Tryggingastofnun Ríkisins ætti með réttu að heita Niðurlægingarstofnun og fátæktargildra Velferðarráðuneytisins
Skoðað: 7767
Tryggingastofnun Ríkisins. Bara tilhugsunin um þetta hús á horni Laugavegar og Snorrabrautar sendir ískaldan hroll niður eftir hrygglengjunni á mörgum öryrkjum og þeim sem þurfa að sækja þjónustu sína í þessa hryllingsstofnun. Mjög margir bera því starfsfólki sem þar vinnur vel söguna en þær eru fleiri hryllingssöugurnar af fólk sem þar hefur farið inn og komið út niðurbrotið á sál og líkama eftir þá meðferð sem það hefur fengið þar inni. Ekki bara einu sinni heldur í hvert einasta sinn sem það stígur fæti þar inn fyrir dyr.
Í upplýsingum á vef TR segir meðal annars þetta:
Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni.
Fræðsla
Tryggingastofnun leitast við að kynna fyrir almenningi, hagsmunahópum og einstaklingum almenn og sértæk réttindi sem stofnunin annast í umboði ríkisstjórnar.
Þetta er gert með öflugum þjónustu- og upplýsingavef, í fjölmiðlum, á fundum, með kynningum og erindum hjá hagsmunahópum og faghópum og með einstaklingsráðgjöf í þjónustumiðstöð.
Eftirlit
Eitt af hlutverkum Tryggingastofnunar er að standa vörð um íslenska velferðarkerfið og verja það misnotkun.
Tryggingastofnun (TR) sannreynir réttmæti greiðslna með eftirliti. Við eftirlit er farið yfir upplýsingar um umsækjanda eða greiðsluþega og ef við á hefur TR heimild til að afla frekari gagna.
Við skorum á ykkur að lesa vel kaflann um eftirlit sem vísað er í hér að ofan og hvernig Tryggingastofnun er heimilt að vaða í hvaða gögn sem þeim sýnist sem snúa að öryrkjum og öldruðum hafi þeir minnsta grun um að viðkomandi hafi fengið krónu of mikið og þá mega þeir frysta greiðslur til viðkomandi meðan málið er rannsakað. Jafnvel þó sú rannsókn standi í heilt ár eða meira.
Niðurlægingin verður varla meiri en það.
Lög um almannatryggingar eru skýr og þarf ekkert að fara djúpt í þau til að sjá að Tryggingastofnun er svo sannarlega ekki að fara eftir þeim þegar kemur að upplýsingaskyldu við “skjóstæðinga” sína. Þeim er svo nákvæmlega og slétt sama um fólkið sem þeir eiga að sinna og hjálpa því margt af því starfsfólki sem vinnur á Laugaveginum yrði rekið strax á fyrsta degi væri það ráðið sem flórmokarar í sveit því það mundi, miðað við þau vinnubrögð sem maður heyrir af reglulega, moka skítnum upp í jötu og breiða hey yfir svo hann sæist ekki. Já eða kenna beljunum um að hafa skitið í jötuna þrátt fyrir að vera bundnar þannig að rassinn sneri í flórinn. Óhæft fólk sem ætti reka á stundinni.
Ástæðan fyrir þessum formála er mjög einföld og lýsandi þegar fólk skoðar það sem hér kemur á eftir en það er saga sem margir hafa lent í og er ekkert einsdæmi. Við höfum nefnilega fengið nánast sömu söguna frá hátt í þrjátíu manns á undanförnum mánuðum en eina útgáfuna má lesa hér að neðan.
Ég veit ekki hvar ég à að byrja…
Ég er reið, sàr, pirruð, leið, vonsvikin og sorgmædd!
23. des. 2016 fékk ég bréf frà Tryggingastofnun um að örorkubætur mínar muni falla niður 31.03.2017 og ef ég òski eftir endurnýjun á örokru, þurfi ég að fà læknisvottorð. Ég fer strax til læknis sem sagði að ekkert lægi à, það séu enn mànuðir í þetta. En læknirinn gleymdi þessu. Ég hélt að hann myndi sjá um þetta. Það kom ekki annað bréf frà Tryggingastofnun.
Um mànaðarmòtin sìðustu duttu svo bæturnar mínar ùt. Ég hafði umsvifalaust samband við lækninn sem tók mig strax framfyrir og sendi vottorð til Tryggingastofnunar. Ég hafði svo samband við Tryggingastofnun 4 dögum seinna, þá var sagt að vottorðið væri mòttekið, starfsmaður Tryggingastofnunar sagði að öll gögn væru komin og það eina sem ég gæti gert, er að bìða ì 6-8 vikur meðan þeir vinni í umsòkninni. Ég spurði hvort ég gæti örugglega ekki gert neitt til að flýta ferlinu. En nei, hann sagði mér bara að bìða.
Ég vil benda à að Tryggingastofnun hefur undir höndum tugi vottorða frà læknum, sjùkraþjàlfurum og öll gögn um læknasögu mìna. Ég hringdi aftur ì Tryggingastofnun 25.03.2017, ég gat ekki setið og beðið bara og vildi athuga hvar màlið stæði og spyrja aftur hvort ég gæti gert eitthvað til að flýta ferlinu. Þà upplýsir starfsmaður Tryggingastofnunar mér um að það sé ekkert að gerast ì mìnum màlum, Þeir séu að bìða eftir umsòkn! Mér bregður mikið og spyr hvernig standi à þvì, hvort þeir ættu ekki að upplýsa mig um það? Nei, þá stendur vìst skýrt ì bréfinu að þeir muni ekki gera meira ì màlinu, þeirra eftirfylgni er enginn til að tryggja stöðu og réttindi skjólstæðinga sinna og að bætur falli ekki niður að ástæðulausu, það er að segja að viðkomandi sé svo sannarlega öryrki, óvinnufær með öllu og geti kannski ekki brugðist við eins og heilbrigður einstaklingur og fari á fulla örorku aftur, og fái endurgreitt þær vikur sem þetta ferli tekur. Þeir lokuðu màlinu eins og ég væri orðin alheilbrigð!
Ég sagði henni að starfsmaður þeirra hefði sagt mér að öll gögn væru komin. Hùn sagði að sù hefði ekki farið innì màlið og skoðað almennilega! Samt er Tryggigarstofnun með skilyrðislausa upplýsingaskildu. Ekki þykir mér starfsmenn Tryggingastofnunar vera að uppfylla hana!
Hvað ef bréfið týnist ì pòsti? Tryggingastofnun tekur enga àbyrgð ì neinum tilfellum og sjùklingar sitja eftir tekjulausir, bréfið er ekki einu sinni sent í ábyrgðarpósti!
Ég þarf þvì að fara til Tryggingastofnunar og fylla út þessa umsòkn. Og þarf ég svo að bíða í þessar 6-8 vikur án tekna? Hvað à fòlk að gera tekjulaust? Ég spurði starfsmann um úrræði fyrir fólk í þessari stöðu. Starfsmaður Tryggingastofnunar benti à félagsmálastofnun og sagði mér að þeir gætu kannski LÁNAÐ mér annars væri kirkjan eina ùrræðið. Ég hafði samband við félagsmálastofnun í mínu sveitafélagi en ef viðkomandi er í sambúð og ef sambýlingur er með yfir 220.000 à mànuði þá à viðkomandi enga rétt à hjálp eða stuðning. Maki à samkvæmt kerfinu að sjà um viðkomandi og börn, lánin af íbúðinni og mat fyrir þessa upphæð!
Hvað á fólk að gera í þessari stöðu ef það til dæmis slasast og þarf að fara á bráðamótöku eða sjúkrabíl? Að maður tali nú ekki um lyfin sem eru oftast mjög dýr og alls ekki öll niðurgreidd en nauðsynleg svo mörgum.
Fàtækragildra ì boði Velferðarràðuneyti Ìslands og Tryggingarstofnunar Íslands!!!
Sem betur fer à ég dàsamlegan sambýlismann sem gerir allt sem hann getur til að ná endum saman, þrátt fyrir allt.
En hvað með alla hina, bæði þá sem eru í sambúð með börn á framfæri og þá sem búa einir og með börn? Er ekki verið að ýta undir kùgun ì samböndum og à ekki hver einstaklingur rétt à að sjà um sjàlfan sig og börnin sìn.
Gerum okkur grein fyrir því að þetta bitnar helst á börnunum! Yfir 6000 börn á Íslandi finna fyrir fátækt og um 2000 börn búa við sárafátækt og hungur!!!
Ekki get ég frestað lànunum og öðrum gjöldum af ìbùðinni, fæði og lyf er ekki hægt að bíða með, en klæði er svo sem hægt að sleppa í nokkrar vikur með þó börnin vaxi hratt.
Kveðja og með von um leiðréttingu fyrir okkur öll, sem allra fyrst!
Þessi vinnubrögð sem hér eru listuð að ofan hafa verið að færast í aukana á síðustu árum en á sama tíma má líka benda á að sjáfsvígstíðni í landinu er að aukast á sama tíma en fólk sem þekkir til segir að aukningin sé komin úr því árið 2012 þegar það voru um 30 til 30 sjálfsvígstilraunir á mánuði í það að vera orðnar hátt í 80 á mánuði í dag.
Það hlýtur að hvarfla að fólki sem fylgist með þessum málum hvort þarna gæti verið eitthvað samhengi á milli? Getur verið að framganga og óbigirni velferðarráðuneytisins, Tryggingastofnunar, yfirmanna hennar og starfsmanna gæti átt einhvern þátt í þeirri fjölgun?
Spyr sá sem ekki veit, en þetta þarf að skoða.
Það er hins vegar hverjum þeim sem þarf að sækja þjónustu sína í hryllingshúsið á Laugaveginum oftar en tvisvar, að réttnefni á þessari stofnun væri frekar “Niðurlægingarstofnun Velferðarráðuneytinsins frekar en Tryggingarstofnun Ríkisins því framkoman við veikt og fatlað fólk er með slíkum ólíkindum.
Skoðað: 7767