MUN miðla læknisfræðilegri þekkingu minni í þágu sjúklinga minna og framfara í heilbrigðisþjónustu;

ÉG MUN GÆTA VEL AÐ eigin heilsu, vellíðan og færni svo að ég fái veitt sem besta þjónustu;

ÉG MUN EKKI BEITA læknisfræðilegri þekkingu minni til að brjóta gegn mannréttindum og borgaralegu frelsi, jafnvel þó mér sé ógnað;

ÞESSU LOFA ÉG af fúsum og frjálsum vilja og legg það við heiður minn.

Það hlýtur að vera mjög alvarlegt þegar læknir og þá sérstaklega læknir sem ekki er menntaður fæðingarlæknir fer að gefa út vottorð fyrir langt gengna konu um að hún sé fær um að fljúga landa á milli þegar fæðingalæknir og ljósmæður hafa þegar gefið út vottorð þess efnis að hún sé ekki “fit to fly”.

Það eru nokkrir einstaklingar búnir að skrifa póst til Læknafélags Íslands þar sem vinnubrögð Kai eru harðlega gagnrýnd og siðanefnd læknafélagsins er beðin um að fjalla um málið og bregðast við á viðeigandi hátt.

Ég sendi eftirfarandi póst á Læknafélag Íslands (lis@lis.is). Hvet ykkur til að gera slíkt hið sama.

Efni: Afglöp Kai Blöndal

Góðan dag

Í morgun bárust þær fréttir að ólétt kona sem komin er 35-36 vikur á leið var neydd í flug vegna fyrirvaralausrar brottvísunar. Seint í gærkvöldi fór umrædd kona á kvennadeild Landspítala þar sem læknar og ljósmæður mæltu gegn því að hún færi í flug. Lögreglan vísaði aftur á móti í “fit to fly” vottorð frá trúnaðarlækni Útlendingastofnunar, Kai Blöndal, sem þó hafði ekki hitt konuna!! Slík vinnubrögð eru vítaverð. Það að stofna lífi móður og barns í hættu á þennan hátt er andstætt læknaeiðnum. Ég bið siðanefnd Læknafélags Íslands um að fjalla um málið og bregðast við á viðeigandi hátt.

Með bestu kveðjum,

Það er nauðsynlegt að Læknafélag íslands bregðist við þessari áskorun því ef opinberar stofnanir eins og útlendingastofnun og lögreglan geti skipað einhverjum lækni að skrifa vottorð fyrir einstakling sem viðkomandi læknir hefur aldrei hitt, þá á slíkur læknir ekkert annað að gera en missa sín réttindi og þeir starfsmenn stofnana sem þannig haga sér umsvifalaust að vera leystir frá starfi sínu vegna óhæfis.

Þetta eru mál sem stjórnvöld og læknafélgaið þurfa að hafa beint inngrip í.

Skoðað: 3499

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir